Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1993, Side 37

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1993, Side 37
Ráðstefnugestir bregða sér út í blíðuna. Frekari fróðleikur um M.G. sjúkdóminn. Niðurstaða norræns fundar sérfræðinga um vöðvaslensfár, sem haldinn var í Ósló 27.-28. september 1991. Takmarka verður meðferð vöðvaslensfárs (myasthenia gravis) sem mest við háskólasjúkrahúsin, þannig að hver staðurhafinæganfjöldasjúklinga til meðhöndlunar og til að tryggja sem besta meðferð, fullnægjandi kennslu heilbrigðisstétta og vísindarannsóknir. Nokkur sjúkrahús hafa þegar sérhæft sig á þessu sviði. Það eru tauglækningadeildirnar sem eiga að hafa heildarumsjón með sjúklingum með vöðvaslensfár og innan einstakra deilda á ákveðinn hópur að taka meðferðina að sér, til að tryggja sem Ifkasta meðferð. Greining vöðvaslensfárs byggist á klínískum einkennum, svörun við lyfjum og ónæmisfræðilegum rannsóknum. Mæling mótefna gegn nemum asetýlkólíns og annarra vöðvamótefna er mikilvæg og þarfnast gæðaeftirlits. Æskilegt er að geta í framtíðinni framkvæmt HLA-flokkun (flokk II). Hóstakirtilsskurður (thymectomia) er mikilvægur þáttur í meðferð flestra sem hafa vaxandi og útbreidd einkenni vöðvaslensfárs. Mikilvægt er að taugalæknar haldi utan um meðferðina fyrir og eftir aðgerðina. Efri aldursmörkin fyrir hóstakirtilsskurð ber ekki að ákvarða út frá aldrinum einum saman, heldur einkum af almennu ástandi sjúklingsins. Gefa þarf aðgerðinni nægan tíma (u.þ.b. eitt ár) til að sanna gildi sitt, áður en gripið er til annarrar meðferðar, svo fremi sem hratt vaxandi einkenni krefjist ekki annars. Hættan við að auka skammt barkstera hratt, virðist hafa verið ofmetin.Við langtímasterameðferð ætti ekki að nota stærri skammt en 7,5 mg/dag hjá konum eftir tíðahvörf og 10 mg/dag hjá öðrum. Reynist þörfin meiri, er mælt með að nota einnig Azathioprine. Blóðvatnsskipti reynast vel við að draga úr miklu máttleysi og kreppuástandi. Þörf er á nánu samstarfi milli lækna og félagasamtaka sjúklinga. Félagasamtök sjúklinga bera sérstaka ábyrgð á upplýsingagjöf. Norræna samvinnu um greiningu, meðferð og vísindarannsóknir þarf að auka. Frá M.G.-félaginu Kveðja til • • Oryrkja- bandalagsins M.G ■ félag íslands er nú orði ð félag i í Öryrkj abandalagiíslands og ég ætla af því tilefni að hripa nokkur orð á blað. Eg vil fyrir hönd okkar allra í M.G. félagi Islands þakka fyrir veitta aðild að Öryrkjabandalagi Islands. M.G. stendur fyrir Myasthenia gravis (vöðvaslensfár). Sjúkdómurinn er sjálfnæmissjúkdómur þar sem taugaboðin ná ekki að virkj a vöð vana. Hömlunin leynir sér og einkennin eru breytileg frá einum degi til annars og einni klukkustund til annarrar. Eftir stutta hvíld endumýjast kraftamir og þess vegna er áríðandi fyrir sjúklinga með M.G. að hvflast vel og ofreyna sig ekki. Þegar ég fór fyrst af stað til að ná fólki saman í félag um M.G. þá voru ekki mjög margir sem héldu að þetta væri hægt, við værum svo fá, en ég gafst ekki upp. Þar á dr. Sigurður Thorlacius læknirekki minnstarþakkir skyldar, hann hvatti mig og aðstoðaði. Eg er þeirrar skoðunar að ef þeir sem hafa algenga sjúkdóma þurfa skilning og stuðning þá þurfa þeir með sjaldgæfu sjúkdómana það ekki síður. Þennan stuðning ætlum við að veita hvort öðru. Eitt af fyrstu verkefnum þessa nýja félags er að komaeinhverju áblað um sjúkdóminn og dreifa því meðal almennings og sjúklinganna. Ólöf S. Eysteinsdóttir. Öryrkjabandalag lslands þakkargóða kveðju og óskir Ólafa rEysteinsdóttur. Það er einlœg von bandalagsins að hin tvö nýjufélög sem tekin voru inn í bandalagið á síðasta aðalfundi megi hafa virkilegt gagn afaðild sinni að bandalaginu. Mikilvœg trygging góðra tengsla er sú að hvert einstakt félag á stjórnunaraðild að bandalaginu, hvert félag á sinn stjórnarmann sem á alla möguleika á að koma fram sjón-armiðum síns félags innan banda-lagsins. Iþvífelst og styrkur banda-lagsins. r FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.