Fréttablaðið


Fréttablaðið - 14.05.2020, Qupperneq 15

Fréttablaðið - 14.05.2020, Qupperneq 15
Þorsteinn Pálsson AF KÖGUNARHÓLI Á þessari öld hefur Sjálfstæðis- flokkurinn kosið að halda frið- inn við þá sem líta á atkvæði sem skiptimynt. Nýleg ummæli þeirra Loga Einarssonar, formanns Sam­fylkingarinnar, og Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar um jöfnun atkvæða milli landshluta má endur­ segja þannig, að þeir telji jafnræði ekki forgangsmál.“ Þannig hefst grein, sem Þröstur Ólafsson hagfræðingur skrifaði nýverið í Kjarnann. Tilefni hennar voru viðbrögð þessara tveggja for­ manna við svari Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra við þeirri fyrirspurn Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, formanns Viðreisnar, hvort setja ætti jöfnun kosningaréttar á dagskrá við endurskoðun stjórnarskrárinnar. Í grein sinni segir Þröstur Ólafs­ son einnig: „Jöfnun atkvæðavægis er mergurinn málsins. Það er ekki og má aldrei verða skiptimynt, því þarna liggur lykillinn að samfélagslegum grundvelli lýðræðislegra stjórnarhátta. Það er þó huggun harmi nær að Við­ reisn heldur kúrs.“ Rökræðukönnunin setti jafnt vægi atkvæða á dagskrá Rekja má aðdraganda þessarar umræðu til viðhorfskönnunar, sem forsætisráðherra og formenn stjórn­ málaflokka beittu sér fyrir á liðnu ári. Henni var svo fylgt eftir með rökræðu­ könnun, sem er afar merkilegt nýmæli hér á landi. Þar fékkst skýr mynd af því hvernig fólkið í landinu hugsar um endurskoðun stjórnarskrárinnar. Forsætisráðherra setti jöfnun atkvæða ekki á dagskrá við þá áfanga­ skiptu endurskoðun stjórnarskrárinn­ ar, sem nú fer fram. Rökræðukönnunin sýndi hins vegar að fólkið í landinu telur að þetta viðfangsefni eigi að vera á dagskrá. Þegar að var spurt, gat forsætisráð­ herra því varla gengið skemur til móts við þetta afgerandi álit en að bjóðast til að kanna hug formanna annarra flokka til þess. Ætla verður að hugur hafi fylgt máli. En ekki er unnt að úti­ loka að þetta hafi aðeins verið leikur í stöðunni til að geta sagt við þjóðina að ekki hafi verið nægur samhugur á Alþingi. Jöfnuður, skiptimynt eða: ekki forgangsmál Þegar kemur að spurningunni um vægi atkvæða má með hæfilegri einföldun skipta afstöðu stjórnmálaflokka í þrennt: Fyrst eru það þeir sem telja að jafn atkvæðisréttur sé grundvallarregla lýðræðislegra stjórnarhátta og megi því ekki vera skiptimynt til þess að jafna mismunun á öðrum sviðum. Svo eru það þeir sem telja að atkvæðarétturinn eigi beinlínis að vera skiptimynt. Hugsunin virðist vera þessi: Þar sem hallar á landsbyggðina telst það jafnað út í skiptum fyrir þyngri atkvæði. Þannig eru allir jafnir. Þá eru það þeir sem vilja, eða segjast vilja, jafnan kosningarétt en telja að ekki beri að setja það mál í forgang þegar hagkvæmt þykir að halda friðinn við fylgjendur skiptimyntarhug­ myndafræðinnar. Að rjúfa friðinn Á síðustu öld rauf Sjálfstæðisflokkur­ inn tvívegis, 1942 og 1959, friðinn við fylgjendur hugmyndafræðinnar um atkvæði sem skiptimynt. Þá voru skref stigin til jöfnunar atkvæða í samvinnu við Alþýðuflokk, Sósíalista og síðar Alþýðubandalag. Við lok síðustu aldar stigu svo allir f lokkar í sátt og sam­ lyndi lítið skref í áttina. Á þessari öld hefur Sjálfstæðis­ flokkurinn kosið að halda friðinn við þá sem líta á atkvæði sem skipti­ mynt. Engum ætti að koma á óvart að miðflokksmenn fylgi hinni gömlu rótgrónu afstöðu Framsóknar um mis­ vægi atkvæða. En ugglaust hefur það komið fleirum en Þresti Ólafssyni í opna skjöldu, að jafnaðarmenn á Alþingi skyldu nú í fyrsta sinn flytja sig yfir í raðir þeirra sem telja að friðurinn við fylgjendur hugmyndafræðinnar um atkvæði sem skiptimynt, skuli hafa forgang. Eftirfylgnin á Alþingi veikt Ræða, sem Birgir