Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1993, Qupperneq 23

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1993, Qupperneq 23
minjagripa í virkinu, ásamt hreinsun, garðvinnu og allri umhirðu á svæðinu. Að loknum erilsömum degi var snæddur kvöldverður á veitingahúsi í Bourtange í boði WEDEKA. Fimmtudaginn 30. september var haldið í Zodiak fyrirtækið, sem rekur 3 vinnustaði með samtals 150 starfsmenn, sem eru prentsmiðja, aug- lýsingagerð, myndatökur, tölvu- vinnsla, bókhald, pökkun og póst- sendingaþjónusta. Næst var haldið til Nienoord, sem erfjölskyldu- og skemmtigarður, sem rekinn er af Novatec- fyrirtækinu, sem er móðurfyrirtæki nokkurra fyr- irtækjaíjám- og tréiðnaði, pökkun og sérhæfðum fyrirtækjum í málningu og yfirborðsmeðhöndlun. í þessum skemmtigarði, sem er opinn á sumrin, er herragarður frá árinu 1525 og höll frá árinu 1700, leikvöllur fyrir börn, safnjámbrautarlestafyriráhugamenn, siglingar fjarstýrðra báta, bátsferðir, ferðir á hestvögnum og jámbrautar- lestum, minigolf, sundlaug, tjaldstæði, dýragarður, veitingahús o.fl. Á svæðinu eru flestir starfsmenn öryrkjar, sem sjá um þjónustu við gesti, viðhald húsa, tækja og umhirðu garðsins.I garðinum starfa einnig 120 sjálfboðaliðar á aldrinum 17-70 ára og er nokkur hluti þeirra unglingar á aldrinum 17-20 ára sem þarna eru í endurhæfingu eftir erfiða æsku eða hafa lent einhverra hluta vegna utangarðs í lífinu. Að loknum hádegisverði í Nienoord var haldið til Novatec- Tolbut, þar sem vinna 350 starfsmenn. Fyrst var skoðuð framleiðsludeild fyrir húsgögn úr furu, sem eingöngu eru framleidd eftir pöntunum, vélsmiðja, þar sem saman fór vinna allt frá handa- vinnu eingöngu og upp í alsjálfvirkar tölvustýrðar suðuvélar og rennibekki. Bólstrun á setum í stóla, fullkominn búnaður til hreinsunar og málningar á málmhlutum, ásamt málningu og yfirborðsmeðhöndlun á húsgögnum. Pökkunardeild fyrir kornvöru og átöppun á olíum til matar. Loks skal nefna nokkuð stóra deild, þar sem unnið er að flokkun á gömlum fatnaði til endurvinnslu. Fatnaðurinn er flokk- aður eftir efnum, tölur og aukahlutir á flíkunum voru skomirfrá, en þær síðan skornar niður í búta í ákveðnum stærðum. Flver efnisgerð var síðan pressuð í balla til útflutnings sem filt og stopp í húsgögn o.fl. Að lokum var skoðuð kirkja frá árinu 1200, sem Novatec er með í endurbyggingu. Fyrirtækið annast verkið, allt frá vinnu arkitekta til smiða, málara, múrara, verkamanna og smíði innréttinga. Um kvöldið þáðu forráðamenn NOS V ogfyrirtækjanna sem heimsótt voru í ferðinni kvöld verð í boði okkar ferðalanganna, þar sem skipst var á gjöfum. Föstudaginn 1. október var síðasti dagur heimsóknarinnar. Þá var heimsótt Synergon fyrirtækið, sem er móðurfyrirtæki margra verksmiðja með samtals um 1000 starfsmenn. Þeir reka fyrirtæki í málmiðnaði, sem fram- leiða m.a. reiðhjól, fjaðrir og gorma ýmiss konar, í fata- og pappírsiðnaði, þar sem framleidd eru áklæði og fataefni, fatasaumur og sníðavinna, prentun, bókband og framleiðsla á pappírsvörum. Fyrirtæki í byggingar- iðnaði sem skila fullbúnum húsurn með garði og öllu saman, ásamt verk- smiðju í svepparækt. Eftir fyrirlestur um starfsemi Synergon var skoðuð verksmiðja sem framleiðir fullbúna húshluta í einingahús, ásamt verk- smiðju í svepparækt í 3.300 m2 hús- næði sem framleiðir 15 tonn af svepp- um á viku fyrir hollenska markaðinn og til útflutnings. Þó svo að mikið af svepparæktinni sé vélvædd, er þarna mjög mikil vinna sem ekki er hægt að vélvæða, svo sem hreinsun á tækjum, tínsla á sveppunum, hreinsun, pökkun og umönnun. Að lokum skal fjallað um mjög merkilega starfsemi Synergon, sem er greiningar- og þjálfunarstöð fyrir fatlaða. Áður en fatlaðir komast í vinnu á vernduðum vinnustöðum, þurfa þeir að fara í gegnum greiningu, þar sem fundið er út hverjar þarfir hvers og eins eru, hvaða starf hentar eða hvort viðkomandi hefur getu til að sinna einhverju starfi. Greining tekur 6-10 daga og hefst á því að líkamlegt og andlegt ástand er kannað eftir sérstökum aðferðum. Þannig er fundið út hvaða hæfni viðkomandi hefur yfir að ráða með tilliti til að stunda líkamlega erfiða vinnu eða vinnu þar sem athygli og hugsunar er þörf, útivinnu eða innivinnu, sitjandi eða standandi vinnu o.s.frv. Næsta stig greiningar er að prófa viðkomandi í þeim störfum sem álitin eru koma til greina út frá takmörkunum eða hæfni. Það er einnig gert í greiningarstöðinni á mörgum misstórum vinnustofum í mörgum greinum byggingar-, málm- , véla- og rafeindaiðnaðar, auk ýmissa starfa í samsetningarvinnu. Þarna fær viðkomandi að reyna sig á staðnum og þannig er fundið út hvaða starf henti og þjálfun ákveðin. Þegar búið er að finna út hvaða starf hentar hverjum einstaklingi og grunnþjálfun lýkur, er honum útveguð vinna við hæfi á einhverjum hinna fjölmörgu vinnustaða á svæðinu. Ef einstaklingar sem hafa fengið greiningu og þjálfun í einhverju ákveðnu starfi, en fá ekki starf við sitt hæfi strax, eiga þeir möguleika á tímabundnu starfi ígreiningarstöðinni FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.