Fréttablaðið - 14.05.2020, Page 2

Fréttablaðið - 14.05.2020, Page 2
Veður Vestan 5-13 m/s og víða dálítil væta með hita 5 til 10 stig. Þurrt suðaustanlands og heldur hlýrra. Hægari vindur og úrkomulítið norðan til landinu, en súld eða rigning í öðrum landshlutum. SJÁ SÍÐU 22 Bætt aðstaða við Esjurætur COVID-19 „Þegar viðmið um fjölda var 20 manns, þá tók því ekkert að hafa opið og það voru bara örfáir staðir opnir en um leið og hámarkið hækkaði í 50 fóru menn að sjá stemningu í því að hafa opið og fleiri og fleiri fóru að opna,“ segir Jóhann Karl Þórisson, aðstoðaryfir- lögregluþjónn á lögreglustöðinni á Hverfisgötu. Lögreglan heimsótti um 50 bari og veitingastaði á mánudag og þriðjudag til að hafa eftirlit með því hvort samkomubann og til- mæli um rekstur slíkra staða vegna kórónaveirufaraldursins væru virt. Fjöldi fólks sótti veitingastaði og bari þessa daga og þrátt fyrir að götur borgarinnar væru að mestu auðar var mikil stemning inni á stöðunum. „Samkvæmt auglýsingu heil- brigðisráðherra er leyfilegt að hafa veitingastaði opna en ekki krár, bari og skemmtistaði,“ segir Jóhann. „Við vorum farnir að fá hringingar frá bareigendum sem voru með lokað hjá sér en bentu okkur á að aðrir barir væru opnir,“ bætir hann við. Lögreglan fór á stjá á mánudags- kvöld og komst á snoðir um að þrír barir væru opnir þrátt fyrir að hafa ekki til þess tilskilin leyfi. „Svo dag- inn eftir fórum við á yfir 40 staði. Þrjátíu þeirra voru lokaðir en aðrir fjórtán voru opnir og tíu þeirra voru með rétt leyfi en fjórir þeirra voru það ekki. Samtals voru því sjö staðir opnir sem máttu ekki vera opnir,“ segir Jóhann. Á þriðjudagskvöld var stemn- ingin inni á mörgum stöðum líkt og um föstudags- eða laugardags- kvöld væri að ræða. Fjöldi fólks kom saman og mörg dæmi voru um að fólk virti ekki tveggja metra regluna og heilsaðist jafnvel með handabandi eða faðmlagi. Jóhann segir lögregluna fylgjast vel með því hvort að veitingastaðir borgarinnar geti tryggt tveggja metra fjarlægð á milli viðskiptavina sinna. „Ef pláss milli borða er tveir metrar og fólk á kost á því að halda tveggja metra fjarlægð sín á milli er það í lagi, lögreglan er ekki að skipta sér af því hvort fólk haldi þeirri fjar- lægð sín á milli ef það er úti að borða með sínum nánustu,“ segir Jóhann. Þá segir hann að þeir staðir sem voru opnir þegar lögregluna bar að garði án þess að hafa til þess leyfi hafi fengið viðvörun, en verði þeir uppvísir að slíku athæfi að nýju geti þeir átt von á sekt sem geti numið allt að hálfri milljón. „Vonandi fá svo bara allir að hafa opið eftir 25. maí líkt og talað hefur verið um. Þá dreifist fólk betur og hefur meira val.“ birnadrofn@frettabladid.is Sjö barir hafa fengið viðvörun frá lögreglu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur á undanförnum dögum haft afskipti af sjö börum og skemmtistöðum sem ekki höfðu leyfi til að vera opnir. Eig- endur staðanna fengu viðvörun en mega eiga von á sekt opni þeir að nýju. Síðustu kvöld hafa margir heimsótt veitingastaði og bari. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI COVID-19 Umferð um Landspítala við Hringbraut og í Fossvogi verður óhindruð frá og með 18. maí. Milli klukkan 16 til 19 verða legudeild- ir opnar. Miðað er við einn gest á hvern sjúkling og mega heimsóknir ekki vera lengri en klukkustund. Á öðrum deildum Landspítala, til að mynda Landakoti, Vífilsstöðum, Grensás og líknardeild, verða heim- sóknir einnig leyfðar á heimsóknar- tímum en á Kleppi og í Rjóðrinu verða heimsóknir í samráði við starfsfólk. Frekari upplýsingar um heimsóknartíma og hámark gesta má finna á vef Landspítala. – fbl Heimsóknir leyfðar á ný Einn gestur leyfður á hvern sjúkling. KJARAMÁL Guðlaug Líney Jóhanns- dóttir, starfandi formaður Flug- freyjufélags Íslands (FFÍ), segir Ice landair hafa gengið á bak orða sinna með tölvupóstsendingu til félagsmanna í gær. „Við vinnum nú í kapphlaupi við tímann að því að tryggja framtíð félagsins til lengri tíma og störf okkar allra,“ segir í tölvupósti sem Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, sendi f lugfreyjum og -þjónum félagsins. Þar kynnti hann helstu atriði í ný ju m k jarasamning i sem Icelandair hefur boðið. Mikillar óánægju gætir hjá f lugfreyjum með tilboð Icelandair sem sagt er fela í sér tugprósenta kjaraskerð- ingu. Bogi segir félagið róa lífróður. „Báðir aðilar hafa lagt fram tilboð en tillögur FFÍ eru ekki til þess fallnar að ná markmiðum okkar um að tryggja framtíð félagsins,“ segir í póstinum. Flugmenn hjá félaginu fengu sams konar sendingu frá forstjór- anum í fyrradag en Icelandair hefur óskað eftir breytingum á kjara- samningi f lugmanna. Guðlaug segir í pósti til félags- manna að Icelandair hafi á samn- ingaf undi geng ist við því að slíkur póstur yrði ekki sendur á félagsmenn FFÍ. Með þessu sé félagið að grípa inn í kjaraviðræður. Enginn árangur varð af samningafundi hjá Ríkissáttasemjara í gær. – sar Tölvupósturinn sé inngrip í kjaraviðræður Flugfreyjur fyrir samningafundinn. Nýju salernishúsi var komið fyrir á Mógilsá við Esjurætur í gær. Með tilkomu þess bætist aðstaða þess fjölmarga göngufólks sem leggur leið sína á þetta bæjarfjall Reykvíkinga. Um tíu þúsund manns skrifa nafn sitt í gestabækur Ferðafélagsins á fjallinu á sumri hverju. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Við vorum farnir að fá hringingar frá bareigendum sem voru með lokað hjá sér en bentu okkur á að aðrir barir væru opnir. Jóhann Karl Þórisson, aðstoðaryfirlögregluþjónn 1 4 . M A Í 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.