Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1992, Qupperneq 33

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1992, Qupperneq 33
Árni Jónsson formaður Gigtarfélags íslands Gigtarfélag Islands hlutverk, starf og framtíðarverkefni Gigtarfélag íslands var stofnað þann 9. október 1976. Stofnendur voru rúmlega 400 en nú eru félagsmenn um 2300 og félagatalan er enn á uppleið. Hlutverkfélagsins erm.a. að annast fræðslu um gigtarsjúkdóma, að styðja rannsóknir á þeim og að efla aðstöðu til gigtarlækninga. Undanfarin tólf ár hefur félagið gef- ið út tímaritið Gigtina, sem flytur margvíslega fræðslu um gigtarmál. Þá hefur félagið unnið og gefið út nokkur fræðslurit fyrir gigtarsj úklinga og fleiri eru á vinnslustigi. Þess ber að geta og þakka að Öryrkjabandalag íslands hefur styrkt félagið við útgáfu þessara fræðslurita. Árið 1980 keypti félagið 3. hæð hússins að Ármúla 5 í Reykjavík til þess að starfrækja þar gigtarlækninga- og endurhæfingarstöð. Stöðin tók til starfa árið 1984 og þar starfa nú 3 læknar, 6 sjúkraþjálfarar og 2 iðjuþjálfarauk sérhæfðs aðstoðarfólks. Umsvif stöðvarinnarhafafarið vaxandi ár frá ári svo nú getur hún engan veginn annað eftirspurn eða veitt alla þá endurhæfingarþjónustu sem þörf er á. Verkefni félagsins ákomandi árum eru margvísleg og sum mjög aðkallandi. Á þessu ári verður megináhersla lögð á eflingu vísindasjóðs félagsins en eitt brýnasta verkefni þar er að stórauka rannsóknir á gigtarsjúkdóm- um. Með þeim má skapa hinum mikla FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS Árni Jónsson. fjölda gigtarsjúklinga möguleika til að lifa sem eðlilegustu lífi. Til þess þarf mikið fé. Vísindaráð Gigtarfélags íslands mun gera tillögur um forgang verkefna á þessu sviði. Annað höfuðverkefni félagsins er að stækkagigtlækningastöðinatil þess að geta aukið þá starfsemi sem fyrir er og til að skapa aðstöðu til hópþjálfunar. Talið er að bezti árangur hópþjálfunar náist í heitu vatni og því er nauðsynlegt að fá aðgang að sundlaug í tengslum við stöðina. Til þess að koma til móts við sjúklinga utan af landi þarf að koma á gistivist, helst sem næst stöðinni, þar sem fólk getur dvalið meðan á endurhæfingu stendur. Þetta verður meginverkefni félagsins á næsta ári. Félaginu ber að stuðla að því að stöðu prófessors í gigtarlækningum verði komið á við Háskóla Islands og kann félagið að þurfa að kosta hana fyrstu árin ef þannig semst við viðkom- andi aðila. Vinna þarf að ráðningu gigtarsér- fræðings við Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri og reyna eftir mætti að fá sjúkraþjálfaraog iðjuþjálfatil samstarfs við hann. Áfram þarf svo að halda á þessari braut til að koma á sams konar teymisvinnu víðar á landinu. Æskilegt er að félagið hafi aðgang að þjónustu félagsráðgjafa og sál- fræðings. Kannaþarfnauðsynþessarar þjónustu. Svæðadeildir eru félaginu tví- mælalaust mikil lyftistöng. Gigtar- deildin á Norðurlandi eystra starfar nú af miklum krafti og unnið er að stofnun deilda víðar á landinu. Einnig hefur verið unnið að stofnun sérdeilda sjúkl- inga með sama sjúkdóm og er þegar búið að stofna deild hrygggigtarsjúkl- inga. Væntanlega verða fleiri slíkar sérdeildir stofnaðar þegar fram líða stundir. Einna mikilvægast nú er að auka skilning þjóðarinnar á hörmulegum afleiðingum gigtar og að fá alla þá sem sjúkdómurinn þjáir til þess að vinna að settu marki með því að gerast félagar í Gigtarfélagi Islands. Árni Jónsson. Einn af hverjum 5 Veist þú: * að 1 af hverjum 5 íslendingum fá gigt? * að 1 af hverjum 5 öryrkjum eru það vegna gigtarsjúkdóma? * að með auknum rannsóknum verður hægt að koma í veg fyrir gigt? * ef gigt verður fyrirbyggð mun það spara þjóðinni u.þ.b. 5 milljarða árlega? * að við þurfum helmingi stærri Gigtlækningastöð? Leysum gátuna — Spörum fjármuni

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.