Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1993, Side 16

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1993, Side 16
sem þarf að leysa í samfélagi heyrn- arlausra og nú geta þeir barist sjálfir fyrir sínum málum. Enn er samt mikill skortur á túlkum og verður þörf þeirra ekki fullnægt fyrr en nám í táknmálstúlkun hefst í Háskóla Islands, vonandi fyrr en seinna. Enn sem komið er eiga heyrnar- lausir á íslandi langt í land og því miður er ástandið hér á landi líkara því sem er í Afríkuríkjum en í hinum þróuðu löndum Vestur-Evrópu. Samt sem áður má ekki gleyma því að aðeins á 5 árum hefur orðið mikil breyting hjá okkur, verkefnum okkar hefur fjölgað og starfsemin stóraukist. Nú búum við svo vel að eiga Samskiptamiðstöð, dvalarheimili fyrir aldraða heyrnarlausa og textasíma- miðstöð, og starfsfólki hjá félaginu hefur líka fjölgað talsvert því þar eru nú alls um 8 stöðugildi. Núna vil ég tala um framtíðina. Nú nýlega fjárfesti Félag heyrnar- lausraí húsnæði áLaugavegi 26, þriðju og fjórðu hæð. Þettaerekki bara fjárfesting heldur er þetta líka hagræðing fyrir starfsem- ina, og aðstaðan fyrir starfsfólkið hefur stórbatnað. Við erum að vonast til þess að í framtíðinni verði hægt að sameina ýmsa starfsemi undir einu þaki, svo sem Heyrnarhjálp, íþróttafélag heyrnarlausra, og Samskiptamiðstöð heyrnarlausra. Enn er verið að vinna í þessum málum og því er ekki ljóst hvernig fer. Aeftir viljum við bjóða ykkur í kaffi í nýja húsnæðinu okkar og þá munuð þið sjá skrifstofu okkar, en einnig mikið af auðu rými. Þetta er svæði sem á eftir að skipuleggja og hugsanlega verður það gert með hjálp arkitekts. Nú eru mörg stór verkefni fram- undan, svo sem endumýjun á texta- símum, reyna að fá táknmálið viður- kennt sem móðurmál, byggja upp menntunar- og starfsmöguleika fyrir heymarlausa, ásamt því að byggja upp ýmiss konar félagslega aðstoð við heyrnarlausa og heyrnarskeita. Sérstaklega er mikill skortur á þjónustu við heyrnarskerta, en sam- kvæmt nýjustu tölum frá Heyrnar- og í prýðisskapi í Perlunni. talmeinastöð íslands eru um 25 þúsund alvarlega heyrnarskeitir á Islandi, eða 10% af þjóðinni allri. Við þörfnumst því ykkar allra, foreldra, vina og velunnara í baráttunni HÆTTA! Veturinn byrjaði hér í Reykjavík óvenju hlýr og vætusamur. Það var farið að rökkva, regnið buldi á bílrúð- unni og ég nálgaðist Þjóðskjalasafnið á leið austur Laugaveg. Allt í einu kipptist ég við, rykkti bílnum snöggt til vinstri og einblíndi á dökkklædda manninn á ljóslausa reiðhjólinu sem birtist allt í einu í geislanum frá bílljósunum. HANN VAR í MIKILLI HÆTTU. Um leið og bíllinn rninn renndi fram hjá reiðhjólinu tók ég eftir því, að maðurinn var með lítið barn fyrir framan sig á hjólinu. Það sat á slánni og hélt í stýrið. ÞESSI REIÐHIÓLA-MAÐUR SÝNDI VÍTA-VERT GÁLEYSI í UM-FERÐINNI. TIL HLIÐAR VIÐ HANN VAR AUÐ GANGSTÉTT, ÞAR SEM HANN GAT ÖRUGGUR FERÐAST UM Á HJÓLINU SÍNU. I umferðinni sjáum við oft lík dæmi, þar sem hjólreiða-menn þvælast að þarflausu fyrir umferðinni. Auðar gangstéttir eða göngustígar liggja oftar en ekki meðfram akbrautum í þéttbýli. Þegar fundið er að við þá, svara þeir oft að bragði, það er ekki sneitt úr gangstéttarbrúnum og við skemmum hjólin, þegar við hjólum á þær og vippum okkur upp á gangstéttirnar. um ókomna framtíð. Við viljum líka þakka fyrir stuðninginn undanfarin ár. Guð styrki baráttu okkar. Þakka ykkur fyrir. Haukur Vilhjálmsson. Vigfús Gunnarsson * Skorað er á gatnagerðarmenn að sneiða úr gangstéttarbrúnum til hagsbóta fyrir hjólreiðamenn, fólk með barnavagna og í hjólastólum. * * Skorað er á Umferðarráð að auka áróður fyrir bættri reiðhjólamenn- ingu. Heimilt er að hjóla á gangstéttum og á göngustígum, ef tillit er tekið til göngumanna og annaiTa skokkara. Vigfús Gunnarsson. Vel búið hjólreiðafólk.

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.