Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1993, Page 51

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1993, Page 51
vetna hefur lagt málefnum fatlaðra sitt öfluga lið og á aðbaki giftudrjúgan feril hjáfélagi sínu svoogbandalaginu. Við væntum hins bezta af samstarfi við Olöfu og vitum af reynslu að þar fer hæf forystukona, heil og djarfhuga í hverju einu. Samhent forysta í hverjum félags- skap áorkar alltaf miklu og svo mun áfrant verða í Öryrkjabandalaginu, öllum fötluðum til farsældar. * Eitt lögbundinna verkefna Öryrkjabandalags íslands er að reka upplýsingaskrifstofu fyrir öryrkja. Fullyrða má að það sé gert samvizkusamlega, því bæði er hér reynt að gefa sem gleggstar upp- lýsingar um hvaðeina, sem spurst er fyrir um og fólki þá vísað frekar til vegar, ef þörf krefur, svo og reynt eftir ntegni að greiða fyrir þeim erindum sem fólk færir hér fram. í þetta fer vissulega ærinn tími oft á tíðum, en engu að síður má í yfir- gnæfandi fjölda tilfella segja með fullum rétti að þeim tíma sé vel varið. Vissulega er öll upplýsingagjöf alltaf að aukast í samfélaginu m.a. í þeim málum sem varða öryrkja mestu, bæði með bæklingum, blaðagreinum og öðrum fjölmiðlaupplýsingum auk greiðari svara við fyrirspurnum hvers konar. Hins vegar er margþætt starf- semi í þágu öryrkja þannig, að ekki liggja fyrir á einum stað upplýsingar um alla möguleika í hverju einu tilviki. Það sem einum hentar á ekki við annan og oft hefur verið leitað fanga á röng- um stöðum, oft með þeim afleiðingum að öryrkinn hefur lagt árar í bát. Lög og reglur varðandi málaflokk- inn eru líka sífellt að taka meiri og minni breytingum, svo oft er erfitt að átta sig á hvað það er sem gildir á h verjum tíma. Þörfin fyrir upplýsinga- gjöf hér er því ótvíræð og okkur skylt að gera hana sem bezt úr garði. Lögfræðiþjónusta Jóhanns Péturs hér á þriðjudagsmorgnum er gildur þáttur þessarar aðstoðar, enda afar margir sem notfæra sér hana. Meginatriðið er það að hér fari enginn öryrki bónleiður til búðar og það reynunt við að tryggja sem bezt við kunnum. * Nú er áætlað að ljúka lagagerð þeirri sem varðar tryggingamál vegna EES-samningsins fyrir áramót. Eins og lesendum ætti að vera kunnugt er núverandi lagabálki um almannatryggingar þar skipt í tvennt og þar eru dregin út ýmis trygginga- atriði, sem eftir breytinguna nefnast lög um félagslega aðstoð. Öryrkja- bandalagið lýsti á liðnu vori áhyggjum sínurn varðandi þennan aðskilnað og taldi hættu á túlkun í kjölfarið sem ekki kæmi skjólstæðingum bandalags- ins til góða í framtíðinni. Þessarábendingarbandalagsins og fleiri hafa nú verið ítrekaðar við heilbrigðis- og trygginganefnd Alþingis og vonandi fá þær einhvern hljómgrunn. Auðvitað hefði og verið æskilegt við þessa lagabreytingu nú að taka lögin í heild til nokkurrar endur- skoðunar, en trúlega gæti það verið vafasamt, þegar ekki blæs byrlega í ytri aðstæðum þjóðarbúsins. Hins vegar eru a.m.k. tvær breyt- ingar til mikilla bóta í frumvarpinu nú um almannatryggingar og varðar annað hinn sjálfsagða rétt öryrkja til bóta sjúklingatryggingarog hitt atriðið snertir svo framkvæmd svokallaðrar öryrkjavinnu, þó ljóst sé að þar þarf betur að gera en frumvarpið gerir ráð fyrir. Að því verður bandalagið að vinna að fá fram þar þá breytingu að bætur tryggingaþega falli ekki með öllu brott meðan á vinnutíma stendur, heldur gildi þar um hinar almennu skerðingarreglur. V onandi fæst sú réttláta leiðrétting fram. Þá má segja, að við lagagerð þessa fáist fram tvær veigamiklar breytingar til hagsbóta fyrir okkar fólk. Ekkert lát er áatvinnuleysi því sem nú hrjáir samfélagið með ógnar- legum afleiðingum. Þó ekki sé mikið um það fáum við hingað kvörtunar- raddiröryrkja, semkveðast sannfærðir um að fötlun þeirra hafi valdið uppsögn þeirra úr vinnu, en oftast hefur verið um almennan samdrátt að ræða og fleiri þá fengið að kenna á atvinnu- leysinu. Frá Vinnumiðlun fatlaðra hjá Reykjavíkurborg fáum við þær upp- lýsingar að atvinnuástand hjá fötluðum sé erfitt og einkar örðugt að koma atvinnulausum í störf. Alvarlegustu fréttirnar sem við höfum fengið eru þó frá heyrnarlausum, þar sem atvinnu- leysi meðal þeirra er nú yfir 25%, en fyrir tveim árum var það nær óþekkt. Þetta eru slæm tíðindi og við þeim verða stjórnvöld að bregðast sem bezt þau kunna. Sú spurning vaknar og hvort ekki sé nauðsyn þess að vinnumála- skrifstofa félagsmálaráðuneytis hafi á hverjum tíma haldgóðar upplýsingar úr sínum atvinnuleysistölum um hlutfall öryrkja í þeim alltof stóra hóp sem gengur atvinnulaus. Samtökum fatlaðra er nauðsyn að hafa sem gleggsta og ótvíræðasta vitneskju um þetta, svo unnt sé að sjá, hvort atvinnuley sið bitni harðar á þeirra fólki en almennt er. Sú tilhneiging sem við þekkjum af fréttum erlendis frá að ekki saki eins mikið að segja öry rkjum upp, því hald þeirra sé þó í trygginga- bótum, gæti vissulega orðið uppi á teningnum hér. Allt slíkt þarf vel að varast. H.S. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.