Ármannsson, for­ maður þingflokks sjálfstæðismanna, hélt fyrr í vetur um þetta efni á Alþingi, benti til þess að ekki væri útilokað að flokkur hans væri nú tilbúinn til þess að taka höndum saman við aðra þá sem vilja jafna vægi atkvæða. Líklega þarf þó mikinn þrýsting til þess að það gerist. Álit fólksins í rökræðukönnuninni ýtti greinilega við Sjálfstæðisflokkn­ um. Það veikir hins vegar eftirfylgnina á Alþingi, ef Samfylkingin hyggst í raun skerast úr leik, í fullkominni andstöðu við það álit. Sögulegt tækifæri gæti af þessum sökum farið forgörðum. Eru atkvæði skiptimynt? Forsetaefni með víðtæka reynslu Ég býð mig fram til forseta Íslands sem forseti allra Íslendinga, en ekki sem hagsmunaaðili stórfyrirtækja eða stjórnmálaflokka. Er það mín ósk að þetta embætti sé notað á þann hátt að forseti geti fært valdið til þín í umdeildum málum. Framboðið mitt er kostað af mér og þigg ég enga styrki en þarf nauðsynlega á meðmælum að halda svo það geti orðið af því. Nú þarf ég að safna meðmælendum hratt og hef til þess nokkra daga, fram að miðnætti 19. maí. Það er gert í gegnum kosningakerfi á www.skra.is. Notast er við rafræn skilríki eða Íslykil. Magnús Ingberg Jónsson Skráðu þig sem meðmælandi á skra.is Við í Samfylkingunni höfum lagt það til að þeir sem hafa einhver tengsl við af lands­ svæði og skattaskjól fái ekki aðstoð úr ríkissjóði vegna COVID­19. Stjórnarflokkarnir hafa ekki tekið undir þá tillögu með okkur. Panamaskjölin sýndu að umfang aflandsvæðingar íslensks efnahags­ lífs var einstakt í heiminum á þeim tíma sem gögnin náðu til. Engin ástæða er til að ætla annað en að slíkt sé enn stundað hér á landi. Milljarðar eru í skattaskjólum sem fólk felur svo það þurfi ekki að greiða sinn hlut til samfélagsins, til heilbrigðisþjónustu, í vegi, löggæslu eða þróunarhjálp. Jafnaðarmenn hafi ætíð barist gegn hvers konar skattaundanskot­ um. Við getum ekki sætt okkur við að auðmenn nýti sér skattakjól og láti aðra bera þeirra hlut í velferðar­ kerfinu. Eina leiðin til að vinna gegn þeim samfélagsmeinum er að banna slíka starfsemi með öllu. Alls ekki má styrkja starfsemina með almannafé. Pólitísk átök munu fylgja því að uppræta skattaskjól því hags­ munir þeirra sem nýta sér þau eru miklir og þau munu standa saman og segja að það hafi ekkert upp á sig að banna skattaskjólin. Og að ekki megi setja girðingar vegna þess að sumar flétturnar séu löglegar. Þessa röksemd höfum við oft heyrt, m.a. frá ráðamönnum. Það er algjörlega óásættanlegt að rétta þeim einstaklingum og fyrir­ tækjum fjármuni úr ríkissjóði sem hafa ekki greitt sinn sanngjarna skerf til samfélagsins og hafa sett upp fléttur og f lóknar millifærslur beinlínis til að komast hjá því. Á þessum erfiðu tímum, þegar glímt er við heimsfaraldur með tilheyr­ andi tekjufalli og efnahagserfiðleik­ um heimila, fyrirtækja, ríkissjóðs og sveitarsjóða á að setja um það skýr skilyrði í lögum. Vandinn sem við jafnaðarmenn stöndum frammi fyrir er andstaða ríkisstjórnar Katr­ ínar Jakobsdóttur og stjórnarmeiri­ hlutans við þetta réttlætismál. Á tímum heimsfaraldurs er kallað eftir gildum jafnaðarmanna um réttlæti, samstöðu og lýðræði og stjórnmálamönnum sem standa í lappirnar gegn spillingu. Að standa í lappirnar Oddný G. Harðardóttir þingflokksfor- maður Sam- fylkingarinnar Það er algjörlega óásættan- legt að rétta þeim einstakl- ingum og fyrirtækjum fjár- muni úr ríkissjóði sem hafa ekki greitt sinn sanngjarna skerf til samfélagsins og hafa sett upp fléttur og flóknar millifærslur beinlínis til að komast hjá því. Blaðið í dag og safn eldri blaða á frettabladid.is S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 15F I M M T U D A G U R 1 4 . M A Í 2 0 2 0

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.