Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1993, Qupperneq 8

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1993, Qupperneq 8
Arnþór Helgason fv. form. ÖBÍ.: Hvíti stafurinn — helsta hjálpartæki Alþjóðasamtök blindra mæltust til þess fyrir hálfum öðrum áratug að 15. október yrði haldinn sem dagur hvíta stafsins. Islendingar urðu fyrstir þjóða við þessum tilmælum og hefur dagur hvíta stafsins verið haldinn hér á landi fráþví snemma á síðasta áratug. A þessum degi hefur Blindrafélagið staðið fyrir margs konar kynningu á notkun hvíta stafsins og hagsmunum notenda hans. Góð samvinna hefur tekist við Umferðarráð og fjölmiðla sem hafa fjallað á margvíslegan hátt um þetta notadrýgsta hjálpartæki blinds fólks. Hvíti stafurinn og hœtturnar á gangstéttum Hvíti stafurinn gerir blindum manni kleift að ferðast upp á eigin spýturámilli staða. Stafurinn ereinnig einkennistákn þess sem er sjónskertur. Þegar einstaklingur sést með hvítan staf á gangi vita flestir vegfarendur að þar fer blindur eða sjónskertur maður og hugsast getur að sýna þurfi honum sérstaka tillitssemi. Hvíta stafinn nota flestir til þess að kanna nánasta umhverfi sitt. Menn halda honum skáhallt fyrir framan sig og hreyfa hann háttbundið til hægri og vinstri. Þannig skynja þeir hindranir í nokkurra sentimetra fjarlægð. Oftast dugar þessi aðferð til þess að menn fari sér ekki að voða en stundum geta menn verið svo sjálfsöruggir og talið sig þekkja umhverfið svo vel að þeir gæta sín ekki og ganga hraðar en svo að þeir geti numið staðar, verði hindrun á vegi þeirra. Því hefur margur stafkarlinn eða stafkerlingin hrotið ofan í óvænta skurði eða dottið um hluti sem er stillt á miðja gangstéttina. Reyndar eru gangstéttir í Reykjavík þannig úr garði gerðar að menn verða sífellt að vera á varðbergi til þess að slasa sig ekki. Hellur eru mislagðar og ýmiss konar gildrur eru lagðar fyrir sjónskerta vegfarendur sem kjósa að nota gangstéttirnar. Höfundur með hvíta stafinn. r Islendingar hafa lengi stundað þá óhæfu að stilla bifreiðum sínum upp á gangstéttum þótt það sé víðast hvar óheimilt. Þetta skapar stórkostlega hættu fyrir aðvífandi vegfarendur. Margir hrökklast út í iðandi umferðina sem fellur fram eins og straumhart stórfljót og vitað er að slys hafa hlotist af. Gildir þessi hætta jafnt um þá sem eru blindir og aðra sem kjósa að fara ferða sinna gangandi. Þá eru gang- stéttir, einkum í verslunarhverfum, vinsælar fyrir útstillingar verslana og mennsetjastundumblómakerámiðja gangstétt til þess að skreyta nánasta umhverfi fyrirtækja sinna. Margur maðurinn hefur hruflað á sér sköfl- unginn eftir viðureign við slíka aðskotahluti eða fengið högg í andlitið að ástæðulausu. Þá hefur og margur maðurinn kengbey gt h víta stafinn eftir að hafa rekið hann undir stuðara bifreiðar sem hefur verið komið fyrir á miðri gangstétt eða jafnvel eyðilagt föt sín. Yfirvöld í Reykjavík og lögreglan hafa verið allt of eftirlát þeim sem nenna ekki að ganga nokkur spor heldur troða bifreiðum sínum hér og þar um gangstéttir borgarinnar. Þetta blindra gildir einnig um Akureyringa sem eru jafnvel sýnu verri en Reykvíkingar. Blindur maður sem er einn á gangi er í stöðugri spennu og getur sjaldan slakað á þótt hann þekki hvern þumlung þeirrar leiðar sem hann fer, því að ætíð má búast við óvæntum hindrunum. Hvíti stafurinn og viðbrögð vegfarenda Mjög er misjafnt hvemig vegfar- endur bregðast við þegar þeir hitta fyrir mann með hvítan staf. I mörgum stórborgum erlendis er samstundis boðin fram aðstoð. Islendingar eru hins vegar fremur afskiptalitlir. Sjái þeir að menn séu að rata í ógöngur grípa þeir til sinna ráða og beina þeim á rétta braut. Þá er algengt að menn heilsi blindu fólki og dáist að dugnaði þess að ferðast eitt um með þessum hætti. Vitanlega er slíkt hrós uppörvandi og hinir blindu svara því oftast að þetta venjist eins og hvað annað. Sá er ritar þetta greinarkom lærði að nota hvíta stafinn árið 1978. Fyrst var hann reyndar kynntur fyrir mér árið 1966, en þá um vorið hafði Einar Halldórsson, blindrakennari, farið til Stokkhólms þar sem hann sótti stutt námskeið í kennslu blindra í notkun hvíta stafsins. Þegar þetta gerðist var ég á unglingsaldri úti í Vestmanna- eyjum og fékk mig með engu móti til þess að nota þetta nauðsy nlega hjálpar- tæki. Sjálfsagt hefur mér fundist ég verða meira áberandi en gott væri, en það er algengur misski lningur fatlaðra að þeir geti dulið fötlun sína með einumeðaöðrumhætti. Arið 1978 var hins vegar svo komið að blindan var orðin mér slíkur fjötur um fót að geðheilsunni var hætta búin. Mér var því komið til Bretlands, til borgarinnar Torquay, þar sem er þjálfunarstöð blindra. Þar komst ég í sátt við þetta und- ursamlega hjálpartæki, hvíta stafinn.

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.