Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1993, Side 5

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1993, Side 5
Flest af því hefur verið rækilega tíundað hér á síðum blaðsins, en geta má þess að núv. heilbrigðis- og tryggingaráðherra hafa nýlega verið afhentir minnispunktar um helztu áherzluatriði bandalagsins nú á haust- dögum m.a. um fjárlagagerð. Formaður greindi og frá fundum með félagsmálaráðherra urn málefni Framkvæmdasjóðs fatlaðra og menntamálaráðherra um fy rirhugaðan flutning Blindrabókasafns Islands. Hann gat þessu næst um nokkrar heim- sóknir erlendra gesta á starfsárinu. Nefndi heimsókn fulltrúa samtaka fatlaðra frá Boston á síðasta hausti, heimsókn félagsmálaráðherra Lett- lands á liðnum vetri, heimsókn fulltrúa Evrópuráðsins í júní síðastliðnum og síðast en ekki sízt sendinefndar frá Kvenfélagasambandi Kína í september sl. Sömuleiðis komu fulltrúar ýmissa sænskra samtaka hingað í tengslum við fyrirhugaða meðferðarstofnun fyriráfengissjúklinga í Svíþjóð. Hann kvaðþessarheimsóknirallarhafaverið ánægjulegar og gagnlegar. Þær víkkuðu mönnum sýn til viðfangsefna hvers annars. Lokakafli skýrslunnar var um mál á erlendum vettvangi. Formaður minnti fyrst á alþjóðlegu ráðstefnuna sem haldin skal á næsta ári hér á landi í samvinnu við Þroska- hjálp og hér hefur áður verið sagt frá. Greindi síðan frá þeim fundum sem fulltrúar bandalagsins hefðu sótt á erlendri grund: Fundur á vegum Evrópudeildar R.I. í Dresden, sem áður hefur ítarlega verið greint frá; tveir fundir á vegum Öryrkjabandalags Norðurlanda, en þar var m.a. fjallað um hið mikla atvinnuleysi meðal fatlaðra, þar sem nú hefur keyrt um þverbak; stjórnarfundur hjá Norræna endurhæfingarsambandinu en fyrir- hugað er að 3-4 fulltrúar bandalagsins sæki norrænt endurhæfingarþing í Kaupmannahöfn í nóvember. Ekki var sendur fulltrúi á ársþing Rehabilita- tion Intemational í sparnaðarskyni og held-ur ekki á ársfund Evrópudeildar sam-takanna í ísrael og var það gert í beinu mótmælaskyni við val fundarstaðar þar sem þar í landi hefur verið skipu-lega að því unnið að gera fjölda fólks örkumla. Að lokum rakti formaður ákvörðun sína frá í vor að gefa ekki kost á sér til endurkjörs og ítrekun þess nú í haust. Hins vegar hefði hann ákveðið fyrir þrem vikum að láta undan þrýstingi um að gefa kost á sér til endurkj örs og legði hann því verk sín sl. ár undir dóm fundarfólks. Þakkaði að síðustu ágætt samstarf og samvinnu innan stjórnar sem og við starfsfólk. Að lokinni skýrslu formanns voru umræður og fyrirspumir sem formaður svaraði greiðlega. Magnús Þorgríms- son k vað brýna nauðsy n bera til nánari tengsla við landsbyggðina. Næsti dagskrárliður var: Skýrsla stj ómar Hússj óðs Öryrkj abanda- lagsins sem formaður hennar Tómas Helgason flutti og birt er hér sérstak- lega í Fréttabréfinu. Þau Asgerður Ingimarsdóttir og Helgi Seljan fluttu svo skýrslu um starf skrifstofunnar og fleira því tengt. Ásgerður greindi m.a. frá hinni margvíslegu fyrirgreiðslu sem fram færi daglega, sagði frá starfi sínu í nefndinni sem undirbýr ár fjölskyld- unnar, og sömuleiðis frá útgáfu bók- arinnar Atlantic Destiny - Iceland, þar sem bandalagið á tvær síður. Hún fór svo nánar yfir húsnæðisvandamál öryrkja almennt og þann mikla biðlista sem væri eftir húsnæði. Hún minnti einnig á lestur Fréttabréfsins í Hljóð- bókagerð Blindrafélagsins sem og kvöldvökumar sem haldnar eru fyrir íbúa Hátúnshúsanna. Þá minnti hún á lögfræðiþjónustu bandalagsins í traustum höndum Jóhanns Péturs, sem mikið væri sótt. Helgi gerði Fréttabréfið að sér- stöku umtalsefni, tengsl við félögin innan bandalagsins svo og stöif þau er hann hefði tekið að sér fyrir bandalagið í Stjómarnefnd um málefni fatlaðra og reglugerðanefnd vegna nýju lag- anna um málefni fatlaðra. Benti og á nauðsyn aðildar samtaka fatlaðra að tryggingaráði. Kvað heimilisandann á skrifstofunni til hreinnar fyrir- myndar. Tómas Helgason og formaður lýstu báðir yfir ánægju með Frétta- bréfið og færðu þeim Ásgerði og Helga svo og öllu öðru starfsfólki hlýjar þakkir fyrir gott starf og gjöfult. Það skiptir miklu að skilningur og umgengnishæfileikar sem beztir réðu ríkjum. s.s. væri á skrifstofu ÖBÍ., sagði Tómas Helgason. á flutti formaður vinnustaða- stjórnar Jón Þór Jóhannsson skýrslu vinnustofanna. Jón Þór gerði glögga grein fyrir rekstri Glits h.f. þann tíma sem fyrirtækið var í meiri- hlutaeign Öryrkjabandalagsins. Marg- ir samverkandi þættir hefðu spilað inn í að svo illa fór, miklu verri staða í upphafi en ráð var fyrir gert, rekstur ómarkviss og fjármálastýringu ábóta- vant. Hann greindi svo enn nánar en formaður hafði gert frá aðgerðum öllum til að komast út úr rekstrinum og þar hefði hinn nýi fram- kvæmdastjóri, Þorsteinn Jóhannsson, FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.