Víkurfréttir


Víkurfréttir - 02.01.2020, Blaðsíða 15

Víkurfréttir - 02.01.2020, Blaðsíða 15
Hvað stendur upp úr í einkalífi þínu á árinu? Bætt heilsa eiginmannsins sem hefur náð sér vel eftir veikindi. Hann greind­ ist með krabbamein í lunga og fór í að­ gerð í ágúst 2018 þar sem hægra lungað var að mestu fjarlægt. Um síðustu jól og áramót var hann mjög slappur eftir erfiða lyfjagjöf. Við vorum óviss um framhaldið en á nýju ári fór allt upp á við og hefur hann náð sér vel af þessum veikindum. Hann er kominn í líkams­ þjálfun hjá Janusi og byrjaður að vinna. Mér finnst það standa upp úr á árinu. Auk þess útskrifaðist elsta barnabarnið sem stúdent og annað fermdist. Það er þakkarvert að halda heilsu og fá að njóta þess að fylgjast með barna­ börnunum vaxa og dafna. Fagnaðir þú ákveðnum áfanga eða byrjaðir þú á einhverju nýju 2019? Það var mikill áfangi að ná að setja upp sögusýningu úti í Höfnum um James­ town­strandið á Ljósanótt. Sagan um strandið (árið 1881) og hvað varð um farm skipsins, sem voru m.a. 100 þús­ und viðarplankar, hefur átt hug minn Hvað stendur upp úr í einkalífi þínu á árinu? Margt gott stendur upp úr í einkalífinu hjá mér á árinu, t.d. heimsóknir fjöl­ skyldumeðlima og langömmubarna til mín í Linz, Austurríki. Heimsókn 74 Oddfellowsystra til mín til Linz. Tvö fjölskyldubrúðkaup, áttunda lang­ ömmubarnið bættist í hópinn. Fagnaðir þú ákveðnum áfanga eða byrjaðir þú á einhverju nýju 2019? Já, ég fagnaði þeim áfanga að verða 73 ára, er með góða heilsu til að ferðast og njóta þess sem mér þykir best, að vera með fjölskyldu og vinum. Að geta enn verið með barnabarnabörnin og að geta enn farið á skíði mér til skemmtunar. Hver fannst þér stóra fréttin á landsvísu? Opnun nýrra líknaherbergja á HSS sem var verkefni sem Oddfellowreglan á Suðurnesjum hefur staðið fyrir og gaf Suðurnesjamönnum til notkunar. Strengir þú áramótaheit? Hef aldrei strengt áramótaheit og kem til með halda þeirri hefð að eyða ára­ mótum með fjölskyldu og vinum og fagna lífinu. Hvað stendur upp úr í einkalífi þínu á árinu? Elsku pabbi minn vann bug á alvar­ legum veikindum sínum, held hann sé búinn til úr stáli. Fagnaðir þú ákveðnum áfanga eða byrjaðir þú á einhverju nýju 2019? Við fluttum til Bretlands, erum rétt hjá Oxford og ég eignaðist tvo listdansskóla þar á grunn­ og framhaldsskólastigi. Eigum núna heima þar og á Íslandi! Hver fannst þér stóra fréttin á landsvísu? Brjálað óveður og Ísland ekki í stakk búið til þess að díla við það! Hver fannst þér stóra fréttin í nærumhverfi þínu? Íhaldsflokkurinn vann og brexit heldur áfram. Hvað borðaðir þú um áramótin? Hangikjöt, rauðkál, brúnaðar kartöflur og allskonar gúmmelaði, ásamt ís og eftirrétt. Eru einhverjar áramóta-/nýárshefðir hjá þér? Fara á brennu og skjóta upp flugeldum. Horfa á árið fjara út ... syngja hástöfum „Nú árið er liðið“, fella tár af söknuði yfir þeim sem farnir eru og geta síðan ekki annað en brosað í gegnum tárin yfir kampavínskorkadansinum í sjón­ varpinu. Strengir þú áramótaheit? Halda áfram að elska hvern dag sem ég lifi og njóta lífsins í botn! Hvað stendur upp úr í einkalífi þínu á