Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1993, Qupperneq 21

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1993, Qupperneq 21
heimaaðstoð aldraðra fyrir 20 áram en fram að þeim tíma var stofnanaþjónusta nær eina þjónustuformið sem öldruðum stóð til boða. Embættið hafði forgöngu ásamt Þór Halldórssyni lækni að drög að lögum um aldraða voru samin 1979. Þau urðu síðar nær óbreytt að lögum. Erindi um þessi mál eru reglulega haldin á fundum landlæknis með læknum og öðru heilbrigðisstarfsfólki. Umræður um mistök í heilbrigðisþjónustunni við lækna og aðra heilbrigðisstarfsmenn eru án efa ein áhrifaríkasta leiðin til þess að bæta gæði læknisþjónustunnar í landinu. Kvartanir 1991 og 1992: Málsmeðferð Umsagnir sérfræðinga Vísað til Læknaráðs Vísað til sjúklingatrygginga- sjóðs Fengu bætur Hafnað Óafgreitt Niðurstaða: Staðfest Staðfest að hluta Ekki staðfest Hvorki né Ekki unnið frekar í málinu Aðgerðir: Engin Ábending til lækna Tilmæli til lækna Áminning til lækna Alvarleg áminning til lækna Tillaga um leyfissviptingu Annað Læt ég svo lokið þessari þulu. Ólafur Ólafsson landlæknir. Eftirmáli ritstjóra: Ásökun landlæknis í upphafi er að hluta réttmæt, en hins ber að geta að ritstjóri sendi blaðið landlækni fyrstum manna og bað um andsvar. Blaðið fertil sömu áskrifenda hverju sinni, svo sömu aðilar og raunar aðeins fleiri lesa þetta blað s.s. hið fyrra. Hitt ætti landlæknir manna bezt að vita að það heyrir orðið fremur til undantekninga að viðkomandi aðila, sem að er veitzt í blaði eða tímaritsgreinum sé gefinn kostur á andsvari, þó ágæt regla ætti að vera. Ritstjóri telur meginmáli skipta að boðið sé upp á andsvar á sama vettvangi og það var gert og ónot landlæknis því að nokkru óverðskulduð. Það skal svo fúslega fullyrt að landlæknir og embætti hans eiga hinn bezta hlut að mörgum góðum málum og þar á bæ halda menn vel vöku sinni. HLERAÐ í HORNUM Kona ein sagði frá aðferðinni til að venja eiginmanninn af því að koma fullur heim um hánótt. „Einu sinni, þegar ég heyrði hann vera að rjála við hurðina kallaði ég: „Ert þetta þú Helgi minn?“. „Nú og átti það að hjálpa?“, var spurt. „Jú, hann heitir nefnilega Guðleifur“, svaraði konan. * Sölumaður einn kom forðum daga á bóndabæ og bauð skilvindu til kaups. Bóndi harðneitaði þvert á óskir konu sinnar. Hins vegar bauð bóndi sölumanni næturgistingu. Morguninn eftir þegar hann er að fara er bóndi að reyna að halda kú sinni, en tuddinn hefur því miður engan áhuga. Sölumaður spyr nú bónda hvort hann kaupi ekki skilvinduna, ef hann komi tudda til. Bóndi kveður já við og sölumaður klórar nú tudda bak við eyrun með þeim árangri að tuddi lýkur sínu ætlunarverki með sóma og kaupin fara fram. Árið eftir kemur sölumaður aftur að bænunr og þegar bóndi sér hann umhverfist hann og eys fúkyrðum yfir sölumann. Sá spyr hvort skil vindan sé ónýt eða h vort kýrin hafi ekki fengið kálf en bóndi segir það allt í lagi. „En sjáðu skrattakollurinn þinn hvernig ég er blóðrisa bak við eyrun eftir konuna“. * Viðutan prófessor mætti kunningja og tóku þeir tal saman. Þegar prófessorinn kvaddi spurði hann: „Manstu nokkuð í hvaða átt ég var að fara þegar við mættumst?“ „Já, þú varst á leið í Háskólann“. „Það er gott. Þá er ég búinn að borða“. * Þreytulegur fréttamaður kemur út af fréttamannafundi ráðherra og var spurður að því um hvað ráðherrann hefði nú verið að tala. „Ja, hann nefndi það nú ekki“. * Maður kom til læknis og bað hann að vitja konu sinnar sem væri fárveik inni í sveit. Læknirinn kvaðst sjálfur ekki ferðafær vegna þess að hann væri svo veikur. Þá sagði maðurinn: „Eg sem hélt að læknar yrðu aldrei veikir“. „Jú, það geta þeir, þeir geta meira að segja dáið“, svaraði læknirinn. * Lítill drengur kom út í búð með allmikla fjárhæð til sælgætiskaupa. Gert var aðvart heim og farið að grennslast fyrir um auðsuppsprettuna. M.a. spurði móðirin hvort hann hefði tekiðfjárhæðinaúrveskjumþeirraforeldranna. „Nei, ég fann þau ekki“, sagði sá litli borubrattur. * Afinn varð fyrir því óhappi að brjóta tönn. 6 ára sonardóttirin spurði: „Var þetta barna- eða fullorðinstönn?" Þegar afinn sagði sem var heyrðist frá þeirri litlu: „Æ,æ,æ - hvaða vandræði“. * Skjóni hafði margoft unnið til verðlauna í kappreiðum, en nú brá svo við að hann varð langsíðastur í mark. Eigandinn jós skömmum yfir knapann og kallaði hann aumingja og afstyrmi, sem ekkert gæti. „Ég hefði orðið fyrstur í mark, ef ég hefði ekki þurft að sitja hestinn“, svaraði knapinn. 1991 1992 23 24 5 1 11 13 3 3 5 4 3 6 31 46 7 5 48 43 17 20 7 2 66 56 25 31 5 11 10 13 1 3 0 1 3 2 FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.