Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1992, Page 39

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1992, Page 39
dýrmætum þáttum bætt þar við. Öryrkjabandalagið mótmælti ein- dregið þegar skerða átti þjónustuna á Grensásdeildinni og það gerðu svo margir myndarlega að atlögunni var með öllu hrundið. Áfram mun ugglaust reynt að „hagræða" og „spara“ á vit- lausum vígstöðvum og því verðugt verkefni bandalagsins að verj a þennan velferðarþátt sem aðra. Það verður að skiljast valds- mönnum öllum að það er ekki hagræðing og því síður sparnaður að fækka þeim möguleikum sem fólk hefur til að ná á ný þreki og kröftum og ganga í framhaldinu út í lífið sem fullgildir þegnar. Hver seinkun á réttri meðferð kann að vera dýru verði keypt. Því ber að halda varðstöðu góðri um gildan hlekk heilbrigðisþjónustu okkar. * Asíðustu þingdögum varð frumvarp um málefni fatlaðra að lögum. Lögin takagildi 1. sept. n.k. og þá verður veruleg breyting á ýmsum þáttum, stjórnunarþáttum þó helzt og fremst til að byrja með. Lögunum verðagerð góð ítarleg skil íhaustblaði Fréttabréfsins og þau þá birt eins og þau komu frá Alþingi í endanlegri gerð. Hér skal aðeins á það helzta drepið, en flest af því er raunar komið fram áður. í fyrsta lagi er aðgangur geð- fatlaðra tryggður að fullu gagnvart lögunum, en aðild þeirra þótti orka tvímælis í eldri lögum. Ráðuney ti heilbrigðis- og mennta- mála hverfa út úr yfirstjóm og félags- málaráðuneyti verður nú með tvo fulltrúa í Stjórnamefnd um málefni fatlaðra. Svæðisráð koma í stað svæðisstjóma í hverju umdæmi og eru fremur ráðgjafar- og eftirlitsaðili einkum hvað varðar réttindagæzlu fatlaðra, sem öðlast mun meira vægi í nýjulögunum. Skilgreining þjónustu, þjónustustofnana og þó einkum búsetu er gleggri og skýrari. Svæðisskrifstofur, sem heyra beint undir félagsmálaráðuneytið hafa skýrari forsögn um framkvæmd þjónustu en áður var. Hlutverk Greiningar- og ráð- gjafarstöðvar er gert fyllra og lang- tímameðferð tekin þar inn. Stöðinni er sett sérstök stjóm. Málefni bama og fjölskyldna fatlaðra em skýrð betur og gleggri ákvæði um þá kosti er börn og foreldrar þeirra skulu eiga rétt til. Liðveisluþættinum er vel til haga haldið og félagslegri endurhæfingu gerð ljósari skil lagalega. Kaflinn um atv jnnumál ætti, ef vel tekst til að vísa veg til margra góðra möguleika fyrir fatlaða, en þar eins og víðar verður aðlögun að try ggingakerfi að koma til. Ferlimál og ferðaþjónusta eru tekin inn með allskýrum hætti, en þau eins og húsnæðismálin koma sér- staklega inn í verkefnum Fram- kvæmdasjóðs fatlaðra. Réttindagæzlukaflinn er ein bezta réttarbót laganna og þar reynir á svæðisráðin nýju ásamt hagsmuna- samtökum fatlaðra. TekjurFramkvæmdasjóðsfatlaðra era allskýrt ákveðnar m.a. sérstakt framlag fimm næstu árin til upp- byggingar þjónustu fyrir geðfatlaða. Hins vegar verður það auðvitað ákvörðun fjárveitingavaídsins hverju sinni hvaða fjármagn fæst í raun. Til þess að tengjaþetta samafjárveitinga- vald við úthlutun sjóðsins ár hvert svo og þá um leið að að auka skilning á fjárþörfinni skal fulltrúi frá fjárlaga- nefnd taka sæti í Stjórnarnefnd hverju sinni, er um málefni Framkvæmda- sjóðs fatlaðra er fjallað. Hlutverk Framkvæmdasjóðs er útvíkkað verulega (og því meiri fjárþörf að sjálfsögðu). Allt að 10% er heimilt að verja til lagfæringa á aðgengi opinberra bygginga með skilyrðum. Allt að 25% sjóðsins er heimilt að verja til viðhaldsfram- kvæmda. Þá er unnt að veita styrk til greiðslu 10% framlags að hluta eða öllu leyti til framkvæmdaaðila félagslegra íbúða fatlaðra. Allt þetta og miklu fleira en hér er talið eru breytingar og endurbætur, sem reynslan ein mun skera úr um hversu til tekst um í allri framkvæmd. Margt mætti segja um afgreiðslu Alþingis á málinu, en eins og mál stóðu þótti t.d. formanni ÖBÍ rétt að láta málið ganga fram með brey tingum þingsins fremur en að stofna afgreiðslu þess í óvissu. Með ólíkindum hreinum var sú tilhneiging margra innan þings sem utan að víkjahagsmunasamtökun- um sem víðast til hliðar. Þar heyrðust óspartþærraddirað hagsmunasamtök- in ættu einungis að vera áhorfendur og óvirkir um leið í ákvarðanatöku allri. Minna vægi í svæðisráðum endur- speglar þessa tilhneigingu mætavel. Hins vegar er það enn sem fyrr skoðun undirritaðs að með virkri aðild og öflugri ábyrgð hagsmunasamtaka fatlaðra sé bezt tryggður framgangur þeirra mála fatlaðra sem mestu skipta. Það er einlæg von allra sem áhuga hafa á þessum málaflokki að hin nýju lög megi til farsældar verða og framgangs þeirra baráttumála sem ævinlega hljóta að vera efst á baugi hjáfötluðum og hagsmunasamtökum þeirra. Þar reynir á hug og vilja stjómvalda að hrinda í framkvæmd helztu ákvæðum laganna. H.S. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.