Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1993, Qupperneq 44

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1993, Qupperneq 44
í garði. Hlustað á biskupinn fara með hið hefðbundna jólaguðspjall og sönginn. “Nóttin var sú ágæt ein”. Jólasálm fslendinga, alíslenskt listaverk. Horfði yfirí hornið, þar sem brúðkaupsmyndin hékk. Sá hana glöggt gegnum myrkrið. Stóð upp. Gekk varfæmum skrefum eftir síldar- gróðateppinu. Tók myndina. Kyssti konuna. Bara mynd, mynd undirhörðu gleri. Atti aðra umvafða blómum og hlýju. Sá laust hárið flæða í mjúkum hrynjanda sem bylgjur, bylgjur hafsins. ... Hann ætlar að lesa fyrir börnin, meðan hún skreytir jólatréð. Var nýkominn úr siglingu. Hafði keypt topp á tréð, sem átti engan sinn líka á ísa köldu láði, það hann áleit. En hvar var bókin um geiturnar þrjár? Fann hana hvergi. Meiri vitleysan. Snéri við öllu lauslegu í herbergjunum. Sagði eitthvað sem ekki var við hæfi, allra síst á jólum. Yrði víst að skjótast í bókabúðina og kaupa nýja. Vonandi var hann Guðmundur ekki búinn að loka. V afði trefli um hálsinn. Mamma sagt að hann mætti ekki láta sér verða kalt. Setti loðhúfuna upp og flýtti sér niður götuna. Sosum ekki langt að fara. Hann varð að banka. Kona, sem hann kemur ekki fyrir sig, birtist í gættinni. - Er búið að loka? - Loka? - Já, mig vantar bók. - Bók! Manstu ekki að pabbi er, við... - Það er bókin um geiturnar þrjár. Krökkunum og Jósefínu finnst hún svo skemmtileg. Hann aftur kominn með nefrennsli. - En, héma... - Það má þá vera sagan af Jósefínu, ef geitumar eru ekki til. Konan eins og hváði. - Saganaf Jósefínu, hérna, bíddu... Brást við og hvarf inn. Kom að vörmu spori með þunna bók. - Jú, við áttum eitt eintak. Gerðu svo vel. Brosti eins og gyðingakona. - Sei, sei, þessi með litmyndum. - Já, þetta er nýjasta útgáfan. Allt breytist. Konan dró peysuhálsmálið saman. - Breytist... já, satt segirðu. Hannreyndi aðkomakonunni fyrir sig. - Guðmundur er vís til að skrifa bókina hjá mér fram yfir áramótin. - Hún kostar ekkert. Hann sagði að þetta væri jólagjöf. Maðurinn hló. - Jæja, ekki öðruvísi. Skilaðu þakklæti. Leit í kringum sig. - Já, nú heyri ég í jólaklukkunum. Þakka þér fyrir. Hraðaði sér af stað. Vatt sér við og kallaði: - Já, og gleðileg jól! Lagðist inn í hjónaherbergið með bókina. Kveikti ekki. Þurfti þess ekki. Fann nálægð bamanna og Jósefínu. íí I inu sinni voru þriár... “geitur“. I— “Það var lítill kiðlingur. hún litla...” “Kiðakið”. “Það var stóra...” “geitamamma". “Qg það var stóri. stóri...” “geitapabbi”. “Fvrir neðan fjallið rann stór og mikil...” “á”... .. “Tröllið ægilega sáu þær aldrei framar”. “Aftur, pabbi, aftur”. “Uss, uss. Farðu að sofa Jósefínu- mamma, annarskomaenginjól. Farðu að sofa. “A morgun sérðu jólatréð, á morgun...“ “Eg vil heyra söguna”. “Einu sinnivomþrjár...““geitur...“ “Aftur, pabbi, aftur”, utan úr fjarskanum. ... Og tröllið tók litlu Kiðakið og stóru geitamömmu, vegna þess að stóri, stóri geitapabbi hafði flúið af hólmi. Guðjón Sveinsson rithöfundur, Breiðdalsvík. HLERAÐ í HORNUM Enskur erkibiskup fór í fyrstu opinberu heimsókn sína til New York. Menn höfðu varað hann við fréttamönnum sem væru afar aðgangsharðir og spyrðu óþægilegra spurninga. Við komuna var hann umkringdur fréttamönnum og einn djarfur í þeirra hópi spurði, hvort erkibiskupinn ætlaði sér að heimsækja einhvern af hinum frægu klúbbum New Y ork-borgar sem væri með nektardansmeyjar. Erkibiskupinn hugsaði sig vandlega um og sagði svo og brosti: „Eru einhverjirslíkirklúbbaríNew York?“ Allir hlógu og klöppuðu og næsta morgun var hann enn jafnánægður með þetta snjalla svar sitt þegar hann fékk morgunblöðin. Þar stóð með risafyrirsögn: Fyrsta spurning erkibiskupsins var: „Eru nokkrir klúbbar með nektardansmeyj um í New York?“ * Maður einn var að ræða ástamál sín og raupaði þar vel og rækilega og m.a. sér í lagi um það hve spennandi væri að leika sér að eldinum - það heillaði hann mest. Undir öllu þessu eldtali sagði kona ein: „Fyrst þú ert svona spenntur fyrir því að leika þér að eldinum af hverju gengurðu þá ekki bara í slökkviliðið?“ Ritstjóri mætti í vinnuna rétt fyrir tímann og því enginn kominn í afgreiðsluna frammi. Þangað inn snaraðist þá maður einn mætakunn- ugur á staðnum leit beint framan í ritstjórann og spurði: „Er enginn maður með viti hér?“ * Spurt var: Hvernig líkar þér nafnið Leifur Arnar? Svarað var að það væri ágætt. Og aftur var spurt: Hvernig myndi þér þá líka að sækja Leif Amar? (leifarnar).

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.