Víkurfréttir


Víkurfréttir - 02.01.2020, Blaðsíða 17

Víkurfréttir - 02.01.2020, Blaðsíða 17
Breytt leiðakerfi almenningsvagna í Reykjanesbæ Núna um áramótin, eða mánudaginn 6. janúar, tekur gildi breytt leiða- kerfi almenningsvagna í Reykjanesbæ (Strætó). Meginbreytingin er sú að leið nr. 1 (Keflavíkurleið) og leið nr. 2 (Njarðvíkurleið) verða sameinaðar og mun sú leið kallast R1. Leið nr. 3 (R3-Ásbrú) verður áfram sér leið sem og leið nr. 4 (R4-Hafnir). Áfram verður skiptistöð við Kross- móa. Í samtali við Sigurð Inga Kristó- fersson, deildarstjóra umhverfismála hjá Reykjanesbæ, kom fram að þessi breyting er fyrst og fremst gerð til að bæta leiðarkerfið fyrir íbúa bæjarins. Það er ekki einungis leiðarkerfið sem breytist heldur verður þjónustan stór- bætt með auknum helgar- og kvöld- ferðum en óskir um slíkt hafa borist frá notendum kerfisins. Akstur hefst kl. 7:00 á virkum dögum þannig að þeir sem þurfa að komast á milli hverfa geta nýtt sér almenningsvagna til að koma sér til vinnu eða í skóla fyrir kl. 8:00, þrátt fyrir að þurfa skipta um vagn. Þá verður ekið virka daga til kl. 23:00 á kvöldin en þar er hugsunin helst sú að ungmenni sem stunda íþrótta- og tóm- stundastarf geti nýtt sér kerfið betur. Á virkum dögum verður ekið með 30 mínútna tíðni til kl. 19:00 en eftir það á 60 mínútna fresti. Um helgar er ekið frá kl. 10:00 til kl. 20:00 með 60 mínútna tíðni á laugardögum. Hingað til hefur akstur á sunnudögum ekki verið í boði en hann bætist nú við og verður keyrt frá kl. 10:00 til kl. 17:00 með 90 mínútna tíðni. Þetta er gert í tilraunarskyni og gaman verður að sjá hvort bæjarbúar muni nýta sér þessa þjónustu. Áfram verður pöntunarþjón- usta fyrir íbúa í Höfnum sam- kvæmt tímatöflu leiðar R4- Hafnir. Meginstoppistöðvarnar verða gerðar betri hvað varðar aðgengi og lýsingu að sögn Sigurðar. Árskortin fyrir árið 2020 eru komin í sölu og er árgjaldið það sama og á síðasta ári eða kr. 5.000 fyrir almenn kort og kr. 2.000 fyrir börn, aldraða og öryrkja. Sölustaðir árskorta eru Bóka- safn Reykjanesbæjar, Sundmiðstöð Sunnubraut, Íþróttamiðstöð Njarð- víkur og Hljómahöll „Það er von okkar að þessar breytingar verði til þess að fleiri íbúar muni nýta sér almennings- samgöngur á nýju ári en samkvæmt talningum farþega voru almennings- vagnar nýttir 130.000 sinnum á árinu 2019,“ segir Sigurður Ingi. Talningar á stoppistöðvum verða gerðar á árinu og kerfið endurskoðað í lok árs. Þá verða breytingar gerðar ef þurfa þykir. Við viljum mjög gjarnan fá ábendingar um það sem betur má fara, og auðvitað hvað vel er gert, á netfangið straeto@ reykjanesbaer.is „Það er mjög mikil- vægt að heyra frá notendum kerfisins til að geta gert það sem skilvirkast,“ segir Sigurður Ingi að lokum. Gleðilegt nýtt kísilveralaust ár í Reykjanesbæ Mikið ráðaleysi og þöggun er í stjórnkerfinu vegna kísilsins sem fyrirhugað er að byrja aftur að framleiða í Helguvík. Afleiðingarnar eru ógnvekjandi, hvernig brennsla kola, viðarkurls og kvarts mun auka kolefnisspor Íslands um 10% og senda á hverju ári, sem starfsemin verður í gangi, meira en og aldrei minna en 2000 tonn af eiturefnum yfir næsta nágrenni. Það verður eingöngu frá Stakksbergsverksmiðjunni. Thorsil, ef sú verksmiðja fer af stað, mun rúmlega tvöfalda þennan eiturefnaútblástur. Í sjónvarpsseríunni um Chernobyl- slysið í Úkraínu 1986 er sýnt ein- staklega vel hvernig valdhroki og yfirlæti örfárra manna ásamt fá- kunnáttu almennings og trausti hans á ríkjandi stjórnkerfi leiddi til mikils keðjuverkandi, þjóðfélags- legs harmleiks. Það sem þarna