Fréttablaðið - 14.05.2020, Síða 44
Nú styttist í að upp-tök u m á st ut t-my n d i n n i R á n ljúki, en um er að ræða alvestfirska framleiðslu. Söfn-
un stendur yfir til að klára frágang
á myndinni en þeim, sem leggja
henni lið, gefst kostur á að velja
hvernig hún endar. Myndin er hug-
arfóstur Fjölnis Baldurssonar sem
fer einnig með leikstjórn. Rán fjallar
landsbyggðardrenginn Gunnar sem
þarf að fara í næsta bæjarpláss til að
sækja kærustu sína til vinnu. Fer þá
af stað æsispennandi atburðarás,
þar sem Gunnar hittir meðal ann-
ars dularfullan puttaferðalang að
nafni Rán.
„Þema myndarinnar er mann-
legur breyskleiki, freistingar og
hvernig ein ákvörðun getur sett allt
á annan endann,“ segir Fjölnir.
Hugmyndina segist hann hafa
fengið frá eigin reynslu af því að
ferðast á puttanum.
„Ég hef farið í kringum landið og
um alla Evrópu á puttanum. Þetta
er í raun bara byrjun á sögu, ég var
að gera handrit að mynd í fullri
lengd. Fannst bara þessi byrjun á
myndinni þannig að hægt væri að
gera hana sjálfstæða. Smám saman
stækkaði sagan, fór á flug og þá bara
varð ég að gera hana.“
Hefur lent í ýmsu á vegum úti
Hann segir söguna innblásna af
atburðum sem áttu sér raunveru-
lega stað.
„Ég var einu sinni tekinn upp í
bíl af konu á besta aldri. Hún var úr
sveit og ég var þar eina nótt og lenti
í vandræðalegri uppákomu sem ég
get ekki sagt nánar frá, án þess að
spilla sögunni í myndinni. Myndin
er lituð af svörtum húmor með dass
af smá erótík,“ segir hann.
Hann segist hafa lent í ýmsum
ævintýrum á ferðalögum sínum
um Evrópu.
„Maður lenti í ýmsu, eins og að
hoppa út úr bíl á hraðbraut á fullri
ferð, líkamsleit af hermönnum í
Frakklandi vegna gruns um hryðju-
verkastarfsemi og svo auðvitað
sagan sem varð mér innblástur við
gerð myndarinnar,“ segir Fjölnir.
Aðalleikkonan og aðstoðarleik-
stjórinn veiktust bæði af COVID-19
en náðu heilsu og losnuðu úr sóttkví
áður en að tökurnar hófust.
„Við stefnum svo ótrauð á að
frumsýna í september og ætlum að
hafa eina fyrir sunnan og aðra hjá
Dúa í besta bíóinu á Ísafirði,“ segir
hann.
Þrjár útgáfur
Ákveðið var að taka upp þrjár
útgáfur af endi myndarinnar. Þeir
sem leggja söfnuninni lið fá að sjá
allar útgáfurnar og velja endinn sem
sem þeim finnst bestur.
„Ef menn hafa leikstjóradraum-
inn í maganum, þá er þetta ekki
vitlaust start,“ segir Fjölnir kíminn.
Hann segir það hafa verið lítið
mál að manna í stöður við gerð
myndarinnar, enda mikið af hæfi-
leikafólki að finna fyrir vestan.
„Við erum með heimsklassa
myndatökumann, hann Baldur Pál,
og frábæran hljóðmann sem gerði
allt til að ná réttu hljóði. Hann var
oft í skottinu við tökur á atriðum
inni í bílnum. Svo stóðu allir sig
dásamlega. Magnús og Ninna eru
að sunnan og smellpössuðu inn
í hópinn. Við erum með vel val-
inn leikarahóp, ásamt því að hafa
menn í aukahlutverkum sem voru
bara þeir sjálfir. Hlutverkin voru þá
skrifuð fyrir þá,“ segir Fjölnir.
Flúði útgöngubannið á Spáni
Fjölnir hefur verið með annan
fótinn á Spáni, og stefndi á að vera
f luttur þangað alfarið, en vegna
veikinda í fjölskyldunni var því
frestað um ár.
„Ég var að fínpússa handritið og
sleikja sólina þegar þessi lokun kom
á úti. Þetta voru skrítnir tímar, að
mega ekki fara út nema í búðina, en
maður keypti bara einn hlut í einu
og fékk ágætis hreyfingu. Síðan
komst ég heim með síðasta f lugi
Norwegian til að komast í upptök-
urnar. Ég sé fram á að vera áfram á
Íslandi og búa til meira bíó.“
Fjölnir hefur starfað sem sjómað-
ur um árabil en sinnir sjómennsk-
unni nú í hálfu starfi til að geta sinnt
ástríðu sinni fyrir kvikmyndagerð.
„Sjómennskan er meira en fullt
starf, svo nú er ég kominn í hálft
starf á sjó. Það ákvað ég til að geta
klárað þetta verk og undirbúið
stóra kvikmynd sem á að taka upp
á næsta ári. Síðustu ár hef ég verið
að sanka að mér búnaði til að gera
kvikmyndir, sem ég hefði aldrei
getað nema af því að ég hef verið á
sjó og þénað vel,“ segir hann.
Hægt er að leggja söfnuninni lið á
karolinafund.com.
steingerdur@frettabladid
SÍMAR AUGLÝSINGADEILDIR – AUGLÝSINGASTJÓRI: Gústaf Bjarnason gustaf@frettabladid.is ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 550 5050:
Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson, hlynur@frettabladid.is , Sigfús Örn Einarsson sigfus@frettabladid.is, Örn Geirsson orn.geirsson@frettabladid.is FÓLK/
SÉRBLÖÐ SÍMI 550 5077: Atli Bergmann atli@frettabladid.is, Arnar Magnússon arnarm@frettabladid.is, Jóhann Waage johannwaage@frettabladid.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@
frettabladid.is, Ruth Bergsdóttir ruth@frettabladid.is. FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 550 5056: Hrannar
Helgason hrannar@frettabladid.is, Viðar Ingi Pétursson vip@frettabladid.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 550-5055: Guðrún Inga Grétarsdóttir gudruninga@frettabladid.is
ÉG VAR EINU SINNI
TEKINN UPP Í BÍL AF
KONU Á BESTA ALDRI. HÚN VAR
ÚR SVEIT OG ÉG VAR ÞAR EINA
NÓTT OG LENTI Í VANDRÆÐA-
LEGRI UPPÁKOMU SEM ÉG GET
EKKI SAGT NÁNAR FRÁ, ÁN ÞESS
AÐ SPILLA SÖGUNNI Í MYND-
INNI.
FRÍTT
KAKÓ
OG
KAFFI
Í EINUM GRÆNUM
Renndu við í næstu verslun okkar
og gríptu með þér rjúkandi bolla
af kakó eða kaffi í okkar boði.
Hlökkum til að sjá þig.
Fékk hugmyndina
frá eigin reynslu af
puttaferðalögum
Stuttmyndin Rán er hugarfóstur kvikmyndagerðar- og sjómanns-
ins Fjölnis Baldurssonar. Hann er Ísfirðingur í húð og hár og var
töku- og leikaraliðið að mestu mannað með fólki að vestan. Nú
stendur yfir söfnun til að klára frágang myndarinnar.
Fjölnir stefnir á að gera kvikmynd í fullri lengd á næsta ári. MYND/AÐSEND
1 4 . M A Í 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R32 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð