Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1993, Síða 30

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1993, Síða 30
Asdís Gísladóttir ljósm.: TIL UMHUGSUNAR Við íslendingar hrósum okkur gjarna af því, að heilbrigðiskerfi okkar sé eitt hið fullkomnasta, ef ekki alfullkomnasta í heimi. Ekki dettur mér í hug að hrekja þá skoðun á nokk- um hátt, svo mikil og ómetanleg er aðstoðin sem við eigum rétt á í gegnum þetta kerfi. Þó má lengi finna sitthvað sem betur mætti fara, og í þessu til viki með örlítilli hagræðingu. Eg stóð frammi fyrir því nú á haustdögum, að þurfa að fara með son minn þroskaheftan til tannlæknis. Drengurinn var farinn að fá endurtekin tannpínuköst, og svaf oft illa um nætur. Eg var með vondri samvisku búin að horfa upp á versnandi tannheilsu hans um skeið, og vissi auðvitað að ekki varð umflúið að taka á þessu fyrr en seinna. En þetta var nú reyndar ekkert einfalt mál. Ekki var einu sinni hægt að skoða tennur hans án svæfingar, h vað þá að gera allt sem gera þurfti nú. Eg vissi urn meðfæddan hjartagalla hjá honum, og hefði viijaðfá rannsókn þar á áður en til svæfingar kæmi. Ég vissi líka að sýkingar í munni eru gjama alvarlegra ástand fyrir hann en aðra sem ekki eru þannig staddir. Ekki gat ég útskýrt fyrir drengnum, að þessi tannlæknameðferð væri nauðsynleg, og yrði raunar alls ekki umflúin hvort sem honum lfkaði betur eða ver. Ásdís Gísladóttir. etta vissi ég allt saman, og var líka fullmeðvituð um að þama yrði ég að taka sjálfræði af annarri manneskju og bæri því raunverulega ábyrgð á, ef illa tækist til. Ég fór nú að athuga hvernig best væri að snúa sér í þessu. Fyrst hafði ég samband við Bjama, tannlækninn minn á Egils- stöðum, og byrjaði að sinna málinu í samráði við hann. Fljótlega kom í ljós að ekki væri hægt að veita þessa þjónustu í Austfirðingafjórðungi vegna svæfingarinnar. Bjami útvegaði HLERAÐ í HORNUM Eitt sinn þurfti læknir að fara í langa vitjunarferð um vetrartíma. Fékk hann mann með hest og sleða til að flytja sig. Var hann nokkuð við skál er þeir lögðu af stað og lá því á sleðanum. Er komið var u.þ.b. miðja leið, varð fylgdarmanni litið við og sá að læknir var horfinn af sleðanum. Sneri hann við í skyndi og fór eins og hesturinn komst til baka. Er hann hafði skammt farið sá hann lækni liggjandi í snjónum, en vegna hraðans lenti hann aðeins framhjá honurn. Sneri hann svo við og fór að bisa lækni upp á sleðann. Þá segir læknir: „Það eru fleiri á ferð en við í kvöld, hér þeysti framhjá maður með hest og sleða“. * Öðru sinni var sami læknir á ferð, þá í herjeppa sem hann átti. Var sá með mjög rammbyggðu tréhúsi. Varð hann þá fyrir því óhappi að aka út í skurð og stöðvaðist jeppinn á hvolfi. Fljótlega bar menn þar að og var þá læknir skríðandi inni í bílnum í þaki hans og heyrðist tauta: „Hér er eitthvað að, annað hvort að mér eða bílnum“. mér því pláss hjá Magnúsi Kristinssyni tannlækni í Reykjavík. Svo var pakkað niður og eknir þessir 700 kílómetrar á tannlæknastof- una. Oft hef ég reyndar hugsað um það, hvernig stæði á því að ekki væri til aðstaða fyrir tannlækningar inni á sjúkrahúsi. I tilvikum sem þessum þegar svæfa þarf hjartasjúkling vegna tannlækn- inga, tel ég að hægt eigi að vera að gera allar nauðsynlegar rannsóknir, áður en sjálf aðgerðin hefst. í þessu tilviki hefði verið ákjósanlegt að geta gert þær í sömu svæfingunni, þar sem lítið sem ekkert er hægt að fá sjúkl- inginn til samstarfs með venjulegum hætti. Sonur minn er varla sá eini með þjóð vorri sem svona er ástatt um. Og nú er ég komin á byrjunarreit þessara hugleiðinga. Þama vant- ar á að alls öryggis sé gætt í okkar góða heilbrigðiskerfi. Er nokkurt vit í því að þurfa að svæfa hjartasjúklinga á hinum ýmsu tannlæknastofum út um bæinn? Þetta hlýtur að skapa svæfingatæknum mikið óöryggi og álag sem því fylgir. Er nú ekki í framtíðinni hægt að finna einhverja smugu fyrir þessa þjónustu inni á sjúkrahúsi? Ég vil taka fram, að drengurinn kom vel út úr þessari aðgerð nú, og er ég þakklát þessum góðu mönnum sem lögðu sig fram um að hjálpa okkur út úr þessari erfiðu stöðu. Nú er þessum umbrotum hjá okkur Hlíðari syni mínum lokið að þessu sinni. Við sitjum hér í stofunni að Melgerði 7 í Kópavogi, gistiheimili Þroskahjálpar. Hann er allur að hress- ast, drekkur sitt te og horfir á Heiðu í morgunsjónvarpi bamanna á meðan ég drekk mitt kaffi og set þessar hug- leiðingar mínar á blað sunnudags- morguninn 5. september annó 1993. Ásdís Gísladóttir. Höfundur er Ijósmóðir austur í Breiðdal og mikil áhugamanneskja um málefni fatlaðra. Hún er með áhugaverða starfsemi á Skarði í Breiðdal, semfróðlegt vœri aðfá línu nni síðnr

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.