Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1993, Síða 46

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1993, Síða 46
ÞJÁLFUN UNGRA BARNA A Itengslum við aðalfund Öryrkja- bandalagsins var haldið hið ágæt- asta málþing um þjálfun ungra barna. Fjórir fyrirlesarar fluttu þar erindi og svöruðu fyrirspurnum fundar- manna. Hér á eftir verður lítillega tæpt á nokkrum atriðum úr afar glöggum og skýrt fram settum erindum. Stefán Hreiðarsson forstöðumaður Greiningar - og ráðgjafarstöðvar ríkisins kynnti hlutverk og skipan stöðvarinnar. Hann rakti sögu stöðvarinnar, aðsetur hennar fyrr og nú, en hún er nú að Digranesbraut 5 Kópavogi. Hann kvað skilgreiningu í nýjum lögum varðandi hlutverk vera mjög skýra og markhópurinn væri u.þ.b. lOObömúrhverjumárganginú eða um 2,5 %. Þar væru helztir: þroskaheftir, hreyfihamlaðir, málhamlaðir, blindir, heyrnarskertir, einhverfir og fjöl- fatlaðir. Greiningin sneri fyrst og fremst að fötluðum bömum og ungl- ingum. Hann fór yfir greiningarhugtakið, kom inn á hina ýmsu tilvísunaraðila og kvað stöðina vera með afar mikla breidd í starfsliði. Hann minnti á einstaka þjónustu- þætti: Göngudeildarþjónustu yngri bama, almenna göngudeild, almenna athugunardeild, sérhæfðar móttökur sem fæm vaxandi, foreldranámskeið, kennslu og þjálfun fagstétta, skráningu fatlaðra og fræðilegar rannsóknir á sviði fötlunar. Tryggvi Sigurðsson sálfræðingur fór yfir hinar fræðilegu forsendur, sem lægju til grundvallar þjálfuninni. Sálfræðingar víða um heim taka virkan þátt í þjálfun ungra bama og fram- kvæma mat á þeim og þörfum þeirra. Ræddi þá miklu viðhorfsbreyt- ingu, hversu fólk áður hafði enga trú á þjálfun og kennslu t.d. þroskaheftra og hversu nú væri unnt að ná mikil- vægum árangri einmitt þannig. Síaukin áherzla á að þjálfun sé sem víðtækust og bezt. Minnti á mismun- andi hugmyndafræði að baki og þar þætti hverjum sinn fugl fagur. Hann kvaðst mikill talsmaðurþjálfunar fyrir fötluð börn, þó árangur yrði alltaf erfitt að meta. Þó greind væri ekki hægt að “auka” þá ylli þjálfun betri nýtingu vitsmuna og aukinni félags- legri fæmi. Einnig væri minni hætta á geðrænum erfiðleikum. Beztur yrði árangur þjálfunar í samvinnu við for- eldra. Við þurfum að færa okkur frá kenni- og trúarsetningum yfir í sem bezta vitneskju um vandamálin, sagði Tryggvi. Guðlaug Sveinbjarnardóttir framkv.stj. svaraði spuming- unni: Er þjálfun ungra bama nauðsyn eða munaður? Hún greindi frá þeirri viðamiklu starfsemi fyrir böm sem fram færi hjá Styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra bæði áHáaleitisstöðinni svo og uppi í Reykjadal með sumarbúðum og helg- arvistun bama þar. Hún kvað greinilegt að verið væri að þrengja að þjálfuninni og gegn því yrði að snúast, þó tímar væru nú erfiðir. Meðal annars mætti kanna leiðir til breyttrar þjálfunar sem þýtt gæti jafn- góða þjónustu fyrir eitthvað minna verð. Hún greindi frá starfi þjálfaranna á stöðinni og lagði áherzlu á mikilvægi samstarfs þjálfara og foreldra. For- eldrum væri nauðsyn að gera allar stundir bamsins sem mest að kennslu- stundum í stað hj álpar sem beindist að því að gera bamið ósjálfbjarga. Yfir- völd virtust ekki alltaf gera sér ljóst að endurtekningin skapar færnina. Hún sagði misþroska böm í vaxandi mæli á stöðinni og þáttur iðjuþj álfunar varð- andi þau væri mjög veigamikill. Einmitt þetta væri nú skorið niður hjá Tryggingastofnun ríkisins og við því yrði að bregðast, svo mikil nauðsyn sem þjálfunin væri fyrir svo stóran hóp. Hafdís Hannesdóttir félagsráðgjafi var svo síðust fyrirlesara og ræddi hún um uppbyggingu á þjónustu fyrir fötluð böm og fjölskyldur þeirra. í fyrstunni hefði verið um framtak foreldra og foreldrasamtaka að ræða, en raunveruleg þróun hefði orðið í kjölfar lagasetningarinnar um öryrkja og þroskahefta. Hafdís greindi svo ljóslega frá þeim helztu úrræðum sem í boði væru og hversu til tækist. Árangur auðvitað misjafn, en afar áþreifanlegur þegar bezt gegndi. Hún lýsti þjónustunni alveg sérstaklega eins og hún snéri að sér sem félagsráð- gjafa. Hún ræddi sérstaklegaum mikil- vægi skammtímavistunar og stuðn- ingsfjölskyldna sem þýðingarmikilla úrræða fyrir foreldra, bæði þeim og börnunum til góðs. ér hafa aðeins verið tíunduð brot af fróðlegum fyrirlestrum sem voru vel þakkaðir í lokin. Vissulega hefðum við þó viljað sjá fleiri aðal- fundarfulltrúa á málþinginu sem var í beinu framhaldi fundarstarfa en ekki verður við öllu séð. H.S

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.