Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1993, Page 2

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1993, Page 2
fréttabréf ÖRYRKJABANDALAGS ÍSLANDS 4. TÖLUBLAÐ 6. ÁRGANGUR 1993 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Helgi Seljan Setning, umbrot og útlit: Guðmundur Einarsson. Prentun: Steindórsprent/ Gutenberg h.f. Ljósmynd á forsíðu: Sigurður Jónsson. Litia Brekka í jólabúningi. Frá ritstjóra Með þessu tölublaði Fréttabréfsins fyllir það sjötta árið og þetta því tuttugasta og fjórða blaðið sem birtist ykkur nú. Fréttabréfið hefur á margan veg vaxið og dafnað og fullvissa mín sú að fróðleik margan og mætan megi finna á síðum þess og fjölbreytnin er vissulega allnokkur. Fréttabréfið fer víða eða til um 14.300 félaga í aðildarfélögum bandalagsins svo og á ærið marga staði, þ'ar sem það á erindi og margra leið liggur um. Átakalaus er útgáfan ekki, en ánægjulegt liðsinni svo ótalmargra er mér þó efst í huga nú. Með nokkru stolti er m.a. nú vakin athygli á því, að hin afbragðsgóðu framlög Nínu Bjarkar Ámadóttur og Guðjóns Sveinssonar eru gerð sérstaklega fyrir þetta jólablað. Um það má alltaf deila hverjar skulu aðaláherzlur slíks málgagns og hversu með skuli farið. Y fir árgangana litið er þó ljóst að þar má lesa sér til um það sem efst hefur verið á baugi í baráttu bandalagsins sem og aðildarfélaganna og þar með má fá nokkra heildarsýn yfir málaflokkinn og þróun hans, ávinninga sem andróður. Hitt skal svo fúslega játað að fjarri fer því að öllu hafi verið gerð þau verðugu skil, sem varðveita mætti til framtíðar. Framundan erheilög hátíðjólanna semævinlegaber okkurbirtu og hlýju, ekki sízt hið innra. Þegar skemmstur er dagur og skuggarnir ógna skín hún okkur í sínum lýsandi ljóma með auðskilinn og einlægan boðskap um frið á jörðu og fegurð kærleikans. Framundan er svo nýtt ár, nýrra verkefna og væntinga, með vonbirtu vökullar baráttu í öndvegi æðst. Megi hátíð jóla færa okkur frið sinn og helgi í hjarta og árið nýja verða giftugjafi íslenzkri þjóð. Helgi Seljan. EFNISYFIRLIT Frá ritstjóra................................2 Réttlátt þjóðfélag...........................3 Hið gullna geislatraf........................3 Frá aðalfundi ÖBÍ............................4 Námssjóður Sigríðar Jónsdóttur...............7 Hvíti stafurinn..............................8 Dagur hvíta stafsins........................ 10 Opið hús hjá MS-félaginu ................... 10 Um útvarpsþáttinn „Eyjapistil“............. 11 Stjórn ÖBÍ.................................. 14 Dagur heyrnarlausra......................... 15 Ávarp Hauks................................. 15 Hætta!..................................... 16 Hús sem tekur þér opnum örmum.............. 17 Ávarp Ásgerðar.............................. 18 Kafli úr hátíðarræðu....................... 18 10 ára afrnæli LSH......................... 19 Að synda og sökkva ekki.....................20 Hlerað í hornurn......... 21, 29, 30, 33, 35, 44 Náms- og kynnisferð.........................22 Fréttatilkynning frá Styrktarfélagi vang....24 Alnæmissamtökin.............................25 Gagnkvæmt samstarf.......................26 Bókarfregn............................. 27 Skýrsla Starfsþjálfunar fatlaðra.........28 Úthlutun Framkvæmdasjóðs fatlaðra.......29 Til umhugsunar...........................30 Ráðstefna á vegum FEPEDA ................31 Af umsvifum Hússjóðs.....................34 Skýrsla Hússjóðs.........................35 Að lifa með sjúkdóminn M.G...............36 Frekari fróðleikur um M.G. sjúkdóminn...37 Kveðja til ÖBÍ...........................37 Endurminningar frá formannstíð í ÖBI....38 Barnið í jötunni.........................40 Flótti stóra, stóra geitapabba...........42 Fylgir hugur máli?.......................45 Þjálfun ungra barna......................46 Áhrif psoriasis á hegðun og lífsstíl.....47 Parkinsonsamtökin á Islandi 10 ára.......48 Börn byggja..............................49 Úr vísnabanka Böðvars....................49 í brennidepli............................50 Frá Tölvumiðstöð fatlaðra................52

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.