Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1992, Page 37
Ljóöbrot úr Umbroti
Geðhjálp gefur út blaðið Umbrot og þar má
finnaýmis ágæt ljóð og ljóðbrot sem vissulega
eru verð þess að fara víðar. Hér fara á eftir
fjögur sýnishorn:
Ástar — Sóllilja
f endalausri baráttu daganna
birtist þú eins og hvítt Ijós
í myrkrinu
bjartur og hreinn
og höndum þínum mjúkum og hlýjum
ferö þú um týndu börnin þín.
Þú gróðursettir ástar-sóllilju
á leiöi þeirra
og hlúir aö henni
og hún dafnar
í vorinu frá þér.
Og ekkert orö verður svo hvasst
né miskunnarlaust.
Og ekkert högg svo sárt
aö þaö geti sigrast á gleðinni
og voninni
er þú hafðir gróðursett
á leiðinu
þar sem traustið á mönnunum
var grafið.
Hrönn.
Pegasus
Ég steig á bak þér fákur minn og flaug
frá frægð og valdi yfir höf og lönd
og lagði af mörkum litla fórn til Guðs
og leit svo aftur mína köldu strönd.
Eg aftur fór og aleinn þetta sinn
að erfa frægð og snilli látins manns
og aftur kom ég eftir lítinn stans
og aftur fann ég litla bæinn minn.
Og senn ég fór að nema land á ný
og njóta gamals heits sem beið mín enn
og aftur kom ég í minn gamla bý
og ennþá fann ég vingjarnlega menn.
Og loks var það að leit ég upp frá önn
hjá litlu barni — von mín hafði greiðst —
— og sá hvar stóðstu aleinn úti í fönn
og eftir mér í föðurtúni beiðst.
Leifur.
Minning
Oft mér vitrast vorið bjarta
vestan fjalla er mín þrá.
Þar mitt draumsins dygga hjarta
dvelur horfnum töfrum hjá.
Man ég dalsins draumanætur
duna læk í grænni hlíð.
Ég hef miklar á þér mætur
minning kær um horfna tíð.
Gunnar Olafur.
Hugdetta
Kippkorn
frá andránni
bíður hugdetta
einmana
og þráir
að uppgötvast.
Ágúst ÓIi.
HLERAÐ í HORNUM
Áhugamaður einn um getraunir hafði
einu sinni sem oftar fyllt út seðilinn
sinn, en gleymdi honum svo á
símaborðinu. Þegar maðurinn var
háttaður um kvöldið man hann eftir
seðlinum og er þess nú fullviss að á
honum sé hann a.m.k. með „11 rétta“.
Hann fór fram að sækja seðilinn, en
fann hann hvergi. „Ég var að tippa í
dag. Hefurðu séð getraunaseðilinn
minn?“ kallar hann til konu sinnar.
„Guð almáttugur, ég hélt að hann væri
gamall og ónýtur og henti honum“
svarar konan. Maðurinn rauk þá á
náttfötunum niður í ruslageymslu til
að leita að miðanum og var kominn
hálfur ofan í tunnuna, þegar
nágrannakonu hans á efri hæðinni bar
þar að. Hann sá útundan sér að hún
horfði hissa á aðfarir hans, svo hann
rétti snöggvast úr sér og sagði til
skýringar: „Ég er að leita að tippinu
mínu“. Eitthvað fannst honum konan
verða skrýtin við þessa skýringu, svo
hann vildi bæta um betur og sagði:
„Konan mín hélt að það væri ónýtt og
henti því“. Seinna sagði maðurinn við
kunningja sinn: „Mér fannst eins og
þessi kona hefði fram að þessu litið
mig dálítið hýru auga, en eftir þetta
leit hún ekki einu sinni í áttina til mín.
Hefur varla talið mig til heimabrúks
hvað þá meir“.
FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS