Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1993, Síða 9

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1993, Síða 9
Þegar heim komblasti við sú staðreynd að kenna þurfti mér ýmsar leiðir. Ég hafði sérstaklega verið varaður við að ættingjar vildu oft halda hlffiskildi yfir blindum ætt- ingjum sínum og það gæti leitt til gagnkvæmrarkúg- unar. Ég var hins vegar svo heppinn að móðir mín var reiðubúinað kenna mér þær leiðir sem ég þurfti að fara. Þannig lærði ég að ferðast gangandi og með strætis- vagni um nokkurt svæði á Seltjarn- arnesi og í Reykj avík, gekk t.d. vestan af Nesi austur í Háskólaíslands meðan ég stundaði þar nám. Þótt ferðalagið gengi fremur hægt veitti það mér sér- staka unun að ganga um óháður öðrum og hitta fólk á fömum vegi án þess að vera í fylgd annarra. Þetta veitti mér aukið traust á sjálfum mér og öðrum Islendingum. Það kom nokkrum sinnum fyrir á þessum árum og gerist reyndar enn að ég villist rækilega. Þá kom það greinilega í ljós hvað það skiptir miklu máli að vegfarendur segi skýrt og greinilega til vegar. Ég minnist þess er ég var eitt sinn á ferð upp í Hlíðar. Af einhverjum ástæðum fór ég of langt með strætisvagninum og fór villur vegar. Ég spurði nokkra vegfarendur til vegar og svörin voru með þeim hætti að ég hélt áfram að villast. Að lokum hitti ég mann, Guðmund Þórð- arson að nafni. Hans leiðbeiningar voru eftirfarandi: Þú ert staddur á Lönguhlíð. Þú beygir næst til vinstri og gengur meðfram Miklubrautinni. Þú ferð framhjá strætisvagnaskýli og þú hlýtur að hey ra hvar það er. Gakktu síðan yfir við næstu gatnamót og þá eru gönguljósin skammt undan. Ferðir með strætisvögnum Reykja- víkur geta verið býsna skemmti- legar. Oft verða fróðlegar samræður í vagninum og gott er að láta þreytu vinnudagsins líða úr sér undir öruggri stjórn bílstjórans. Það hefur nokkrum sinnum hent mig að sofna á leiðinni ofan úr Hlíðum vestur á Seltjamarnes. Eitt sinn blundaði ég dálitla stund og þegar ég vaknaði vissi ég auðvitað ekki hvar ég var því að ég hafði bæði tapað áttum og sá hvort eð var ekki glóru. Ég sneri mér því að konu nokk- urri sem sat við hlið mér og spurði h var við værum. Konan átti greinilega ekki von á svo fávíslegri spurningu og svaraði felmtri slegin: “Guð, við erum á Öldugötunni”. Ein skemmtilegasta villan á leið minni um borgina með h víta staf- inn stafaði af því að nýkjörinn forseti vor Islendinga, frú Vigdís Finn- bogadóttir, hafði greint frá því kvöldið áður að sér hefðu borist svo margar vísur að hún gæti gefið út vísnabók Vigdísar. Hégómaskapur minn ásamt ódulinni aðdáun á forseta vorum varð þá til þess að ég tók að yrkja í strætis- vagninum og fór of langt. Hlaust af því góð gönguferð í indælu veðri en vísan er svona: Landsmóðir, lifðu heil. Vel þérfarnist áforseta stóli. Blómgist þinn hagur að Bessastöðum. Þjóðin mun standa þér að baki. Börn sýna hvíta stafnum mikinn áhuga. Eitt sinn spurði mig lítil stúlka hvort ég væri alltaf með þennan staf. Ég svaraði því að svo væri býsna oft. Þá spurði hún af mik- illi einlægni hvort ég tæki hann með mér í rúmið. Einn vorbjartan dag árið 1980 átti ég eitthvert erindi út í Amagarð. Veðrið var svo gott að ég ákvað að ganga heim. Á mótum Fornhaga og Ægisíðu hitti ég ungan pilt sem heilsaði mér og sagðist heita Fjölnir Björgvinsson. Hann sagðist vera 6 ára og bauð mér aðstoð sína. Ég sagðist vera á leið langt vestur og þyrfti ekki aðstoð. “í gær,” sagði pilturinn þá, “hjálpaði ég gamalli konu yfir götu. Svona er ég góður.” Þessi einlægni líður mér aldrei úr minni. ViðFjöInir urðum síðan samferðaeftir Ægisíðunni. Við Faxaskjólið skildi með okkur og hvor hélt sína leið. Við höfum ekki hittst síðan en hugarþel þessa drengs er mér jafnan hugþekkt. Þoka blinda mannsins Veturinn er notendum hvíta stafsins oft erfiður. Þá breytast öll kennileiti, enda hefur snjórinn verið nefndur “þoka blinda mannsins “. B lint fólk finnur þá mjög til ófrelsis og hlakkar til vorsins. Blint fólk fylgist með sólbráð og heyrir snjóinn bráðna. Menn telja dagana þangað til snjóinn leysir og gangstéttir verða að nýju færar. Að vísu geta ýmsir ferðast um þau hverfi sem þeir þekkja vel. Fara þeir þá eftir þeim hljóðum sem að eyrum þeirra berast, en í kyrru veðri getur blindur maður heyrt end- urkast eða bergmál frá húsum, grind- verkum, kyrrstæðum bifreiðum og jafnvel ljósastaurum. Þessi heyrn krefst hins vegar mikillar þjálfunar. En með hvíta stafnum og eyrunum getur blint fólk oft áttað sig furðu vel á umhverfi sínu. Á vegum Reykjavíkurborgar hafa að undanfömu verið settir upp götu- vitar með hljóðmerkjum við gang- FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.