Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1993, Side 36

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1993, Side 36
Ólöf S. Eysteinsdóttir formaður M.G. félags íslands: Að lifa með sjúkdóminn Myasthenia gravis (vöðvaslensfár) Fundarboð frá Öryrkjabandalagi íslands barst, ég átti von á því vegna þess að hið nýstofnaða M.G. félag Islands hafði sótt um aðild að bandalaginu og ég er formaður þess. Gegnum hugann flugu hugsanir sem tengdust því, hvernig og hvort ég gæti komist í gegnum þennan fund með þá heilsu sem ég hef. Eg sá að fundinn átti að halda á Holiday Inn. Þangað hafði ég komið og rifjaði því upp aðstæður allar í huganum; voru stigar? langir gangar? hvar var salernið?, hurðir, voru þær þungar? Eg hafði komið á Holiday Inn einu sinni með manni mínum og þá áhyggjulaus, því ég er örugg með hon- um, en ekki gat ég haft hann með mér á aðalfund ÖBI. Ég mundi eftir því að aðgengi var nokkuð gott og ég myndi ekki þurfa að eyða kröftum mínum t.d. í það að ganga stiga. Spurningin sem vaknaði var hvernig dag fengi ég, hvemig yrði ég til heilsunnar þennan tiltekna dag og mundi kraftur minn endast allan dag- inn. Myndi andlit mitt sýna rétt lát- bragð, myndi ég geta brosað. Hvernig gæti ég nýtt senr best þá litlu krafta sem ég hef. Ég sá á dagskránni að fundurinn átti að hefjast snemma morguns og aðild M.G. félags íslands yrði tekin fyrir fljótlega eftir að fundurinn hæfist. Það kom sér vel fyrir mig því ég er best á morgnana. Ég tók því þá ákvörðun að treysta því að ég myndi geta sagt nokkur orð á fundinum og þyrfti ekki að tala þau inn á band. En hvernig átti ég að koma mér á fundinn? Ef ég færi á bílnum þá gat ég verið viss um að ég yrði of þreytt til að keyra hann heim eftir fundinn, svo ég fékk far með öðrum. Þá var það loftræstingin á staðnum. Ég er fljót að slappast niður ef of heitt Ólöf S. Eysteinsdóttir. er inni og loftlaust og ef ég lendi í reyklofti, ég mátti því ekki klæða mig of mikið og ekki of lítið því ekki má mér verða of heitt og ekki of kalt. Ég valdi flatbotna skó til að spara orku, það þarf meiri orku til að ganga á hælum. Dagana fyrir fundinn reyndi ég að hvfla mig og fann að sennilega myndi allt ganga vel og röddin var í lagi. Fundardaginn gekk allt vel. Ég gat sagt þessi fáu orð sem ég hafði skrifað niður á blað, en það voru aðeins tvær setningar. Stóllinn sem ég fékk var ágætur en það var á stundum of loft- laust fyrir mig á fundinum. En svo kom að matnum. Ég var orðin þreytt, var of sein að taka inn lyfin, en þau verðum við að taka inn þegar við finnum þörfina á þeim og getur það vafist fyrir manni. Maturinn var auðvitað vel heitur og við hitann af matnum slappaðist ég niður. Ég átti bágt með að kyngja og of seint áttaði ég mig á því að maturinn var of kry dd- aður fyrir mig svo ég slappaðist niður. Allur máttur var eins og sogaður úr mér. Ég fór því fram að útidyrum og reyndi að hvflast þar og bíða og sjá hvort lyfin myndu ekki bjarga mér og undrið gerðist einu sinni enn, þau virk- uðu og ég gat setið fundinn til kl. 14 en þá var ég alveg búin. Þegar heim kom varð ég að fara beint í rúmið það sem eftir var dagsins til að ná úr mér þreyt- unni. Þar varð ég að liggja og gerði ekkert, en gott er þá að eiga góða að sem elda og hugsa um heimilið og það áég. Ólöf S. Eysteinsdóttir. MG.-félagar á stofnfundi sínum. 136

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.