Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1993, Side 11

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1993, Side 11
Gísli Helgason forstöðum.: Um útvarpsþáttinn „ egar eldgosið í Heimaey hófst fyrir tveimur áratugum, þann 23. janúar 1973, urðu ýmsir atburðir til þess að móta líf mitt um ófyrirsjáanlega framtíð. Mér ásamt Arnþóri bróður mínum var kastað út í fjölmiðlaheiminn eins og nú skal sagt frá: Stefán Jónsson fyrrverandi frétta- maður var mikill vinur föður okkar og við Amþór höfðum kynnst honum mjög vel. Stefán var dagskrárfulltrúi hjá útvarpinu og kom með þá hugmynd að hafa sérstakan þátt í útvarpinu, þar sem birtar væru upplýsingar, fréttir og tilkynningar til Eyjamanna og að þeir gætu náð saman í gegnum þennan þátt. Ég tók eftir að í annarri viku goss var farið að auglýsa þáttinn Eyjapistil skömmu eftir veðurfréttir kl. 22.15 á hverju kvöldi, en alltaf féll þátturinn niður. Svo var það þriðjudaginn 6. febrúar í matartímanum að síminn hringir sem oftar og ég svaraði. Þar var þá Magnús H. Magnússon þáverandi bæjarstjóri í Vestmannaeyjum og heilsaði mér hógværlega og spyr: „Viljið þið bræður koma fram í Eyjapistli með eitthvað efni?“ Ég varð harla glaður við, tók vel í málið og sagði jafnframt að ég ætti í fórum mínum heilmikið af upptökum, sem frjálst væri að nota. Magnús þakkaði kærlega fyrir og við kvöddumst. Rétt tæpum klukkutíma síðar hringir síminn aftur og enn varð ég fyrir svörum. Þar var þá Stefán Jónsson. Hann vindur sér beint að efninu og spyr: „Hefur Magnús bæjarstjóri haft samband við ykkur?“ Ég játti því og Stefán hélt áfram: „Og hvað sagði hann?“ Ég sagði Stefáni það og þá varð ógnvænleg þögn í símanum. Þá segir Stefán: „Jæja, Magnús er svolítið ruglaður þessa dagana eins og raunar allir þið Vestmannaeyingar, en frá og með morgundeginum eigið þið bræður að sjá um fimmtán mínútna langan þátt í útvarpinu á hverjum einasta degi, sem heitir Eyjapistill. Ekki grípa framí, Gísli Helgason. það er búið að ákveða þetta og það er ekkert undanfæri, þetta verður enginn vandi, þið fáið þá hjálp sem þið þurfið. Þið skiptið þáttunum í nokkur efnisatriði, kveðjur, tilkynningar, fréttir og spjall og þetta verða „sirka“ tveir tímar á dag, sem fara í þetta hjá ykkur“. Ég hrópa í símann: „Þú lýgur þessu Stefán“. Hann svaraði: „Þetta er ákveðið mál og þið mætið niður á Skúlagötu á sjöttu hæð klukkan eitt á morgun, sjáumst“, og svo skall símtólið á. r Eg henti símanum frá mér og hróp- aði yfir Arnþór og mömmu hvað hefði gerst. Arnþór varð alveg brjál- aður eins og ég og við jusum úr okkur í smátíma og móðir okkar tók þátt í þessari örvæntingu, en svo fórum við að hugsa málið. Ég trúði þessu ekki og þegar ég fór með vini mínum, sem var ein mín mesta hjálparhella upp í Mosfellssveit að koma dóti fyrir í geymslu, sagði ég það sem hvern ann- an brandara að nú ætti ég frá og með morgundeginum að verða útvarps- maður. Félagi minn hló sig máttlausan og við skemmtum okkur konunglega. Vinna hófst svo við Eyjapistilinn dag- inn eftir þann 7. febrúar og við Arnþór urðum líklega landsfrægir á einni nóttu. Hér er rétt að gera smá útúrdúr og koma með haldbæra skýringu á því af hverju við Arnþór vorum látnirtaka þetta að okkur. Eftir því, sem Stefán sagði mér, fór hann ásamt þáverandi Eyjapistil“ útvarpsráðsmanni, Stefáni Karlssyni, á fund bæjarstjórnar Vestmannaeyja til þess að ræða hvemig útvarpið gæti komið til móts við Eyjamenn. Þá kviknaði hugmyndin að Eyjapistl- unum, en það fannst enginn til þess að hafa umsjón með þeim. Stefán sagði það skipta öllu máli að fá einhverja, sem allir Eyjamenn könnuðust vel við og gætu haft samband við og nefndi okkur bræður. Eitthvað voru sumir bæjarstjórnarmenn í vafa um hvort við værum réttu mennirnir í þetta og töldu hæpið að við myndum taka þetta að okkur. Stefán sagðist ábyrgjast að við skyldum gera þetta og hann gerði það svo að um munaði. Fyrsti þátturinn var svo fluttur þann 7. febrúar. Stefán stjórnaði honum, skýrði tilganginn með þættinum og hverjir myndu standa að honum, en auk okkar hafði Gunnar Sigurmundsson prentari tekið að sér efnisöflun. Amþór sá svo um þáttinn þann 8. febrúar, en frá og með föstudeginum 9. kom ég inn í þáttinn, og við lýstum því yfir í galsaskap að loksins hefðu Vestmannaeyingar eignast sitt eigið, frjálsa útvarp. Eyjapistill þótti mikil nýlunda á þeim tíma. Við lögðum mikla áherslu á að hafa yfirbragðið með léttu móti, við spjölluðum beint við hlustendur, lásum tilkynningar og spjölluðum um það sem var á seyði. Þá áttum við stundum til að útvarpa samtölum við hlustendur beint. Við vorum alltaf með segulbandstæki við símann og oft urðu samtölin mjög skemmtileg. Einnig vorum við með mörg viðtöl og reyndum að láta skemmtiefni fljóta með eftir því sem kostur var. Snældutækin voru nýlega komin á markað sem almenningseign. V ið vorum fyrstir að nota slík tæki við öflun viðtala og efnis. Þetta var að mörgu leyti miklu léttara þó að tóngæðin væru ef til vill ekki eins og skyldi. Tækið, sem við notuðum mest er nú komið á Byggðasafnið í Eyjum. Stefán var okkar leiðbeinandi og mikið ósköp var hann góður kennari. Ég man þó eftir að einu sinni fauk FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.