Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1993, Side 47

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1993, Side 47
ÁHRIF PSORIASIS Á HEGÐUN OG LÍFSSTÍL „Psoriasis er ekki léttvægt húðvandamál. Heilbrigðisyfirvöld, atvinnurekendur, læknastéttin og almenningur þurfa að gera sér grein fyrir þessu og takast á við vandann af meiri alvöru og festu“. Þetta álit er afgerandi í könnun sem kanadísku psoriasissamtökin gerðu nýverið meðal félagsmanna — með aðstoð þarlends lyfjaframleiðanda — þar sem leitað var álits á því hvort sjúkdómurinn hefði að dómi aðspurðra áhrif á hegðun þeirra og lífsstfl. I riti kanadísku samtakanna eru hel stu niður- stöður könnunarinnar nefndar þessar: 74% töldu að sjúkdómurinn hefði neikvæð áhrif á lífsstfl þeirra. Af þeim tilgreindi u.þ.b. helmingur skert sjálfs- traust, minnimáttarkennd og jafnvel fælni. Önnur atriði sem sjúkdómurinn var talinn hafa neikvæð áhrif á voru útlit, framtakssemi, fataval og félagslíf. Þegar spurt var um afstöðu almennings til þeirra, kom fram að 60% töldu viðmót fólks eðlilegt en aðrir töldu sig verða fyrir áreitni — af og til (31%) eða oft (6%). Af þessurn 37% nefndu flestir að fólk forðaðist að snerta það og héldi sig í fjarlægð. Aðrir (25%-1 %) til- greindu starandi augnaráð og bend- ingar, áleitnar spurningar, vanþekk- ingu, neikvæða afstöðu, ósmekk- lega brandara, þeir væru taldir óhreinir/sóðar, ekki boðið út, reknir uppúrsundlaugunum, meðaumkun, neitað þjónustu, hræðslu við að matast með þeim og neikvæð áhrif í viðskiptum og á vinnustað. Meðal atriða sem tilgreind voru í svari við spurningu um hvað væri erfiðast að sætta sig við — nefndu flestir vanlíðan og streitu. Því næst komu (með svörun á bilinu 57%— 25%) þekkingarskortur meðal fólks og skilningsleysi, tímafrekar meðferðir og erfiðar, líkamslýti, vitneskjan um að sjúkdómurinn er ólæknandi, sýnileg útbrot, áhyggjur og minnimáttarkennd, skert sjálfstraust, útilokun frá iðkun sunds og fleiri íþróttagreina, félags- og fjölsky ldulíf og tilfinningin um að vera óhreinn og óásjálegur. Loks kom fram að hver sjúklingur leitar ráða hjá að meðaltali 4 til 5 sér- fræðingum, og 7 af hverjum 10 telja að flestir læknar geri sér ekki grein fyrir hve víðtæk áhrif sjúkdómurinn hefur á líf þeirra. E.s. Þennan pistil rákumst við á í sérlega ágætu fréttabréfi SPOEX og þökkum fyrir birtingarleyfið. Þetta á ekki síður erindi til annarra en þeirra sem þessi sjúkdómur hrjáir. HLERAÐ í HORNUM Úr Imbakassafréttum: Og nú rétt á eftir tölum við við mann sem erekki fæddurí gær, lifir á loftinu og deyr ekki ráðalaus! * Vinnukona á bæ einum var að segja húsmóður sinni frá nýrri trúlofun og sagði: „Eg skil nú bara ekkert í manneskjunni - hann er heilsulaus ræfill og letingi, stórþjófur og lygari! “ Húsmóðirin aumkaði stúlkuna mjög en þá sagði vinnukonan: „O, blessuð vertu, ekki er hún betri“. * Kona nokkur var að ræða lát ungrar konu og sagði: Ekkert skil ég í blessuðum skaparanum að taka hana Rannveigu svona unga frá öllum þessum bömum, en auminginn hún Guðríður gamla í Garði getur ekki dáið hvernig sem guð reynir! * Ólafur Ketilsson var eitt sinn á ferð með áætlunarbíl sinn og flutti m.a. lík. Þegarkomið varað bænum þar sem skilja átti lfkið eftir var enginn niður við veg að taka á móti því. Varð því að skilja það eftir við brúsapallinn. Einum farþeganna varð að orði hvort ekki væri óviðkunnanlegt að skilja líkið svona eftir. Þá sagði Ólafur: „Heldurðu að hann hlaupi?“ * Hjónin sátu í brekkunni í þjóð- garðinum í Skaftafelli og horfðu yfir sandana. Þá varð manninum að orði: „Ekkert skil ég í viljanum í honum Flosa að ríða yfir alla þess sanda bara til þess að kveikja í einum bæ!“ * Einu sinni var góð og guðhrædd stúlka sem var svo kurteis að af bar. Svo gerðist það að stúlkan verðurbarnshafandi. Líðanú tímar fram og aldrei fæðist barnið. Var nú álitið að þetta væri allt misskilningur með þungunina og árin líða. Þegar kurteisa og góða stúlkan andast í hárri elli var hún krufin. Sátu þá þar inni tveir grá- hærðir öldungar og annar segir: „Þú fyrst“ og hinn svarar: „Nei - þú fyrst“. * Á árum áður voru ýmsirþingverðir allvel við aldur og einstaka ekki alltaf með á nótunum. Eitt sinn var einn þeirra sendur með símaboð til Jóhanns Hafstein sem þá var forsætisráðherra, Jóhann var hins vegar í ræðustól. Þingvörður lét það ekki á sig fá, stillti sér beint fyrir framan ræðustólinn og sagði, að vísu á lægri nótunum: „Jóhann, það er síminn“. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.