Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1993, Síða 26

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1993, Síða 26
VI Ð H O RF Eggert G. Þorsteinsson ív. ráðherra. Mörg félagasamtök kvarta sáran undan áhugaleysi meðlima sinna og erfiðleikum á að laða þá til virkrarþátttöku í sjálfu félagsstarfinu. Orsakanna fyrir þessu alvarlega ástandi er stöðugt leitað og ýmsar tilraunir gerðar m.a. með langsóttum skemmtiatriðum sem er bætt inn í fundardagskrá, ef vera mætti til að örva fundarsókn. Jafnframt þessari deyfð í þátttöku manna í venjubundnum fundum sam- taka sinna, fylgir sá böggul 1 skamm- rifi að trúnaðar- og ábyrgðarstörfin færast yfir á færri hendur og fyrr en varir þreytist forystuliðið og þarf þá vart að sökum að spyrja. Öllu félagslega þenkjandi fólki hrýs hugur við því, hvert þessi ugg- vænlega stefna leiðir. Þessi “sannleikur” máls, mun þó ekki alveg einhlítur og mun uppruni og tilgangur, ásamt markmiðum hinna einstöku félagasamtaka nokkru ráða um raunhæfa þátttöku einstakl- inganna, er félögin mynda, í hinum daglegu störfum hvers félags. Verkalýðs- og stjórnmálafélög eru hér í nokkrum sérflokki, en þátttaka þar er nokkuð bundin átökum um kaup og kjör, ásamt ástandi á vinnumarkaði. Stjórnmálafélögin taka fjörkipp þegar almennar kosn- ingar og undirbúningur þeirra nálgast, en þess á milli fer lítið fyrir starfsemi þeirra. riðji flokkur félagasamtaka og ekki sá áhrifaminnsti eru styrktar- og líknarfélög, sem helgað hafa störf sín baráttu gegn hinum ýmsu tegundum sjúkdóma sem hrjá samtíðarfólkið. Eg hefi áður á opinberum vettvangi látið þá skoðun mína í ljós og ítreka hana hér enn, að það væri verðugt verkefni fyrir okkar vel menntuðu hagfræðinga og við- skiptafræðinga að taka saman á sem Eggert G. Þorsteinsson. aðgengilegastan hátt yfirlit um framlag líknar- og styrktarfélaga til heilbrigðismála síðustu áratugina. Hvers vegna ekki að líta um öxl í þessum efnum á 50 ára afmæli lýðveldisins á næsta ári og meta þessi störf í Ijósi staðreyndanna? Við slíkt mat verður því miður aðeins unnt að styðjast við hinn sýni- lega efnisþátt þessara mála, en ætti eigi að síður að auðvelda almenningi að draga raunhæfa lærdóma af því hverju félagsleg samstaðafæráorkað. Persónulega er ég heldur ekki í nein- um vafa um að niðurstöðumar yrðu í senn ótrúlegar, en örvandi til enn frekari starfa. Hin hliðin á afrekaskrá þessara samtaka, sem felst í fækkandi veik- indatilfellum og aukinni vellíðan ein- staklinganna, verður seint eða aldrei til fjár metin. Slík samantekt eða heildaryfirlit verðurþó enn verðmætara í hug þeirra sem skoða vilja þessi mál af raunsæi, að fullvíst má telja að það fjármagn sem bundið er í sjálfboðavinnu, hús- um og búnaði þeirra (öllum?) fyrir atbeina umræddra samtaka, hefði ekki fengist frá því opinbera þ.e. rrki eða sveitarfélögum. Flestum þykir opinber skattheimta nægjanlega mik- il í dag. Almennt erekki litið á fram- 1 ög til styrktaraðila sem opinber gjöld, enda ræður fólk sjálft hvað það lætur af hendi rakna. Nægir í því sambandi að rninna á hina endurteknu erfiðleika ríkissjóðs og rekstrarhalla sveitarfélaganna, sem birtist í sífellt auknum spamaði og niðurskurði opinberra fram- kvæmda.

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.