Víkurfréttir - 02.01.2020, Blaðsíða 14
Anna Lóa Ólafsdóttir:
Byrjaði á bók
árið 2019 sem
kemur út á
nýju ári
Hvað stendur upp úr í einkalífi þínu
á árinu?
F-in 3, fjallgöngurnar, ferðalögin (fór í
fjórar óvæntar ferðir á árinu) og felli-
bylurinn á Spáni. Var í jógaferð og hef
sjaldan upplifað annan eins óróa eins
og þegar stærðarinnar tré lenti á húsinu
sem ég dvaldi í. Best var að nágranni
minn hélt að ég hefði dottið úr rúminu!
Fagnaðir þú ákveðnum áfanga eða
byrjaðir þú á einhverju nýju 2019?
Byrjaði á bók, draumurinn minn er að
rætast og þrammaði upp á fjöll eins og
enginn væri morgundagurinn.
Hver fannst þér stóra fréttin á
landsvísu?
Óveðrið um daginn, að heimili og bæir
séu án rafmagns í marga daga árið 2019
hlýtur að þykja fréttnæmt.
Hver fannst þér stóra fréttin í
nærumhverfi þínu?
Hundurinn Dexter sem bættist í fjöl-
skylduna. Er enn pínu hrædd við hann
en hlýtur að gilda það sama og með
fólk, slatti af þolinmæði, aga og kær-
leika og við verðum bestu vinir.
Hvað borðaðir þú um áramótin?
Kalkún með fyllingu og sætum kart-
öflum, sykurpúðasalati og dásamlegri
sósu.
Eru einhverjar áramóta-/nýárshefðir
hjá þér?
Fjölskyldan er saman á miðnætti. Við
fylgjumst með gamla árinu fjara út og
tökum á móti því nýja. Óskum hvort
öðru gleðilegs nýs árs og grátur og/eða
hlátur aldrei langt undan.
Strengir þú áramótaheit?
Já, geri það oft. Núna bíð ég spennt
eftir bókinni minni (áætluð 20.02.20)
og kem til með að fylgja henni eftir.
Annars hafa áramótaheitin síðustu árin
verið að segja oftar JÁ, sem hefur gert
það að verkum að ég hef gert ótrúlega
mikið af skemmtilegum hlutum. Þetta
verður því áfram ár JÁ-sins!
Hvað stendur upp úr í einkalífi þínu
á árinu?
Að takast á við alveg nýtt hlutverk
sem er vandasamt, ábyrgðarmikið,
skemmtilegt, gefandi og tilfinn-
ingaríkt þar sem hamingjan marg-
faldast. Ég er sem sagt að tala um
afahlutverkið! Að kynnast nýjum ein-
staklingi, tengjast og sjá afastrákinn
þroskast og dafna og ekki síður for-
eldrana blómstra í hlutverkum sínum.
Fagnaðir þú ákveðnum áfanga eða
byrjaðir þú á einhverju nýju 2019?
Já, ég var kjörinn í stjórn KSÍ í febrúar
en knattspyrna er ástríða mín. Af-
skaplega skemmtilegt og gefandi
áhugamál og gaman að komast á
völlinn og hitta fólk í hreyfingunni.
Hver fannst þér stóra fréttin á
landsvísu?
Samherjamálið slær öllu öðru við.
Hver fannst þér stóra fréttin í
nærumhverfi þínu?
Að Grindavík, ÍBV og Ipswich Town
féllu öll og Mývetningur varð bikar-
meistari (utandeildarliða á Norður-
landi).
Hvað borðaðir þú um áramótin?
Við erum ansi sveigjanleg með gaml-
ársdag og höfum bara það sem okkur
dettur í hug hverju sinni. Við vorum
með léttreyktan lambahrygg í fyrra
sem mæltist vel fyrir.
Eru einhverjar áramóta-/nýárshefðir
hjá þér?
