Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1993, Page 14

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1993, Page 14
Eyþór hvort við mættum ekki taka símaviðtal við hann og féllst hann á það. í samtalinu spurðum við um ballið og hvort allar veitingar yrðu þar. Eyþór sagði það ekki vera, en það gerði ekkert til þótt menn tækju smá brjóstbirtu með sér og það yrði engin athugasemd gerð þótt annar brjóst- vasinn bungaði svolítið út. Þetta fór að vonum mjög fyrir brjóstið á yfir- stj óm útvarps. Við vorum þekktir fyrir að láta flest vaða og tókum ekkert eða lítið tillit til þeirra reglna, sem giltu hjá útvarpinu um orðsins list, enda álitum við Eyjapistil útvarp Vest- mannaeyinga. Þannig rak Sigmund bakara í Magnúsarbakaríi í rogastans, þegar hann hringdi í auglýsingadeild útvarpsins og vildi fá birta eftirfarandi auglýsingu: “Frá Magnúsarbakaríi Vestmannaeyjum: Opnumeftirmikla hreinsun á vikri og skít. Magnús- arbakarí”. Auglýsingadeiidin vildi ekki birta þetta orðrétt og Simmi hringdi bálvondur í Arnþór og kvartaði. Að sjálfsögðu birti Arnþór auglýsinguna orðrétta. Fjölmargir voru iðnir að leggja okkur lið og gæti ég minnst margra. Eg minnist einna helst hans Hjörleifs Hallgríms í Bláfelli, sem flutti til Akureyrar. Hann sendi frábærar fréttir þaðan og viðtöl. r Eg gæti haldið áfram að rifja upp minningar frá þessum tímum, en mál er að linni. Eyjapistlarnir voru á dagskrá Ríkisútvarpsins hvern einasta dag frá 6. febrúar 1973 og fram í miðjan júní. Þá fengum við frí á mánudögum. Frá 1. október voru pistlamir fluttir tvisvar í viku og frá því í febrúar 1974 voru þeir einu sinni í viku. Þegar allt fór að komast í eðlilegt horf úti í Eyjum, þótti ekki eins mikil þörf á þáttunum og áður. Reyndar tók gerð þeirra miklu lengri tíma en upphaflega var áætlað. Eg vann við þá í nær fullu starfi, ofan á annað brauð- strit, fór að heiman um hálfátta á morgnana og kom heim undir mið- nætti, auk þess sem ég var margar helgar úti í Eyjum að afla efnis. A tímabili tók Arnþór aðeins minni þátt í þessari vinnu, hann var á fullu í Háskólanum. Síðasti þátturinn var svo fluttur þann 25. mars 1974 og þar með lauk fyrsta landshlutaútvarpi á íslandi. Mér var þungt fyrir brjósti þegar ég stóð upp frá þeim þætti. Það skapaðist mikið tómarúm hjá mér og einhvern veginn fannst mér ákveðið skeið runnið á enda, sem mikil eftirsjá væri að. Líklega hafa þættimir orðið um 260 talsins. Ef þeir hefðu allir varðveist, tæki um 90 klst. að hlusta á þá. Þess má til gamans geta að rúmlega 120 kílómetrar af segulböndum fóru í að gera þættina. Hjá Ríkisútvarpinu hafa varðveist rúmlega 50 þættir. Allir eru þeir nú einnig til í Skjalasafni Vestmannaeyja, ásamt flestum þeim bréfum sem okkur bárust. A meðan á gerð Eyjapistlanna stóð, áttum við ákaflega vinsamleg samskipti við alla þá, sem höfðu samband við okkur og við náðum til. Líklega má áætla að um 750 manns hafi komið fram í þáttunum. Ef til vill munu þeir þættir, sem til eru, einhvem tímann þykja góð heimild um mannlífið á meðan á gosi stóð, og eitt er víst, að með gerð þáttanna og öllu því sem þeim fylgdi dýpkuðu og styrktust þær rætur, sem ég á hér í Vestmannaeyjum. Gísli Helgason. E.s. Grein þessi er útdráttur erindis sem flutt var í safnaðarheimili Landa- kirkju 24. janúar 1993. Stjórn Öryrkj abandalags Islands eftir aðalfund 1993 Formaður: Olöf Ríkarðsdóttir, Sjálfsbjörg, Varaformaður: Haukur Þórðarson, SIBS., Ritari: Þórey J. Ólafsdóttir, LAUF, Gjaldkeri: Hafliði Hjartarson, Styrktarfélag vangefinna, Meðstjórnandi: Hafdís Hannesdóttir, MS-félagið. Aðrir í stjórn: Arnþór Helgason, Blindrafélagið, Björgvin Gíslason, Alnæmissamtökin, Elísabet Á. Möller, Geðverndarfélag íslands, Frosti F. Jóhannsson, Gigtarfélag Islands, Guðbjörg J. Sigurðardóttir, Blindravinafélag Islands, Guðjón Ingvi Stefánsson, Heyrnarhjálp, Haukur Vilhjálmsson, Félag heyrnarlausra, Hrefna Pétursdóttir, Félag nýrnasjúklinga, Hugrún Þórðardóttir, FAAS, Jóna Sveinsdóttir, FOSH, Kristjana Milla Thorsteinsson, Parkisonsamt., Ólafur H. Sigurjónsson, Umsjónarfélag einhverfra, Ólöf S. Eysteinsdóttir, MG. félagið, Sigrún Bára Friðfinnsdóttir, Geðhjálp, Valgerður Auðunsdóttir, SPOEX, Þórir Þorvarðarson, Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra. Fimm þau fyrsttöldu skipa framkvæmdastjórn bandalagsins og þar eru til vara: Ólafur H. Sigurjónsson, Elísabet Á. Möller og Hrefna Pétursdóttir.

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.