Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1992, Qupperneq 13

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1992, Qupperneq 13
Lausavísur úr lofti gripnar Maður einn fór til lýtalæknis vegna útstæðra eyma. Þá var ort á eftir: Til aö laga lýti sín lækna naut hann snilli. Nú er'ann meö eyrun fín, en ekkert þar á milli. Og út af niðurskurðinum var ort: Aldraö fólkið út er borið illur siöur. Ekki lengur upp er skoriö aöeins niður. Höfundur mun vera Reynir Hjartarson og þetta yrkir hann um Gatt: Böl óglatt er búandans Baldvin skatt um semur. Allt fer hratt til andskotans ef að„Gattið“ kemur. Um umhleypinganna ótíð var ort: Hér er bölvuð ótíö oft og aldrei friður. Þaö ætti að rigna upp í loft en ekki niður. Valgeir Sigurðsson skjalavörður á Alþingi er listahagyrðingur og honum urðu ástamál Gauks Trandilssonar á Stöng yrkisefni, en um hann er þessi fræga vísa: Þá var öldin önnur er Gaukur bjó á Stöng, þá var ei til Steinastaða leiðin löng. Var þá til þess vísað að Gaukur hefði átt vingott við húsfreyjuna á Steinastöðum og nú gef ég Valgeiri sjálfum orðið: En hvað um hin þrjú sem við söguna komu? Hefur nokkrum þótt ómaksins vert að minnast þeima? Hvernig leið konunni hans Gauks? Og hvernig leið konunni á Steinastöðum sem hann hélt við? Og hvernig leið manninum hennar? Ég hef til gamans verið að grípa í að yrkja um þessa gömlu sögu. Það er þá fyrst konan í Stöng, kona Gauks bónda: Voð í vefstað bíður. Vetraraftann líður. Gaukur heiman genginn. Grát minn heyrir enginn. Næst er það húsfreyjan á Steinastöðum, sú sem var skotin í Gauki: Ein í eldinn starir. Yfir heitar varir fimum fingri strýkur. „Fár er Gauki líkur!“ Að lokum er það svo húsbóndinn á Steinastöðum. Hann hefur legið andvaka. Húsfreyjan er ekki heima, og hann þykist vita, hvað hún muni vera að aðhafast. Þegar hún skríður svo loks uppí til hans, einhvern tíma nætur, steinsofnar hún strax. Svefnlaus fer á fætur. Fróun hlýrrar nætur aldrei oftar nýtur. — Eiginkonan hrýtur. S vona yrkja ekki nema listasmiðir eins og Valgeir vinur minn. Bóndieinnvarkallaðurtilað talahjákvenfélaginu. Hann hóf ræðu sína svo: Er lít ég nú yfir hinn Ijómandi sal á lokkandi dömur, er sitja hér þétt. í aðdáun birtist mér vífanna val hér vildi ég eiga minn fullvirðisrétt. Eins var svo ort er viðkomandi kom á kvenna- samkomu mikla ásamt félaga sínum: Nú á snærið heldur hljóp haldið skal þó striki. Eins og væru í hænuhóp hanar tveir á priki. Ort í orðastað manns sem dásamaði vistina hjá konu sinni, þó glöggt væri vitað um viðhaldið: Yndi bezt ég ætíð finn í örmum konu minnar. En verður hugsað víst um sinn vel og blítt til hinnar. Og mundi nú nóg kveðið að sinni, en þessi vorvísa látin fylgja í lokin í tilefni árstímans: Gyllir sunna gróinn vang grómið burtu hrekur. Vorsins fegurð sér í fang fósturjörðin tekur. Tínt og tekið saman. H.S. FRÉTTABKÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.