Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1993, Page 15

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1993, Page 15
DAGUR HEYRNARLAUSRA að varhátíð íbæ, svo sannarlega, þegar heymarlausir héldu upp á alþjóðlegan dag heyrnarlausra. Þeim dugðu ekki minna en tveir dagar til þess og allt fór hið bezta fram. Félagið er nýkomið í nýtt húsnæði að Laugavegi 26, rúmgott og skemmti- legt og það sýndu félagarnir gestum og gangandi seinni daginn. í tilefni dagsins gáfu þau út afar myndarlegt blað sem dreift var í hvert hús á landi hér, vel unnið, fullt af fróð- leik um félagið og þá aðila sem þeirra málum sinna mest. Vissulega öllum þeim til sóma sem þar unnu að. Laugardagurinn 25. sept. hófst með göngu frá Lækjartorgi að Háskóla- bíó þar sem þjóðsöngurinn var fluttur og íslenzki fáninn dreginn að hún. Þá var opnuð málverkasýning í anddyri Háskólabíós, þar sem myndverk bæði barna og fullorðinna voru sýnd. Þar voru mörg falleg og athyglisverð málverk sem margir hefðu viljað eiga sem stofudjásn. Formaður Félags heymarlausra, Anna Jóna Lámsdóttir, setti daginn og bauð gesti velkomna og hélt síðan ágæta ræðu þar sem komið var inn áþróun mála, ávinninga síðustu ára og helztu drættina í þeirri framtíðarsýn sem helzt mætti heyrnarlausum til heilla verða. á afhenti hún viðurkenningu fimm aðilum fyrir farsælt sam- starf og framlag þeirra til málefna heyrnarlausra en þeir vom: Zonta- klúbbur Reykjavíkur, Landsbankinn, Póstur og sími, Ríkisútvarpið- sjón- varp og íþróttafélag heyrnarlausra. Eftir hádegið sýndu nemendur Heym- leysingjaskólans leikþáttinn Landnám sem verulegt augnayndi var að. Leik- hópur Félags heymarlausra sýndi leik- rit undir stjórn Kolbrúnar Halldórs- dóttur sem byggt var á tveim ólíkum ljóðum sem fléttuðust fallega saman í vandaðri túlkun leikenda, sem hrifu alla í salnum með leikgleði og áhrifa- ríkri framsetningu. Veitingar vom frammi í anddyri í hléum og glöggt að þar var maður manns gaman. Um kvöldið var mikil hátíð í Perlunni, borðhald, skemmtidagskrá og dans þar sem fólk skemmti sér hið bezta fram á rauðanótt. r Asunnudaginn var svo messa í Hallgrímskirkju í tilefni dags heyrnarlausra. Séra Miyako Þórðarson, prestur heymarlausra ann- aðist messugerð, táknmálskórinn söng svo unun var á að horfa og Haukur Vilhjálmsson framkvæmdastjóri Fé- lags heymarlausra flutti ávarp í tilefni dagsins. Altarisganga var svo í lokin. Látlaus og hrífandi athöfnin snart mann einstaklega eins og jafnan og hátíðleikinn og lotningin héldust í hendur. Síðan var öllum boðið til kaffi- drykkju í nýju húsakynnin að Gleðilega hátíð! Um þessa helgi höfum við verið að halda uppá alþjóðlegan dag heyrnarlausra og þetta hefur s vo sann- arlega verið viðburðarík helgi. Öll hátíðahöldin hafa gengið mjög vel. Fyrir 5 árum síðan var dagur heyrnarlausra haldinn hátíðlegur í fyrsta sinn á íslandi og mig langar til að rifja stuttlega upp þróunina í málefnum okkar undanfarin 5 ár. Fyrir 5 árum síðan var aðeins 1 starfsmaður á skrifstofu Félags heyrnarlausra og verkefni félagsins á þessum tíma vom fá og markmiðin stór. En hvers vegna? Það var mjög gild ástæða fyrir því. Við höfðum enga menntaða táknmálstúlka og þar af leiðandi var mjög erfitt fyrir heymarlausa að fá framhaldsmenntun. Síðan þá er mikið vatn runnið til sjávar og mikil þróun orðið í málefnum heyrnarlausra. Laugavegi 26, glæsileg húsakynni, sem eflaust munu nýtast vel í umfangsmiklu og fjölbreyttu starfi félagsins. Er þeim samfagnað innilega með þennan áfanga. Félaginu ber mikið lof fyrir framkvæmd alla á þessum tveim dögum og ekki síður fyrir upplýsingarit sitt sem til fyrirmyndar er og vonandi að víða verði lesið svo vaxa megi hjá almenningi öllum skilningur á málefnum heymarlausra. Eitt fullyrðir undirritaður: Hann naut þessara stunda afar vel sem hann átti með þessu fólki báða dagana, þær auðguðu og veittu enn frekari innsýn og juku samkenndina og þá mun markmiði félagsins vera náð. H.S. Haukur Vilhjálmsson. Við erum orðin meðvitaðri um okkur sjálf og fyrir því að við þurfum að vera sýnileg í samfélaginu. Það hefur okkur tekist að vissu leyti, því undanfarin 5 ár höfum við notið að- stoðar sjálfmenntaðra táknmálstúlka. Nú er auðveldara fyrir heyrn- arlausa að tjá sig um þau vandamál Haukur Vilhjálmsson framkvstj. Félags heyrnarlausra: Avarp í Hallgrímskirkj u FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS m

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.