Já, yfirleitt hefur stórfjölskyldan í
Grindavík verið saman á gamlárs-
kvöld, þá er líf og fjör. Stundum hafa
verið gerð áramótamyndbönd þar
sem yngri kynslóðin fer á kostum.
Fyrsta myndbandið var gert árið
2000 og hét Maðurinn sem stal ár-
þúsundinu!
Strengir þú áramótaheit?
Að verða víðsýnni og ærlegri en árið
áður!
Þorsteinn Gunnarsson:
Afahlutverkið stendur
upp úr á nýliðnu ári
Birgitta Jónsdóttir-Klasen:
Súrkál með
pylsum færir
góða lukku
Hvaða stendur upp úr í einkalífi þínu
á árinu?
Að vera ennþá á lífi.
Fagnaðir þú ákveðnum áfanga eða
byrjaðir þú á einhverju nýju 2019?
Í raun ekki mikið, ég var bara ánægð að
fá meðhöndlun við krabbameini, með-
ferð sem heldur væntalega áfram árið
2020 til að klára þá meðferð. Kannski
fer ég til Spánar eftir það.
Hver fannst þér stóra fréttin á
landsvísu?
Samherji, starfsfólk hér á landi sem átti
ekki að standa í þessu.
Hver fannst þér stóra fréttin í
nærumhverfi þínu?
Að Ljósanótt er orðin tuttugu ára og
hvað það er allaf gaman að taka þátt.
Hvað borðaðir þú um áramótin?
Súrkál með pylsum, það er sagt færa
góða lukku fyrir nýja árið, búin að gera
það nú þegar í 45 ár! Hefur virkað í
þrjátíu ár.
Eru einhverjar áramóta-/nýárshefðir
hjá þér?
Að fara snemma að sofa.
Strengir þú áramótaheit?
Já, ég geri það. Heilsa mín er fyrst og
fremst aðalatriðið. Svo er ég að klára
þriðju bókina mín en í þetta skipti fyrir
þýskan markað. Ég vona að bókin komi
á markað árið 2020. Svo langar mig að
ferðast hringinn í kringum Ísland og
kannski ferðast til Spánar.
Hvaða stendur upp úr í einkalífi
þínu á árinu?
Safari ferðalag um Úganda með stóra
bróður og fjöldskyldu.
Fagnaðir þú ákveðnum áfanga eða
byrjaðir þú á einhverju nýju 2019?
Flutti frá Mið-Afríkulýðveldinu í
enda árs 2018 og byrjaði í nýju starfi
í Guinea Bissau fyrir sama vinnu-
veitanda með tilheyrandi áskorunum.
Hver fannst þér stóra fréttin á
landsvísu?
Ísland og sjávarútvegurinn í Namibíu.
Elvar Þór Ólafsson:
Byrjaði að
æfa þríþraut
í haust
Hvað stendur upp úr í einkalífi þínu
á árinu?
Að ég hafi lést um 20 kg síðan í sumar.
Fagnaðir þú ákveðnum áfanga eða
byrjaðir þú á einhverju nýju 2019?
Já, ég byrjaði að æfa þríþraut í haust.
Hver fannst þér stóra fréttin á
landsvísu?
Er alltaf jafn hissa að fólk skuli ennþá
aðhyllast Miðflokkinn.
Hver fannst þér stóra fréttin í
nærumhverfi þínu?
Að Skálmöld séu að fara í pásu eftir
tíu ára stuð.
Hvað borðaðir þú um áramótin?
Nauta-Ribeye í trufflusmjöri.
Eru einhverjar áramóta-/nýárshefðir
hjá þér?
Er nýbyrjaður að fara Klemmann á
gamlársdag. Stefni á að fara hann aftur
í ár, a.m.k. hluta af honum.
Strengir þú áramótaheit?
Nei, man ekki eftir því að hafa gert það
í gegnum tíðina.
Birgir Guðbergsson:
Stóra fréttin
er Ísland og
sjávarút-
vegurinn í
Namibíu
UPPGJÖR VIÐ ÁRAMÓT
Marta Eiríksdóttir
marta@vf.is
14 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR