Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1993, Qupperneq 49

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1993, Qupperneq 49
Börn byggja Okkur barst hér í hendur á liðnu vori yfirlætislaust bókarkver sem innihélt nokkur ljóð sunnlenzkra barna, sem Fræðsluskrifstofa Suðurlands hefur gefið út. Okkur þótti vel við hæfi að birta nú á haustdögum nokkur þessara ljóða. Aðallega eru þetta órímuð ljóð, enda má segja að okkur rím- unnendum erfarið að blöskra dálítið hversu hið forna og vandasama ljóðform um leið hefur látið svo undan síga, að engu er lfkt. Hvoru tveggja er gott að haldist í hendur, líka til þess að fólk eigi val, geti borið saman form sem efnistök og fái um leið tilfinningu fyrir því hvað er ljóð og hvað ekki. En hvað um það. Hérna koma sýnishornin af Suðurlandi og megi lesendur vel njóta. LÆKURINN Um farveg liðast Iækur tær, lokkandi hljómar kliðið hans, er hann skoppar á steinum. Ungbarn björtum hlátri hlær, hoppar glatt um bakkann hans, lækurinn hlær með í leynum. Svo kemur hópur krakka, kannski í ævintýraleit. Bíður á lækjarbakka, barn í draumaleit. Anna Runólfsdóttir 10. bekk. Og þá er næst fjallað um duttlunga ástarlífsins af ærinni speki. ÞAÐ VAR EINU SINNI ÁST Regnið bylur á glugganum, það er rigning. Blómin lifa, þau eru jurtir. Hann situr við skrifborð sitt, skrifar ljóð, ástarljóð, til hennar. Sólin skín, það er sólskin. Fuglarnir blaka vængjunum, þeir fljúga. Hún situr á sólbekk sínum, skrifar ljóð, ástarljóð, til hans. Klukkan tifar, tíminn líður. Það logar í arninum, sprekin brenna. Þau sitja, hann í sófanum, les blað og reykir. Hún í ruggustól, prjónar og heimtar reyklaust heimili. Það var einu sinni ást. Sóley Guðgeirsdóttir 6. bekk. Og svo hér að lokum eitt til alvar- legrar umhugsunar: ALVEG EINS OG ÉG Einhversstaðar í heiminum er barn að opna ísskápinn alveg eins og ég. Einhvers staðar í heiminum er maður að semja ljóð alveg eins og ég. En á sama tíma og ég læt mér leiðast fyrir framan imbakassann berjast önnur böm, til að halda lífi. Lítil börn alveg eins og ég. Iris Grétarsdóttir 8. bekk. Ágæt sýnishorn þar sem greinilegt er að glöggt er að ýmsu hugað hjá hinum ungu. Ur vísnabanka Böðvars Guðlaugssonar Á sumarferðalagi um Dalasýslu var okkur m.a. sýndur steinninn þar sem fornkappinn Kjartan Ólafsson á að hafa verið veginn. Þá varð þetta til: „í Saurbænum var fólk að hamast í heyinu, þeim hörku tilþrifum reyni ég ekki að lýsa. En við steininn þar sem þeir káluðu Kjartani greyinu kom mér í hug þessi Ijómandi fallega vísa“. Á hestamannamóti fyrir mörgum árum, eða þegar „Gletta“ Sigurðar heitins Ólafssonar söngvara og hestamanns sigraði á flestum slíkum mótum, þótti vera orðið allsukksamt er líða tók á kvöldið. Um það var ort: „Líst mér þetta lauslát öld og litlar fréttir, góði þótt einhver „glettan" komi í kvöld kasólétt úr stóði“. Eg man ekki hvort það var á þessu móti eða við annað tækifæri sem ég hlustaði á mann nokkurn dásama góðhest sinn, sem hafði þó verið baldinn og hrekkjóttur í tamningu: „Þú átt skilið þökk og lof, þú ert fáka brestur, mér þó aldrei kom í klof kenjóttari hestur". Einhvern tíma var ég á samkomu, þar sem tannlæknar fluttu erindi um hirðingu tanna, áreiðanlega hin þörfustu erindi. En ég hafði takmarkaðan áhuga á máli þeirra og dútlaði við að teikna skrípamyndir á blaðsnepil: „Við að draga upp dverg og tröll dunda ég mér í næði og kollóttan mig kæri um öll kjaftræstingafræði". Ágæt kunningjakona okkar hjónanna átti merkisafmæli og nokkrar vinkonur hennar færðu henni forláta teppi, eins konar værðarvoð að gjöf. Eg lét þessa stöku fylgja teppinu: „Það tjóar víst ekki að tala um það, tæpast slíkt ég hreppi, en gaman væri að eiga þig að undir þessu teppi". Böðvar Guðlaugsson. Beztu þakkir. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.