Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1993, Page 24

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1993, Page 24
í nokkra mánuði. Þetta er gert til þess að þeir týni ekki niður þeirri færni sem náðst hefur í þjálfuninni. Þeir einstaklingar sem sýna mikla færni og áhuga á ákveðnum starfsgreinum eru gjaman sendir áfram í iðnnám eða annað almennt nám. Laun starfsfólks eru þau sömu og greidd em fyrir sambærilega vinnu á almennum vinnumarkaði. A meðan starf smaðurinn er í launaðri vinnu falla örorkubætur niður til hans, en fyrirtækið fær greidda sömu upphæð og nemur bótunum til rekstrarins. Ef starfsmaður þarf einhverra hluta vegna að hætta vinnu, fær hann bæturnar sjálfkrafa aftur. Að meðaltali eru örorkubætur í Hollandi samsvarandi 70% af launum starfsmanns í verksmiðjuvinnu. Þetta þýðir það, að vinnufærir öryrkjar sækjast mjög eftir því að komast í vinnu og drýgja þannig tekjur sínar verulega, og auk þess vinnur viðkom- andi fyrir launum sínum í stað þess að þiggja bætur. Styrkir til starfsemi vernduðu vinnustaðanna eru u.þ.b. NLG 41.000 á ári á hvem starfsmann og er heildar- rekstrarkostnaður allra fyrirtækjanna í landinu NLG 4.750.000.000, 190 milljarðar á ári í ísl. kr. Af heildarrekstrarkostnaði korna 74% frá ríkinu í formi styrkja sem annars rynnu til greiðslu örorkubóta, 1 % kemur frá bæjarfélögunum í formi styrkjaog 25% vegna sölu framleiðslu- varaeðaþjónustu. I sumumfyrirtækj- anna nær reksturinn ekki að skila þessum 25% til starfseminnar og koma þá til aukafj árveitingar frá bæj arfélög- unum á viðkomandi stöðum. Að loknum mjög fræðandi og áhugaverðum heimsóknum á þessa vinnustaði, var ekið sem leið lá til Amsterdam þar sem samhentur og góður hópur slappaði af fram á sunnu- dag, en þá var flogið heim aftur. Leiðsögumaður okkar í ferðinni var Aðalsteinn Steinþórsson hjá Blindrafélaginu, og kunnum við ferðalangar honum bestu þakkir fyrir góðan undirbúning og öruggaleiðsögn í ferðinni. Þorsteinn Jóhannsson frarnk væmdastj óri vinnustofa ÖBI Heiðurskonur með Hafliða. Fréttatilkynning frá Styrktarfélagi vangefinna Ahátíðarfundi hjá Styrktarfélagi vangefinna 26. september sl. afhenti formaðurfélagsins,HafliðiHjartarson, þeimSigríðiIngimarsdóttur,Sigríði Thorlacius, Sveinbjörgu Klemensdóttur og Grétu Bachmann skjöl til staðfestingar því að félagið hafði gert þær að heiðursfélögum. Auk þess voru þeim afhent merki félagsins úr gulli. Hafliði sagði í ræðu sinni, við þetta tækifæri að allar væru þessar konur stofnfélagar, sem hefðu síðan helgað líf sitt baráttunni fyrir bættum kjörum vangefinna. Þær hefðu með dugnaði sínum, ósérhlífni og atorku eflt allt starf félagsins og stuðlað að framgangi fjölmargra mála, vangefnum til hagsbóta. Sagði hann félagið vilja sýna þeim smá þakklætisvott, fyrir 35 ára samfylgd og gat því næst nokkurra þátta í starfi hverrar og einnar. Sigríði Ingimarsdóttur sagði hann hafa setið í fyrstu stjóm og verið ritara samfleytt í 17 ár. Hún hefði verið í heimilisstjórn Lyngáss og síðan Bjarkaráss. Fulltrúi félagsins í stjórn Öryrkjabandalags íslands og hjáBandalagi kvenna í Reykjavík og starfað mikið með kvennadeild félagsins. Þá hefði hún ásamt Sigríði Thorlacius tekið saman drög að sögu félagsins fyrstu 25 árin og ritað fjölmargar greinar um málefnið. Um Sigríði Thorlacius sagði Hafliði m.a., að hún hefði verið í stjórn og varastjórn samfleytt í 14 ár, þar af 5 ár sem varaformaður. Hún hefði verið í heimilisstjórn Lyngáss og síðan Bjarkaráss. Starfað fyrir félagið í útgáfustjórn Geðverndar í mörg ár og ritað margar greinar um málefnið. Sveinbjörg Klemensdóttir átti m.a. sæti í varastjóm félagsins í 13 ár og í heimilisstjórn Lyngáss um áraraðir. Sagði Hafliði að Sveinbjörg hefði alla tíð verið ötul baráttukona fyrir málefnum vangefinna og m.a. stuðlað að stórbættri aðstöðu þeirra til sumardvala. Gréta Bachmann hefur frá upphafi starfað geysimikið fyrir félagið og kom fram í máli Hafliða að hún hefði m.a. setið í fjölmörgum nefndum og ráðum og verið talsmaður málefnisins bæði í ræðu og riti. Hún hefði starfað mikið með kvennadeild og verið driffjöðrin í margri fjáröfluninni. Gréta hefði verið forstöðukona Bjarkaráss frá upphafi, eða í 22 ár, en léti af því starfi í lok september. Þar áður hefði hún verið forstöðukona Skálatúns í 17 ár. Að lokinni afbendingu ítrekaði Hafliði þakkir Styrktarfélags vangefinna til þessara frumkvöðla fyrir allt sem þær hafa gert fyrir félagið og skjólstæðinga þess og óskaði þeim alls hins besta um ókomin ár.

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.