Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1993, Page 52

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1993, Page 52
Tölvumiðstöð fatlaðra Tölvumiðstöð fatlaðra (TMF) Að Tölvumiðstöð fatlaðra standa eftirtalin félagasamtök: Landsamtökin Þroskahjálp, Sjálfsbjörg landsamband fatlaðra, Blindrafélagið, Félag heyrnarlausra, Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra og Öryrkjabandalag íslands. Tölvumiðstöð fatlaðra er þjónustumiðstöð sem veitir upplýsingar og ráðgjöf varðandi tölvur og tölvuvæddan búnað. Hún þjónar öllum hópum fatlaðra. Tölvuver fyrir fötluð börn og unglinga Tölvuver fyrir fötluð börn og unglinga er sex mánaða tilraunaverkefni á vegum Tölvumiðstöðvar fatlaðra. Markmið tölvuversins er að gera fötluðum börnum og unglingum kleift að nýta sér tölvutæknina. Einnig að veita foreldrum, kennurum og öðrum tækifæri til að fylgjast með nýjungum og möguleikum sem tölvutæknin veitir fötluðum. í tölvuverinu eru helstu tegundir tölva ásamt tilheyrandi hugbúnaði og sérbúnaði. Starfsmenn tölvuversins eru Sigrún Jóhannsdóttir talmeinafræðingur og forstöðumaður Tölvumiðstöðvar fatlaðra og Jens Tollefsen kennari og tölvuráðgjafi. Foreldrar, kennarar og aðrir geta pantað tíma í tölvuveri, tekið barnið með og prófað hugbúnað og sérbúnað með ráðgjöf starfsmanna tölvuversins. Tölvumiðstöð fatlaðra er til húsa í Hátúni 10, síminn er 629494.

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.