Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1992, Side 34

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1992, Side 34
Fréttatilkynning frá Geðverndarfélagi Islands Miðvikudaginn 13, maí sl. var opnað nýtt sambýli Geðvemdarfélags Islands að Asholti 16 hér í bæ. Kiwanismenn stóðu að baki þessum framkvæmdum, eins og s vo oft áður. Það vom Eldborgarfélagar úr Hafnarfirði, sem riðu á vaðið og gáfu fyrstu milljónina, en síðan afhenti Jón K. Olafsson ágóða af síðasta K- degi er gerði þessi kaup möguleg. Tómas Zoega yfirlæknir, formaður Endurhæfingarstöðvar Geðvemdarfélagsins, bauð gesti velkomna og lýsti húsakosti. Síðan tók til máls Jón G. Stefánsson, formaður G.I. og þakkaði Kiwanismönnum þessa höfðinglegu gjöf. Um 30 manns var þarna samankomið og þáðu kaffiveitingar í boði félagsins. Þorkell Helgason, aðstoðarmaðurheilbrigðisráðherraflutti kveðjur ráðherra og einnig talaði Amþór Helgason, formaður Öryrkjabandalags íslands, og bar fram ámaðaróskir bandalagsins. Það er mikið fagnaðarefni liltlu félagi eins og Geðvemdarfélagi íslands, að hafa svona styrkan hóp að baki sér og getum við aldrei nógsamlega þakkað þann mikla stuðning, sem við höfum notið. Elísabet Á. Möller (fr.kv.stj.). Meinleg brot úr minningar- greinum „Jafnvel dauðann sem alla leggur, sigraði hún á sinn hátt með bros á vör. * „Hann var sannur íslendingur og dó á 17. júní“. * „Oft var beðið eftir því að Guðmundur væri allur, en hversu oft hann reis upp frá dauðum, er óskiljanlegt“. * , ,B an vænn sjúkdómur beið hennar bak við stein og sló hana fljótt til jarðar". * „Hún var hamslaus vinur vina sinna“. HLERAÐ í HORNUM Fimmtugur maður fór í Hjartavemd í skoðun. Læknir spurði hann spjör- unum úr m.a. hvort hann hefði reykt, drukkið eða stundað kvennafar. Maðurinn kvaðst ekkert af þessu hafa gert. Að lokum sagði læknirinn hon- um að hann fyndi hreinlega ekkert athugavert við hann. „Ja, ég kem þá bara aftur í skoðun eftir 50 ár“, sagði maðurinn. Þá tautaði læknirinn: „Eg sé nú ekki til hvers þú ættir að lifa 50 ár í viðbót, sem nýtur engra lysti- semda lífsins". * Augnlæknirinn átti fimmtugsafmæli. Hann fékk mikið og fagurt málverk af auga í afmælisgjöf. Þá varð einhverjum að orði: „Það var mikið lán að hann var ekki kvensjúk- dómalæknir'f * Orðheppinn afgreiðslumaður á benzínstöð kom þar að sem kona ein var að þvo bíl sinn. Hún reiddi kústinn á loft og kallaði: „Þetta er ónýtur kústur. Alveg hárlaus“. Afgreiðslu- maðurinn tók kurteislega ofan húfuna og hneigði sig, svo skein í hvítan skallann. „Allt í stíl hjá BP frú mín“. Sami maður vann í verzlun og nýgift kona kom og bað um kökukefli. „Því miður ekki til, en kæmi þetta ekki að sömu notum?“, sagði hann og rétti henni buffhamar mikinn. * Og svo saklaus spurning tengd salemismálum. „Hvaða sænsk berg- tegund er algengust á íslandi?" Svar: Gustavsbcrg". * Drengur einn í skóla á Ströndum var dálítið rogginn með sig og sína. Hann spurði kennara sinn einn daginn hvaða bíltegund hann ætti og kenn- arinn svaraði að það væri nú Lada. „Algjör drusla, við eigum Volvo", sagði drengur. Daginn eftir spurði drengur kennarann: „Af hvaða ætt ert þú?“ „O, svo sem engri sérstakri", sagði kennarinn. „Eg er af Trölla- tunguætt og Pálsætt”, svaraði dreng- ur. „Það er naumast“, sagði kennar- inn. Þriðja daginn kom drengur og gætti nú mikillar áhyggju í rómnurn. „Heyrðu kennari. Það er nú ekki gott fyrir þig að vera bæði ættlaus og á lélegum bíl". Einu sinni var verið að ræða um ætt eina hér á landi sem við getum kallað Börsenana. Þá kvað einn upp úr með sérstöðu eins þeirra, sem var þekktur maður í þjóðfélaginu: „Það er skrýtið með þá Börsenana, það vantar eitt- hvað í þá alla nema Gunnar" og svo varð andartaksþögn — „það vantar allt í hann“. * Nonni litli fimm ára, kom til föður síns og vildi vita hvemig hann hefði orðið til. Föðumum vafðist tunga um tönn, fannst enda Nonni fullungur til fullrar vitneskju um þetta, en sagði svo: „Við mamma þín sáðum fræi í jurtapotta og einn daginn fundum við þig í einum pottinum". Nonni lét sér það vel líka og fór út. Nokkru seinna kom faðir hans að honum úti í garði yfir þremur jurtapottum. Nonni hélt á einhverju í hendinni og tautaði eitthvað þungur á brún. Þegar faðirinn kom nær sá hann að Nonni hélt á ánamaðki og las yfir honum: „Ég myndi sko drepa þig, ófétið þitt, ef ég væri ekki pabbi þinn".

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.