Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1993, Side 4

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1993, Side 4
FRÁ AÐALFUNDI ÖRYRKJABAND ALAGSIN S Aðalfundur Öryrkjabandalags íslands var haldinn laugardaginn 16. okt. sl. að Holiday Inn hótelinu í Reykjavík. Hann sóttu um 70 fulltrúar og gestir. Fundurinn hófst rúmlega 9 árdegis með setningarávarpi formanns, Amþórs Helgasonar, sem bauð fulltrúa og gesti hjartanlega velkomna til aðalfundarins. Fyrst fór fram val fundarstjóra og fundarritara. Fundarstjórar voru þeir Þórir Þorvarðarson og Sigurður Helgason og fundarritarar þau Kristín Jónsdóttir og Helgi Hróðmarsson. Fyrst voru teknar fyrir aðildar- umsóknir Alnæmissamtakanna og M.G.-félags Islands. Stjórn hafði ein- dregið mælt með aðild beggja félag- anna og var hún einróma samþykkt og með lófataki. Þær Olöf S. Eysteins- dóttirform. M.G.-félagsins og Hólm- fríður Gísladóttir varaform. Alnæmis- samtakanna fluttu stutt ávörp og fögnuðu aðild að bandalaginu og töldu ótvírætt að hún yrði félögum þeirra mjög til góðs og vonandi yrði það gagnkvæmt. á flutti formaður bandalagsins, Arnþór Helgason, skýrslu stjóm- ar og hóf mál sitt á því að bjóða hin nýju félög hjartanlega velkomin. Skýrsla formanns var sem jafnan áður hin ítarlegasta og þar kom hann inn á fjölmörg atriði sem hér verða að nokkru tíunduð, en eðlilega hefur áður verið frá ýmsu greint í Fréttabréfinu. I inngangi skýrslunnar kom hann inn á málefni fatlaðra í samfélagslegu og alþjóðlegu samhengi, hversu hreyfing fatlaðra sem áður hafði verið í mikilli sókn hefði nú um tíma verið í stöðugri varnarbaráttu. Gat einnig um að kreppt hefði að fjárhag banda- lagsins sjálfs, annars vegar vegna minni tekna frá Islenzkri getspá og hins vegar vegna hremminga banda- lagsins út af afskiptum þess af atvinnu- málum. Hann gat þess að fram- kvæmdaráð bandalagsins hefði haldið 21 fund á starfsárinu, afgreitt ýmis mál og vísað hinum meiri málum til stjórnar bandalagsins. Atvinnumál reifaði hann þessu næst. Vaxandi atvinnuleysi, erfið fjár- hagsstaða Glits h.f. og verkefnaskortur vinnustofa bandalagsins hefðu þar sett á svip. Sérstök stjórn vinnustofa ÖBI. var skipuð í febrúarbyrjun og í henni eru: Jón Þór Jóhannsson formaður, Magnús Pálsson ritari og Arnþór Helgason meðstjórnandi. Þá var og ráðinn nýr framkvæmda- stjóri, Þorsteinn Jóhannsson, að vinnustöðum bandalagsins og varð hann um leið framkvæmdastjóri Glits h.f. Fór svo yfir Glitmálið, ákvörðun- ina frá í maí um rekstrarlok og uppsögn starfsfólks frá og með I. júní sl. Sömuleiðis gat hann um sölu tækja og vörubirgða svo og var hlutafélagið selt og Glit h.f. því farið með öllu úr höndum Öryrkjabandalagsins. ÖBI. erfir nokkrar fjárhagsskuldbindingar eftir Glit og hefur auk þess tapað allverulegu fé á aðild sinni að fyrir- tækinu. Hann kvað lítt þýða að harma hið liðna heldur leita nýrra sóknarfæra í ljósi reynslunnar. Formaður gat því næst um sam- stöðuhátíðir, en á liðnu ári var samstöðuhátíð haldin á Egilsstöðum 11. des. að viðstöddum nokkrum hópi fólks víðsvegar að af Austurlandi. Formaður sótti hátíðina heim. Hann vék því næst að samskiptum við fjölmiðla sem yfirleitt hafa verið góð, þó oft hafi illa gengið að koma fréttatilky nningum á framfæri og sýndi það greinilega vanmat fjölmiðla á afli því sem í samtökum fatlaðra býr. Fatlaðra því miður tæpast getið í fjölmiðlum nema eitthvað sérstakt bjáti á eða þeir geri eitthvað á annarra hlut. Minnti á ráðstefnuna um fatlaða og fjölmiðla sem Þroskahjálp og Öryrkjabandalagið gengust fyrir á sínum tíma, en í framhaldinu hefði farið fram umræða um sérstaka útgáfu Morgunblaðsins á léttlesnu máli, svo og væri fyrirhugað að það kæmi út í tölvutæku formi fyrir blinda og sjónskerta. Án efa hefur það farið framhjá fólki að textavarpið, hinn nýi fjöl- miðill, nýtist í engu nokkrum hluta þjóðarinnar þ.e. hinum sjónskertu. Vék svo að hinu algera virðingar- leysi í garð fatlaðra, þegar áramóta- ávarp forseta Islands var meðhöndlað svo sem hér hefur áður verið greint glögglega frá. Þá gat hann um við- skiptin við Ríkisútvarpið sem hefðu skilað lengri táknmálsfréttum, en nú raunar á enn óhentugri tíma fyrir heyrnarlausa. Formaður vék því næst að samgöngum m.a. í ljósi þess að sveitarfélögin tóku við akstri fatlaðra um síðustu áramót og ýmsir hópar fatlaðra eru háðari almennings- samgöngum en aðrir. Ræddi um ýmsa möguleika til að bæta sem bezt úr samgöngum fyrir fatlaða almennt en þar gegndi ferðaþjónusta fatlaðra lykilhlutverki. Minnti á að Islendingar njóta ekki ferðaþjónustu fatlaðra á hinum Norðurlöndunum þó hér sé erlendum ferðamönnum sinnt jafnt sem íslendingum. Hann gat þess að ÖBÍ. hefði gert athugasemd við það að hreyfihamlaðir farþegar eru látnir greiða 20% hærra gjald, ef um sérútbúna leigubíla er að ræða og er málið í höndum Verðlagsstofnunar. Þá greindi formaður ítarlega frá samstarfinu við launþegasamtökin í landinu sem hefði verið gott. Greindi frá viðræðum við forystumenn laun- þegasamtaka m.a. varðandi fyrir- komulag eingreiðslna. Hann minnti og á nauðsyn ákveð- innar samræmingar á launakjörum á vernduðum vinnustöðum, þar sem Öryrkjabandalagið þyrfti að móta tillögur um ákveðna stefnu. Þá vék hann að N ámssjóði S igríðar Jónsdóttur, en frá honum er greint hér í Fréttabréfinu. Formaður vék því næst að sam- skiptum við stjórnvöld, en þau hafa eðlilega mest verið við heil- brigðis- og tryggingaráðuneytið, sumt hefur til árangurs orðið, annað ekki.

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.