árinu? Björn, sonur minn, og Dodda Maggý, tengdadóttir mín, eignuðust son á árinu. Það er yndislegt að verða amma, ólýsanlega góð tilfinning. Hann er fallegastur allra og heitir Baldur Ómi. Ég er mjög hamingjusöm. Það sem stendur líka upp úr eru allar sam­ verustundirnar sem ég hef átt með börnunum mínum, við vinnum mikið saman og samverustundirnar með fjöl­ skyldunni allri, þær gleðja mig mest. Fagnaðir þú ákveðnum áfanga eða byrjaðir þú á einhverju nýju 2019? Já, ég keypti mér árskort í Borgar­ leikhúsinu, það er svo gaman að fara í leikhús. Það er mikilvægt að njóta lífsins, listin og lestur góðra bóka gefur manni mikið. Hver fannst þér stóra fréttin á landsvísu? Þegar vinur minn, Sveinbjörn Gizurar­ son, prófessor við Háskóla Íslands, fékk samþykkt í Bandaríkjunum nýtt lyf við bráðameðferð við flogaveiki. Lyfið heitir Nayzilam og er nefúði, notað við bráðaflogum eða raðflogum og eykur lífsgæði þeirra sem að glíma við flogaveiki. Þetta er árangur rann­ sókna hans sem hann byrjaði á fyrir 30 árum síðar. Sveinbjörn er héðan úr Njarðvík, þetta er stórkostlegur árangur og við bíðum bara eftir því að fá að selja lyfið hans hér á landi. Hver fannst þér stóra fréttin í nærumhverfi þínu? Már Gunnarsson er stóra fréttin og vonin okkar á Suðurnesjum, frábær fyrirmynd í alla staði. Hann sýnir hvað hægt gera ef að viljinn er fyrir hendi. Hann er hæfileikaríkur listamaður og Íþróttamaður ársins. Ólympíumeistari í sundi. Tónleikaranir sem hann hélt í Hljómahöllinni á árinu voru stórkost­ legir, diskurinn með tónlistinni hans er yndislegur, ég hef hann í bílnum hjá mér hlusta á hann alla daga. Hvað borðaðir þú um áramótin? Ég er vön að borða heit svið um ára­ mótin með rófustöppu. Það var engin undatekning í ár. Ég fæ alltaf vatn í munninn við tilhugsunina. Eru einhverjar áramóta-/ nýárshefðir hjá þér? Vera saman með fjölskyldunni, fara á brennu og horfa saman á áramótas­ kaupið, skjóta síðan upp flugeldum sem keyptir hafa verið hjá Björgunar­ sveitinni. Fagna og gleðjast saman með fjölskyldunni. Strengir þú áramótaheit? Ekki eiginlega en þó lætur maður hugann reika, lítur um öxl og hugsar svo um komandi ár. Nú er ég til dæmis alveg ákveðin í því að dekra við sjálfa mig, hreyfa mig, kaupa kort í Massa, stunda jóga og fara reglulega í sund. Vera duleg að fara á skíði þá daga sem leyfa og fara á hestbak, fara í útreiðatúra á Mánagrundinni með félögunum þar. Það er mikilvægt að njóta lífsins með gleði í hjarta og með virðingu fyrir umhverfinu. Ég ætla að hafa það að leiðarljósi. Bryndís Einarsdóttir: Við fluttum til Bretlands og búum rétt hjá Oxford Hver fannst þér stóra fréttin í nærumhverfi þínu? Guinea Bissau hefur verið notað sem stökkpallur með hörð eiturlyf frá Suður­Ameríku til Evrópu. Árið 2019 var mjög árangursríkt við að ná þessum efnum. Þau fóru ekkert lengra, voru brennd á staðnum. Hvað borðaðir þú um áramótin? Það kom matarboð frá Íslandi. Eru einhverjar áramóta-/nýárshefðir hjá þér? Áramótahefð er einföld ef ég er á Íslandi; matur, brenna, skaup og svo eru það raketturnar. Strengir þú áramótaheit? Engin áramótaheit en gef mér þó tíma til að líta nokkur ár