Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1992, Qupperneq 38

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1992, Qupperneq 38
í BRENNIDEPLI Kjarasamningar skipta örorku- og ellilífeyrisþega afar miklu máli. Þar ræðst í meginatriðum, hvort lífskjör þessa fjölmenna hóps fá einhverja uppreisn eða ekki. Öryrkjabandalag íslands hefur eðlilega átt gott samstarf við laun- þegasamtökin, sem ótvírætt hafa sinnt kallinu, frumskyldu sinni um leið að verja og sækja rétt þeirra, sem minnst bera úr býtum. Á vettvangi löggjafans er svo reynt að ná fram réttindamálum h vers konar, en greinilega er afar þungt undir fæti um einhverjar úrbætur nú á þessum niðurskurðartímum. Það gengur grátlega seint að ná ýmsum atriðum fram sem okkur þykja sjálfsögð í sanngirni sinni. En öll réttindabarátta er ævarandi, ekki sízt í síbreytilegri veröld mikilla sviptinga og ríkra framfara um leið. En í allri þeirri tæknibyltingu er einnig hætt við að mörg hin mannlegu gildi verði útundan. Það má aldrei verða, því einmitt aukin þekking, bætt tækni á ekki hvað sízt að koma þeim til góða sem erfiðast eiga uppdráttar og á ýmsan veg hefur það vissulega gerzt. En aftur að kjarasamningum. Á undanfömum árum hafa vinnuveit- endur og ríkisvald gengið á það lagið að taka upp æ fleiri eingreiðslur til launþega til þess eins að halda launatöxtum niðri og þar með tengdum greiðslum um leið, mikilvægum rétt- indagreiðslum m.a. Á þetta hefur þ ví miður verið fallizt af launþegahreyfingunni, máske ekki átt annars völ, og enn er um eingreiðslu talað sem allsherjarlausn. Fyrir lífeyrisþega er þetta hið versta mál og framkvæmd ráðuneytis verið okkur vægast sagt lítt að skapi. Eingreiðslunum er dreift á bóta- flokka þannig, að fullrar eingreiðslu njóta alltof fáir, trúlega aðeins 1/8 hluti örorkulífeyrisþega. Á sínum tíma átti Öryrkjabandalagið í ítarlegum viðræðum við ráðherra tryggingamála um framkvæmdina, taldi sig hafa náð unandi samkomulagi, en niðurstaðan varð allfjarri okkar hugmyndum, sem voru fyrst og síðast tengdar því að allir sem tekjutryggingar nytu að fullu fengju eingreiðsluna hverju sinni að fullu einnig. Á þessari framkvæmd ráðuneytis hefur svo orðið framhald og því hafa eingreiðslur skapað eðlilega óánægju hjá lífeyrisþegum, svo mikil mismunun sem þar felst. Þá er svo ótalinn sá alvarlegi annmarki, sem fylgir skatttöku af eingreiðslun- um, þó viðkomandi eigi að vera með öllu skattlaus miðað við eðlilega tekjudreifingu á árið allt. Þetta veldur óþægindum og vandræðum hjá alltof mörgum. Áfram verður reynt eftir megni að fá fram aðra og betri skipan en ráðuneytið hefur kosið að velja, því það val er því miður hreinlega til þess að lækka heildargreiðslur til ör- orkulífeyrisþega varðandi ein- greiðslurnar. Svo einfalt og kalt er nú það. * að er vægt til orða tekið þegar sagt er að mikið sé um sparnað og aðhald rætt og ritað. Niðurskurður er lausnarorð alls í dag í takt við allt talið um hina brýnu einkavæðingu. Almenningur í landinu vill gjaman taka þátt í að rétta þjóðarskútuna af, en gerir þá sjálfsögðu kröfu um leið að allir taki þar skilyrðislausan þátt. Þar á verður hins vegar eins og jafnan alvarlegur misbrestur og máske finnst mönnum sárast að þeir bezt settu skuli sleppa bezt svo og það að þess verður varla vart að æðstu ráðamenn taki sjálfa sig nógu alvarlega, því þar gengur allt sinn vanagang í þeirri eyðslu sem eðlilega mörgum er þyrnir í augum. Ekki skal undir það tekið að allt sé það óþarft, illt og bölvað, því í ýmsu þurfa stjómvöld að sinna gestgjafa- skyldum sem gagnkvæmum sam- skiptum út á við. En þar verða menn líka að sjá árangur, sem um munar í aðhaldi, þegar alltaf er talað um erfiða tíma, þar sem allir þurfi að taka til hendi varðandi aðgát og spamað allan. Fatlaðir hafa ekki síður en aðrir fundið fyrir niðurskurðaraðgerðum á ýmsan veg, en það fólk almennt gerir ekki mikið að því að bera vandræði sín og allt yfir í allsleysi á torg. Alvarlegust er þó kaupmáttarrýmun þess fólks, sem hefur af svo litlu að taka sem raun ber vitni. Þar verða stjórnvöld hrein- lega að fara að með fyllstu gát, svo ekki hljótist enn verra af. Ekki er síður alvarlegri sú staðreynd að atvinnuleysisvofan virðist vera orðin viðvarandi í íslensku þjóðlífi og allir vita um þá bitru reynslu sem stöðugt atvinnuleysi hefur fært fötluðum víðast hvar erlendis. Islenzkir atvinnurekendur hafa vissulega staðið sig á margan hátt vel, hvað varðar vinnutilboð fyrir fatlaða og uppsagnir hafa enn ekki bitnað alvarlegar á fötluðum en ýmsum öðrum. Hins vegar er sú hætta fyrir hendi og hana skyldi enginn vanmeta. Það er afar þýðingarmikið að samtök fatlaðra fylgist vel með í þessum efnum og hafi um það samvinnu við stjórnvöld og vinnuveitendur að atvinnuleysið bitni a.m.k. ekki harðar áfötluðum en öðrum þjóðfélagsþegn- um s.s. víti eru um til vamaðar svo víða. Fötlunin er nógu alvarlegt vandamál í sjálfu sér, þó ekki bætist við að öll vinnulöngun sé drepin í dróma. Nógu margir því miður una of vel því að eigra aðgerðarlausir, þó þeim sem vilja sé ekki gert ókleift að njóta þeirrar lífsfyllingar sem vinnan skapar okkur öllum utan efa. * Að mörgu ólíku er að hyggja í þeim mikla málagrúa sem Öryrkjabandalaginu berst beint og óbeint — allt frá málefnum ein- staklinga yfir í erindi opinberra aðila eða erindi við þá. Þegar tími aðhalds og spamaðar er boðaður ber sérlega að hafa í huga verndun ýmissa vel- ferðarþátta, sem eru orðnir svo eðli- legir og sjálfsagðir í samfélagsþjón- ustunni að engum flýgur í hug að við verði hróflað. Einn þessara þátta: endurhæfingin kynni þó að vera í hættu, ef ekki er á verði vakað. Skerðing á endurhæfingarþjónustu Grensásdeildar, sem til stóð hræðir allt hugsandi fólk sem veit og skilur þýðinguendurhæfingarjafntfyrirheill einstaklings sem hag þjóðfélags. Endurhæfing hér á landi stendur afar vel og margir eru þeir útlendir gestir sem öfunda okkur af vel skipulagðri og öflugri endurhæfingarþjónustu á ótal sviðum. Þessa þjónustu á ekki og má ekki skerða, því enn er hún í öflugri sókn og framþróun og æ fleiri

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.