Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1992, Qupperneq 28
Rósa Björg Helgadóttir eurythmisti:
Umfjöllun um kenningar
Rudolfs Steiner og hiynjandilist
Rudolf Steiner höfundur og
upphafsmaður hrynjandilistar
fæddist þann 27. febrúar 1861 á
landamærum Mið- og AusturEvrópu,
nánar tiltekið í Kralljevik. Það tilheyrði
á þeim tíma Ungverjalandi en í dag
Júgóslavíu. Foreldrar Steiners voru
austurrrískir. Faðir hans starfaði sem
járnbrautarsímritari við austurrísku
járnbrautina. Vegna starfsins þurfti
fjölskyldan oft að flytjast á milli
landshluta og ólst því Steiner upp á
mörgum stöðum í Austurríki. Árið
1879 lauk hann stúdentsprófi 18 ára
gamall. Síðan hóf hann nám við
Tækniháskóla Vínarborgar og lagði
stund á náttúruvísindi og heimspeki
og lauk þaðan námi. Nokkrum árum
síðar eða 1891 varði hann doktors-
ritgerð í heimspeki. Á þessum árum
kynntist Rudolf Steiner mörgum af
þekktustu listamönnum og heimspek-
ingum sem héldu uppi hámenningu
Evrópu, þar á meðal Nietzsche og
Hegel.
Rudolf Steiner var það sem kallað
er á þýsku „Geisteswissenschaftler"
sem er skilgreint sem vísindamaður
andans og hinna andlegu heima.
Hugtakið „Anthroposophie“ sem
þýðir „mannspeki eða viskan um
manninn“ er það nafn sem hann gaf
heimspeki sinni.
Eftir hann liggja ógrynni bóka og
fyrirlestra urn margvísleg efni svo sem
ritsmíð hans sem ber titilinn
„Heimspeki frelsisins", ennfremur
„Hvernig öðlastmaðurþekkingu æðri
heima“. Þessi rit innihalda meginatriði
um andlega veru mannsins.
í flesum löndum Evrópu og
mörgum löndum utan Evrópu eru
skólar og barnaheimili, sem byggja á
kenningum hans urn uppeldi barna.
Einnig sjúkrahús, heimili fyrir
vangefna og lyfjafyrirtæki og
listaskólar, en á öll um þessum sviðum
og fleirum kom Steiner með
vísbendingar og opnaði nýjar leiðir.
Víðsvegar um sveitir Evrópu eru
lítil samfélög þar sem reynt er að
Rósa Björg Helgadóttir.
samræma iðkun lista, hagkerfi og
lífefliræktun byggðum á kenningum
Steiners. Ennfremur eru starfandi
bankar sem lána fé á öðrum forsendum
en tíðkast.
í arkitektúr og listum kom Steiner
einnig við sögu. Hann teiknaði m.a.
sjálfur byggingu undir háskóla
andlegra vísinda. Háskólinn heitir
Goetheanum og er staðsettur í Domach
í Sviss.
Hér verð ég að láta staðar numið
urn Steiner og byrja að fjalla um
það sem ég ætlaði að leggja aðal-
áherslu á hér en það er „Eurythmie“
eða „Hrynjandilist“.
Eurithmie er grískt orð en það
þýðir fallegur taktur. Ég hef reynt að
þýða þetta hugtak á íslensku með
orðinu „hrynjandilist“ eða hrynjandi.
Hrynjandi er hreyfilist eða sjáanlegur
söngur eins og Rúdolf Steiner vill
nefn þetta listform. Tilurð þess var
þannig, að fólk kom að máli við hann
og spurði hvort ekki væri hægt að
göfga danslistina. Hrynjandi er og
verður fyrst og fremst listgrein, eins
og allar aðrar listgreinar, já, jafnvel
fremur en aðrar listgreinar.
Hrynjandi er ekki dans eða
látbragð, heldur hreyfilist, sjáanlegur
söngur, sköpun andans, sem með
fjölbreytilegum hreyfingum handa og
fóta, með litbrigðum búninga, blæja
og ljósa, ákveðnu sviðsmunstri og
táknum eða hreyfingum sem aftur er
gerð með mannslíkamanum gerir mál
og tóna sýnilega. Þannig er leitast við
að tjá innra eðli viðfangsefnisins,
hvort sem það er í formi ljóðs eða
tónverks. Hrynjandi er sköpun andans
og verður eingöngu að skiljast sem
slík.
Hljóð- og tónhrynjandi eru tvær
mismunandi listgreinar þó náskyldar
séu. Báðar hafa að markmiði að
opinbera og gera sjáanlegt það sem
andlegt er og ekki sjáanlegtmeð okkar
venjulegu augum. Ef við ætlum að
njóta hrynjandi áþann hátt sem Rudolf
Steiner upphafsmaður hennar ætlaðist
til, verðum við að láta hana verka á
okkur handan vitsmunasviðsins. Það
ætti því ekki að koma á óvart, að
hrynjandi hefursterkan lækningamátt.
Lækningahrynjandi er víðtækt svið
út af fyrir sig og frá þeirri hlið
hrynjandi greini ég síðar. Munurinn á
hljóð- og tónhrynjandi er fyrst og
fremst fólginn í mismun á eðli talaðs
máls og tónlistar. Talað mál er tjáning
sálarinnar í sérhljóðum og
samhljóðum sem eiga upptök sín í
hljóðum á mismunandi svæðum
talfæra okkar. Hljóðhrynjandi er
tjáning hvers einstaks hljóðstafs,
tjáning sambands þessara hljóða
innbyrðis, svo og tjáning á merkingu
þess sem viðfangsefnið inniheldur.
Við skynjum ekki aðeins listræna
tjáningu þegar við horfum á
hljóðhrynjandi úr hreyfingum þess
sem tjáir sig með hreyfingu, heldur
einnig eðli, merkingu, hrynjandi,
málfræðilegt samhengi og skáldlega
uppsetningu ljóðsins eða textans sem
hreyfður er. Til að þetta geti orðið,
þarf sá sem hrynjandi iðkar að leggja
í hreyfingu sína allan þann ákafa og
alla þá ást sem tengir hann í svo ríkum
mæli við listina að enginn sjáanlegur