Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1993, Síða 3

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1993, Síða 3
Ólöf Ríkarðsdóttir form ÖBÍ RÉTTLÁTT ÞJÓÐFÉLAG Hinn árlegi aðalfundur Öryrkja- bandalags íslands var haldinn í októbermánuði sl. Þá fengu tvö ný félög aðild að bandalaginu, Alnæmis- samtökin og M.G.-félag íslands. Stjórn Öryrkjabandalagsins býður þau hjartanlega velkomin til sam- starfs. ■ ■ Oryrkjabandalag Islands var stofnað árið 1961 og stóðu sex félög að stofnun þess. Þau voru eftir- talin: Blindrafélagið, Blindravina- félag íslands, Samband íslenzkra berklasjúklinga, Sjálfsbjörg lands- samband fatlaðra, Styrktarfélag lam- aðra og fatlaðra og Styrktarfélag van- gefinna. Síðan hefur hvert öryrkjafélagið af öðru bæst í hópinn og eru þau nú orðin tuttugu og eitt talsins. Þarna býr sterkt afl þ ví óhætt mun að fullyrða að þessi félög séu málsvar- ar flestra hópa fatlaðra í landinu. Öryrkjabandalagið og einstök aðildarfélög þess hafa á umliðnum áratugum háð langa og strangabaráttu fyrir réttindum fatlaðra. Oft hefur verið ástæðatil að gleðjast yfir unnum sigrum og óhugsandi þætti okkur nú að þurfa að búa við þau kjör, sem áður voru hlutskipti öryrkja. En velferðin sem ríkt hefur á íslandi um alllangt skeið og hefur að vissu leyti náð til allra er nú á undanhaldi. Við getum til dæmis ekki lengur státað af heilbrigðiskerfinu okkar se m hefur verið til fy rirmy ndar. Bótaþegar almannatrygginga hafa þó löngum barist í bökkum en nú hefur keyrt um þverbak. Jafnt og þétt hefur verið þrengt að kjörum öryrkja og annarraláglaunahópa. Forsvarsmenn þjóðarinnar hafa ekki vflað fyrir sér að leita sparnaðarleiða og skera niður á þessum vettvangi þar sem af engu er að taka. Þeim þykir það til dæmis mikil ofrausn að veita orlofsuppbót þeim „sem alltaf eru í fríi“. Hvaða erindi á þessi hópur svo sem út í náttúruna? Nú er svo komið að fátækt er aftur orðin staðreynd á íslandi. En þarf nokkur að búa við fátækt hér á landi? Við sem erum í hópi ríkustu þjóða heims. Nei. Það er annað sem veldur. Misskipting fjárins. Einn er til dæmis sá hópur I slend- inga sem hefur hærri mánaðarlaun en láglaunafólk fær í árslaun. Aðaláhyggjuefni þessara manna er það hvernig ráðstafa skuli fénu á sem arðbærastan hátt fyrir þá sjálfa. Aðaláhyggjuefni láglaunafólksins er hins vegar hvernig ráðstafa skuli fimmtíu þúsundunum sem eru íþeirra launaumslagi svo lágmarksþörfum sé fullnægt. Getur nokkur maður glaðst yfir milljóninni sem hann fær á mánuði þegar hann veit að nágranninn þarf að draga fram lífið af fimmtíu þús- undum. Það getur enginn sem hefur réttlætið að leiðarljósi. Misskipting fjárins er meinsemdin. Það er nóg til fyrir alla. Fáar þjóðir, eða jafnvel engin menningarþjóð íheiminum hefur aðra eins möguleika og við Islend- ingar til þess að hafa yfirsýn yfir kjör allra þegna sinna. Við getum fylgst með afkomu þeirra, heilsufari, mennt- un, húsnæðisþörf og atvinnumögu- leikum og við getum ráðið stefnunni. Þjóðerniskennd okkar sem eyja- skeggja er sterk. I rauninni erum við ein, stór fjölskylda. Það er hlutverk Öryrkjabandalagsins að stuðla að því að fjölskyldan sé samhent og beri byrðamar hver eftir sinni getu, því að öll viljum við vera virkir þátttakendur í samfélaginu. Það er leiðin að réttlátu samfélagi. í þeirri von að sú leið verði valin sendirÖryrkjabandalag Islandsöllum lesendum Fréttabréfsins beztu óskir um gleðileg jól og farsæld á nýju ári. Ólöf Ríkarðsdóttir. Hið gullna geislatraf Ég bljúgur kraup í skini kertaljósa og kvöldbæn mín frá hjarta steig. Á litlum rúðum myndir frostsins rósa og rökkrið bak við Ijósin hneig. í ungum huga óþreyja og gleði í eftirvæntingu ég bað. Og heiður boðskapurinn birtu léði sem bar mig lágri jötu að. Þó árafjöldi liðinn síðan sé þá síung minning bindur gullið traf, sem merlar stöðugt, veitir stormahlé og stráir geislum út á tímans haf. H.S. n FRÉTTABRÉF ÖRYRKJ AB ANDALAGSINS

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.