Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1993, Side 12

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1993, Side 12
verulega í mig við hann, en ég gat ekkert sagt, af því að hann hafði rétt fyrir sér. Svoleiðis var að í mínum fyrsta þætti hringdi ég til Hveragerðis í Sigurgeir Jónsson kennara og hann sagði frá skólastarfinu þar og annars staðar austan fjalls, þar sem Vest- mannaeyingar voru saman komnir. Ég var alveg sprengmontinn eftir þetta fyrsta viðtal, taldiþettaíhrifn- ingarvímunni útvarpssímtal aldarinnar. Svo þegar samsetn- ing þáttarins hófst, og þrið- jungur samtals- ins var búinn sagði Stefán stopp. Ég mald- aði í móinn og sagði að það væri heilmikið eftir enn. Stefán sló krepptum hnefaíborðiðog sagði meðþjósti: “Afgangurinner bara kjaftæði, sem skiptirengu máli. Ég var búinn að segja þér að þátturinn á að vera samsettur af mörgum smáum atriðum, annars verður þetta hundleiðinlegt útvarpsefni”. Einn var sá liður, sem var daglegur í Eyjapistli til að byrja með, en það voru bænarorð, sem sóknarprest- arnir, þeirséraÞorsteinn Lúter Jónsson og Karl Sigurbjörnsson fluttu eftir hvem þátt. Bænimar vom flestar lesnai' á segulband, en stundum fluttarbeint. Við gárungarnir hjá útvarpinu kölluðum það handbænir, sem fluttar voru beint, en þær sem voru á segul- bandi vélbænir. Séra Þorsteinn flutti fyrstu bænarorðin og mér er það mjög minnisstætt, þegar séra Karl mætti fyrst niður á Skúlagötu. Þannig var að mikill eri 11 var hj á okkur fyrstu dagana og við vorum í herbergi með Stefáni Jónssyni. Það var einn daginn, sem við allir vorum á bólakafi, Stefán að skipuleggja með okkur og talsvert rennirí af fólki, að inn kemur dökk- hærður, ungur og lágvaxinn maður, mjög feiminn að sjá, og sest út í hom. Þegar hann hafði setið smástund og viðþremenningarbúnir að ljúka okkur af, vindur Stefán sér að manninum og segir snöggt: „Hver ert þú?“ Maðurinn svaraði hikandi: „Ég á að lesa hér“. Stefán svarar: „Já einmitt og hvað?“ Þá stamar maðurinn: „Ég, ég, er sko prestur“. „Já, þú ert prestur“, svaraði Stefán, „og hvað með það“. „Ég er hann séra Karl“. Bænarorð þeirra prestanna gerðu mikið fyrir hlustendur og menn fengu sumir hverjir kökk í hálsinn, þegar klukkur Landakirkju hljómuðu á undan bænarorðunum. Fljótlega tók Eyjapistillinn á sig ákveðið form. Við lásum iðulega margar tilkynningar um týnda muni og auglýsingar okkar eftir svörtum plastpokum urðu fleygar um land allt. Sumir spurðu af hverju Vestmanna- eyingar hefðu notað svarta plastpoka, ekki venjulegar töskur eða umbúðir. Mér eru margar tilkynningarnar í fersku minni. Einn auglýsti eftir svörtum plastpoka en þar voru í norsk biblía, sultukrukkur, rúmföt, lampi og hnífapör. Þá auglýsti ein kona eftir dýrindis postulínslampa, sem hafði farið með tilteknum báti á sínum tíma til Þorlákshafnar. Skipstjórinn áþeim báti hringdi miður sín í okkur og sagð- ist hafa sett lampann fram undir hval- bak og reynt að hlífa honum eftir föngum, en því miður hefði hann mölbrotnað og hann gæti skilað brot- unum, fremur en engu. Eftir að Eyjapistill hófst, aug- lýstum við ávallt heimasímann okkar, 12943. Segj a má að síminn hafi gengið látlaust allan sólarhringinn fyrstu mánuðina. Menn skeyttu ekkert um hvort þeir hringdu að nóttu eða degi. Kona ein að austan hringdi einu sinni í Arnþór um hálfsexleytið að morgni og bað hann að koma því áleiðis að sjónvarpið sæist illa þar á bæjum, hún hafði reynt að hringja þangað, en ekki svarað. Ég tók það ráð að hafa símann við rúmið og kveikt á út- varpinu, ef eitt- hvað kæmi upp á. Menn hringdu til að lýsa ósköpunum, enaðrirþurftubara einhvern til að tala við. Ég man eftir konu, sem hringdi. Hún var uppi á landi í lítilli íbúð með mörg böm sín. Maðurinn hennar var úti í Eyjum og húsið þeirra var að fara undir hraun. Hún hágrét í sím- ann og þrábað mig um að leggja það til að allar þessar Eyjakerlingar, sem væru uppi á landi yrðu skornar á háls, þetta þjónaði hvort sem er engum tilgangi. Ég man eftir hvað allir lögðust á eitt við að hjálpa okkur Vestmannaeyingum. Þar áttu allir góðan hlut að málum, bæði einstaklingar, fyrirtæki, félög og heilu þjóðirnar. Stundum urðu ýmsar uppákomur, bæði óviljandi og viljandi, eins og t.d. þegar við Arnþór fórum ásamt Magnúsi bæjarstjóra og konu hans að skoða sumardvalarstaði barna frá Vestmannaeyjum í Noregi, en þar dvöldu þau í boði norska Rauða- krossins og Norsk islandsk samband. í fyrrgreindri Noregsferð vorum við Arnþór eins og óbreyttir fréttamenn. Samt báru N orðmenn okkur á höndum sér, en þó kom dulítið atvik fyrir, sem eftir á er spaugilegt, en var ekkert fyndið á meðan á því stóð. Magnúsi og Mörtu ásamt fleirum var boðið í veislu í móttökuhúsi borgarstjórnar- innar í Osló á Holmenkollen. Við Arnþór flutum með. Þegar allir hafa

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.