Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1993, Page 42

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1993, Page 42
Guðjón Sveinsson rithöfundur: FLÓTTI STÓRA, STÓRA GEITAPABBA Hann hafði keypt ýmislegt smálegt; kerti, lítil og stór, konfektkassa, vindlapakka og ilmvatn. Lítið, blátt glas sem fela mátti í lófa. Afgreiðslu- stúlkan lofað honum að finna ilminn. Hann minnt á angan ástar og skóga. Jú, takk. Hann ætlaði að fá það. - Á ég kannski að setja það í gjafaumbúðir? Já, ekki væri það verra. Reyndi að brosa. Orðið langt síðan. Mundi um leið eftir neðrigómnum er lá í glasi sínu á náttborðinu. Brosið næsta fraus. Stúlkan stungið snoturlegum pakka í bleikum umbúðum, brugðnum gulum borða sem myndaði eins konar rós, ofan í plastpokann hans. Brosað með skarð milli framtannanna (það gerði hana ögn krakkalega), og bauð gleðileg jól. Hann brosað á móti og mundi ekki hætis hót eftir neðri- gómnum á náttborðinu. Þögn hússins var meiri og dýpri en venjulega síðan... Lagði plastpokann á eldhúsbekkinn. Fór úr úlpunni, tók af sér trefil og vettlinga og lagði í for- stofuskápinn. Smeygði sér í inniskó. Staldraði við í ganginum. Hafði hann ekki gleymt einhverju? Þurfti varla að spyrja. Vissi það. Hann hafði ekki keypt jólatré. Vafði treflinum um hálsinn, fór í úlpuna. Móðir hans alltaf verið hrædd um að hann fengi lungnabólgu. Hélt út í þverrandi birtu desembersíðdegis- ins. Gekk hægt. Hlustaði á snarkið í snjónum undan fótum sér. Lá ekkert á, opið frameftir. Er heim kom, lagði hann litla grenitréð í sófann og kveikti ljós. Birtantindraði ádimmgrænubarrinu. Leiddi hugann að horfnum sumrum. Slökkti. Settist. Hvað vildi hann með þetta tré? Hafði ætlað að gleyma því. Fann sig vanmegna að fást við að skreyta það. Aldrei látið honum. Ekkert nostur. Óhandlaginn kallaðist það. En kannski fyndist henni betra að Guðjón Sveinsson. hann hefði jólatré. Það var málið. Það hafði alltaf verið jólatré frá því þau fluttu inn í þetta hús. Fyrst gervitré. Konan lagt bómullarlengjur á greinarnar. Þær minnt á snjó sem fallið hafði í logndrífu. Jólasnjór sem á jólakortum. Með stjörnur á dimmblárri festingu. Jólasveinar eða englar í forgrunni. Þetta jólatré var nú niðri í kjallara, vissi hann. Gleymt og grafið, grafið. Lét sig falla endilangan á sófann. Horfði út í húmdökkan heiminn... Grannar hendur klippa niður lengjuraf bómullargrisju. Mátar við grænar greinar. Hjal og ærsl barn- anna. Það yngra í körfu, hitt hlaupandi um. Fæst ekki í háttinn. Heimurinn fullur af spennandi atburðum, hlutum. Fullt af skrauti í pappakössum á gólf- inu og skór út í glugga. Kannski hægt að sjá jólasveininn læða góðgæti í hann. Vill hafa hönd á öllum marglitu kúlunum í kössunum. “Brjóttu ekki toppinn!”, kallar skreytingakonan. Ekki annað ráð vænna en láta þann með þumalfingurna taka fiktsaman erfingjann inn í ból. Lesa fyrir hann. Sá með þumalfingurna læs. Hafði meira segja tekist að nema leyndar- dóma siglingafræðinnar, kunni skil á flóðmun og logaritmum, misvísun og réttri miðun. Grefur upp myndskreytta bók, Geiturnar þrjár. “Vil vera hjá mömmu!” Litla mannveran brýst um. “Ussu, sussu. Það má ekki trufla mömmu, þá koma ekki jólin. Viltu ekki heyra um ljóta tröllið”. Ljót tröll kitlandi, ógnvænleg, spennandi. Allt í lagi meðan mamma eða pabbi lesa um þau, eru nálæg. Þá eru lítil börn örugg, en dálítið spennt. Bamið hættir mótþróa og leggst við hlið pabba í mömmurúm. Hjúfrar sig í handarkrika hans með tuskudúkkuna Jósefínu. Umvefur hana. “Einu sinni voru þriár...” “geitur”, segir sú stutta ákveðið. “Það var lítill kiðlingur. húnlitla...” “Kiðakið”. “Það var stóra...” “geitamamma”. “Qg það varstóri. stóri...” “geitapabbi”. “Fvrir neðan fiallið rann stór og mikil...” “á”. Og sagan rekur sig hefðbundin gegnum hverja síðuna af annarri. Myndir skoðaðar gaumgæfilega... “Tröllið ægilega sáu þær aldrei framar”. B ókin sígur úr höndum lesara niður á sængina. “Aftur, pabbi, aftur”, segir Jósef- ínumamma og strýkur linan búk bams- ins síns og klappar pabba á órakaða vanga. “Einu sinni var...”. “Aftur”. “Einu sinni var...”. “Aftur, aftur, aftur”... Birta sker í augu. “Ertu sofnaður?”. Fegursta rödd heimsins vekur hann, manninn með þumalfinguma. Augasteinn sefur, en Jósefína vakir. Starir út í herbergið með allt á hreinu. Deplar ekki auga. Þarf lítið að sofa. Lætur sér ekkert óviðkomandi. Tekur ekki afstöðu. “Þú hefðir getað háttað stelpuna”...

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.