Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1993, Síða 35

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1993, Síða 35
Tómas Helgason form. Hússjóðs: Skýrsla Hússjóðs Öiyrkj abandalagsins r Iársbyrjun voru kosin í stjórn Hússjóðsins: Arinbjöm Kolbeins- son, Hafliði Hjartarson, Olöf Ríkarðsdóttir og Tómas Helgason. Sturlaugur Tómasson var tilnefndur af félagsmálaráðherra. Ur stjóminni gengu: IngimundurMagnússon, Jóna Sveinsdóttir og Skúli Johnsen, sem var fulltrúi félagsmálaráðherra. Þeim stjómarmönnum, sem hættu um síð- ustu áramót, eru hér með færðar bestu þakkir fyrir gott starf í þágu sjóðsins. Vegna síaukins kostnaðar við rekstur Öryrkj abandalags Islands varð að ráði að breyta skiptingu þess hluta Lottótekna, sem ætlaðar eru öryrkjum, þannig að 36% gengju til reksturs bandalagsins en 64% færu til að afla íbúðarhúsnæðis fyrir öryrkja í stað 75% á undanfömum ámm. Það sem af er árinu hefur Hússj óð- urinn keypt og tekið í notkun 55 íbúðir. Munar þar að sjálfsögðu mest um Oddshús, með 33 íbúðum, sem tekið var í notkun 4. apríl. Þá hefur verið lokið við að kaupa íbúðir samkvæmt samkomulagi við félagsmálaráðu- neytið, sem gert var á fyrra ári til þess að leigja svæðisstjórnum vegna fatlaðra sem flytja af sambýlum. Eftir að síðasta skýrsla varflutt voru keyptar 3 íbúðir samkvæmt þessu samkomu- lagi. Af þeim 22 íbúðum, semkeyptar vora auk Oddshúss, em 8 utan Reykja- víkur. Tómas Helgason. Samtals á Hússjóðurinn nú 463 íbúðir, en þar af eru 36 leigðar undir öldrunardeild Landspítalans í Hátúni 10B. rátt fyrir að íbúðaeign Hús- sjóðsins hafi aukist vemlega á árinu, hefur biðlistinn ekki styst, held- ur þvert á móti. Fyrir ári síðan voru 362 á biðlista eftir íbúð, en nú liggja fyrir 455 umsóknir. Stærsti hópurinn á biðlistanum eru þeir sem eru fatlaðir vegna geðsjúk- dóma og er nauðsynlegt að gera mikið átak til að leysa vanda þeirra. Það verður þó ekki gert nema í nánu sam- ráði við svæðisskrifstofur, félagsmála- stj órnir sveitarfé laga og geðdei ld imar, 1993 sem þurfa að veita væntanlegum íbúum stuðning og göngudeildar- meðferð. Húsnæðismál þessa hóps verður að leysa eftir sömu meginlínum og unnið hefur verið eftir hjá Hús- sjóðnum, þ.e. með því að stuðla að sem eðlilegustu íbúðaumhverfi fyrir öryrkja og gefa þeim kost á að velja sér búsetu með sama hætti og aðrir borgarargetagert,þ.e.a.s. annaðhvort í íbúðakjömum þar sem fleiri búa saman og geta jafnvel átt kost á nokkurri þjónustu, eða í einstökum íbúðum þar sem algjör tilviljun ræður hverjir verða nágrannar. Með þessu móti er hægt að fylgja þeirri megin- stefnu að öry rkj ar séu ekki ei nangraðir og alls ekki eftir tegund fötlunar, held- ur búi innan um aðra borgara. Eins og áður hafa framkvæmda- stjóri og stjórn Hússjóðs átt gott samstarf við Húsnæðismálastjórn ríkisins og notið lánafyrirgreiðslu úr hinu félagslega íbúðakerfi. Á þessu ári hafa fengist loforð fyrir 12 lánum frá Húsnæðisstofnun. Starfslið Hússjóðs hefur verið óbreytt þrátt fyrir vaxandi umsvif og vaxandi kröfur, sem það hefur mætt af dugnaði og alúð. Fyrir hönd stjórnar Hússjóðsins og leigjenda flyt ég bestu þakkir fyrir vel unnin störf. Tómas Helgason form. stjórnar Hússjóðs Öryrkjabandaiagsins. HLERAÐ í HORNUM Tveirlitlirkrakkar, stúlkaogdrengur, stóðu fyrir framan málverk af Adam og Evu í aldingarðinum Eden. „Hvort er Adam og hvort er Eva,?“ spurði sú litla. Hann svaraði: „Ég er nú ekki alveg viss, en ég gæti alveg séð það, ef þau væru í fötum“. * Hjón ein höfðu lengi búið saman bamlaus, en svo fór konunni að líða eitthvað undarlega, svo hún fór til læknis, sem færði henni þau gleðitíðindi að hún væri ófrísk. Hún þaut heim og hringdi óðar í verksmiðjuna þar sem maður hennar vann og heimtaði hann í símann. Þegar eiginmaðurinn kom móður og másandi í símann hrópaði hún: „Jón, ég er ófrísk“. Ekkert svar, svo hún hrópaði enn hærra: „Jón,ég erófrísk, ætlarðu ekki að segjaneitt?" Þá stundi Jón: „Hver er það sem talar?“ * Lítil stúlka fylgdist með móður sinni þekja andlit sitt kremi og öðrum snyrtivörum og spurði hana hvers vegna hún gerði þetta. „Þetta er til að gera mömmu fallegri“. „En af hverju virkar það ekki?“, spurði þá sú litla. r FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.