átti sér stað má líkja við einhverskonar „ráðaleysisheilkenni“ og á sér margar birtingarmyndir í mannlífinu. Þannig standa íbúar Reykjanesbæjar núna frammi fyrir þessu „ráðaleysisheil- kenni“. Fámennur hópur fólks neitar að horfast í augu við umhverfis- og eiturefnavána við framleiðslu kísils í bæjarfélaginu. Þetta er hópur sem ræður miklu í stjórnkerfinu, yfir miklu fjármagni og telur sig hafa heilagan rétt til að setja þessa eitur- efnastarfsemi í gang á ný. Nú höfum við verið án eitur- efnanna frá kísilverinu í Helguvík í rúmt ár. Frá því að upprunalegt leyfi til starfrækslu kísilversins var gefið út hefur lögum og reglugerðum um þessa starfsemi verið breytt og mat á umhverfisáhrifum verið hert. Stakksberg er því að vinna að nýju mati á umhverfisáhrifum og þarf að sækja um nýtt starfsleyfi hjá Skipu- lagsstofnun. Jafnframt hefur nýtt aðalskipulag fyrir Reykjanesbæ tekið gildi, þ.e. frá 2015 til 2030. Við lestur aðalskipulagsins er mjög ánægjulegt að sjá að þar er sérstaklega tekið fram að ekki megi auka m.a. við losun brennisteinsdíoxíðs á iðnaðar- svæðinu í Helguvík. Það er einmitt eitt af eiturefnunum sem er í mestu magni við kísilframleiðslu (brennslu kola). Í aðalskipulaginu segir orðrétt: „Eiga þessar takmarkanir við um starfsemi sem hefur undirbúning að skipulagi, mati á umhverfisáhrifum og leyfisumsóknum eftir gildistöku aðalskipulagsins 2015–2030“. Aug- ljóst er að ekki þarf aðeins að breyta deiliskipulagi lóðarinnar fyrir kísil- verið heldur einnig aðalskipulagi Reykjanesbæjar áður en kísilverið getur hafið starfsemi að nýju. Við eigum reyndar eftir að sjá hvernig lögfræðingar Reykjanesbæjar og Skipulagsstofnunar túlka þessa nú- gildandi skipulagstakmörkun. Eðli- legast er að hagur og heilsufar íbúa ráði för en ekki hagsmunir fámenns hóps fjárfesta og þeirra fylgifiska. Íbúar Reykjanesbæjar ættu, ef þeir verða ekki fórnarlömb „ráðaleysis- heilkennis“ stjórnvalda, að geta horft fram á eiturefnalaus kolabrennslu ár til ársins 2030. Gleðilegt nýtt kísil- veralaust ár í Reykjanesbæ. Megi það hvíla í friði við sitt nágrenni. Reykjanesbæ 28. desember 2019, Tómas Láruson. Mynd úr kirkjugarðinum að kísilbyggingu. Störf í boði hjá Reykjanesbæ Umhverfissvið – starfsmaður í eignaumsýsludeild Fræðslusvið – sálfræðingur Akurskóli – umsjónarkennari (tímabundin ráðning) Velferðarsvið – starf við liðveislu Skrifstofa stjórnsýslu – teymisstjóri í þjónustuver Umsóknir í auglýst störf skulu berast rafrænt gegnum vef Reykjanesbæjar, Stjórnsýsla: Laus störf. Þar eru jafnframt nánari upplýsingar um auglýst störf. Hægt er að leggja inn almenna umsókn á sama stað. Þeim er komið til stofnana sem eru í leit að starfsfólki. Almennar umsóknir fyrnast að sex mánuðum liðnum. Viðburðir í Reykjanesbæ Þrumandi þrettándagleði - luktarsmiðja, blysför og brenna Mánudaginn 6. janúar. Luktarsmiðja í Myllubakkaskóla kl. 16:30. Blysför frá Myllubakkaskóla að hátíðarsvæði kl. 18. Brenna við Ægisgötu. Grýla og hennar hyski mætir. Þrettánda- söngvar og heitt kakó. Glæsileg flugeldasýning í lokin. Hljómahöll - viðburðir framundan Jónas Sig á trúnó - 15. janúar (uppselt) Tindersticks - 7. febrúar Nánari upplýsingar og miðasala á hljomaholl.is og tix.is Nýtt leiðarkerfi innanbæjarstrætó - tekur gildi 6. janúar Kynnið ykkur nýtt leiðarkerfi innanbæjarstrætó á vef Reykjanesbæjar, www.reykjanesbaer.is þegar nær dregur. Auglýsingasíminn er 421 0001 17 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR fimmtudagur 2. janúar 2020 // 1. tbl. // 41. árg.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.