til baka, vitandi að nýi eða framhaldskaflinn sem er að byrja er ekki sjálfgefinn. Sigríður Pálína Arnardóttir: Ólýsanlega góð tilfinning að vera amma Helga Margrét Guðmundsdóttir: Að börn mættu til að mótmæla á hverjum föstudegi undanfarin ár. Af því tilefni afhentum við í Áhugahópnum sýningargripi til Byggðasafns Reykjanesbæjar. Ég er þakklát að hafa slíkt áhugamál og mun það fylgja mér inn í eftirlaunaárin. Ég náði einnig þeim áfanga að fara í viku­ ferð um Vestfirði þar sem rætur mínar liggja. Mjög áhugavert var að dvelja daglangt út í Vigur og kynnast betur fyrrum byggð á Snæfjallaströndinni sem er liður í að fræðast meira um ævi Sigvalda Kaldalóns. Svo má ég nú til að nefna að ég var svo heppin að fá að fagna 30 ára afmæli Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna með börnum 20. nóvember sl. á Barnaþingi í Hörpu þar sem börnin ræddu við fullorðið fólk um það sem helst brennur á þeim. Hver fannst þér stóra fréttin á landsvísu? Að barnamálaráðherra skuli hafa boðað breytingar í þágu barna og að börn hafi mætt á Austurvöll föstudag eftir föstudag til að láta rödd sína heyrast í loftlagsmálum. Eða kannski stóra fréttin sé að eyjan Vigur var seld. Mér finnst það líka stór frétt að fjárfestir skuli eiga stórt landsvæði á Norð­Austurlandi og jafnvel svo að ábúendur viti ekki hver á jörðina sem þeir búa á eða nærliggjandi veiðiár og jarðir. Hver fannst þér stóra fréttin í nærumhverfi þínu? Það var náttúrlega óvenjugott sumar. Sunnanlands og vestan telst það í hópi þeirra hlýjustu og sólríkustu. Held að það hafi verið það fimmta hlýjasta í Reykjavík frá upphafi mælinga. Ég var því óvenju mikið í garðinum mínum. Svo er gott að sjá vinnu við tvöföldun Reykjanesbrautar frá Straumsvík að Kaldárselsvegi. Nokkur alvarleg slys hafa orðið á þessum kafla og gott að bæta umferðaröryggið. Hvað borðaðir þú um áramótin? Við erum yfirleitt með fylltan kalkún á gamlársdag. Graflax í forrétt og heima­ lagaðan ís með Marssósu í eftirrétt. Við höfðum þetta bara hefðbundið núna. Eru einhverjar áramóta-/nýárshefðir hjá þér? Hefðirnar felast aðallega í því að fjöl­ skyldan er saman. Ég hef lagt það í vana minn að fara í langan göngutúr á nýársdag og bjóða nýtt ár velkomið. En mér finnst stundum erfitt að kveðja gamla árið og verð oft meyr um mið­ nætti og þegar ég heyri lagið „Nú árið er liðið“ en á nýársdag er nýtt upphaf og að lokinni göngunni fæ ég mér heitt súkkulaði og jólasmákökur. Byrja svo á nýrri dagbók. Strengir þú áramótaheit? Nei, löngu hætt að fara í megrun eða matarkúra. Fer reglulega í sund og heilsurækt. Ég bara tek á móti nýju ári með bjartsýni og von um bættan hag og blóm í haga. Vona að maður haldi heilsu og hafi sína nánustu sem lengst og mest hjá sér. Ég er svo heppin að eiga fjórar yngri systur og gott að rækta vináttuna. Jú, svo er að læra betur á snjallúrið, símann og fjarstýringuna ... hæfir það ekki aldrinum vel? Sigrún Hauksdóttir: Nýtur þess að ferðast og fara á skíði 15 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR fimmtudagur 2. janúar 2020 // 1. tbl. // 41. árg. 14 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.