Víkurfréttir - 09.01.2020, Side 6
Ferskir vindar blésu hraustlega í Suðurnesjabæ á laugar-
daginn og því var opnunarhátíð listahátíðarinnar Ferskra
vinda slegið á frest um sólarhring. Fjölmargir lögðu leið
sína í sýningarrýmið við Sunnubraut 4 í Garði á sunnu-
daginn síðasta til að verða vitni að því sem þar fór fram.
Eliza Reid, forsetafrú, opnaði sýning-
una en hún er verndari Ferskra vinda
öðru sinni. Þá fluttu ávörp þeir Magnús
Stefánsson, bæjarstjóri Suðurnesja-
bæjar, og Paul Graham, sendiherra
Frakklands á Íslandi en sendiráðið er
einn af stuðningsaðilum hátíðarinnar.
Alþjóðlega listahátíðin Ferskir vindar
fer nú fram í sjötta sinn. Fyrstu fimm
skiptin var hátíðin haldin í Sveitarfélag-
inu Garði en nú er hún í Suðurnesjabæ,
sameinuðu sveitarfélagi Garðs og Sand-
gerðis. Flestir viðburðir hátíðarinnar
eru þó áfram í Garði en einnig eru
sýningar og viðburðir í Sandgerði
Alls taka 45 listamenn þátt í hátíð-
inni, þar af 40 erlendir og mun hátíðin
standa yfir til 12. janúar. Fjöldi lista-
sýninga, tónleika og annarra viðburða
verða í boði meðan hátíðin stendur yfir.
Vegna veðurs riðlaðist dagskráin um
opnunarhelgina en þeir sem vilja njóta
listarinnar um komandi helgi er bent
á að kynna sér dagskránna á heima-
síðu hátíðarinnar, fresh-winds.com.
Einnig má sjá dagskrá á fésbókarsíðu
hátíðarinnar, Fresh Winds Iceland, og
á heimasíðu Suðurnesjabæjar, sudur-
nesjabaer.is.
Meðfylgjandi ljósmyndir voru
teknar við opnun hátíðarinnar
í Garði um liðna helgi.
VF-myndir: Hilmar Bragi Bárðarson
Ferskir vindar riðluðu Ferskum vindum
Vel heppn
aðir nýárs
tónleikar
Fjölmenni var á nýárstónleikum
þeirra Alexöndru Chernyshova,
sópran, og Rúnar Þórs Guð-
mundsonar, tenórs, sem fram
fóru 1. janúar í Ytri-Njarðvíkur-
kirkju. Með þeim voru Helgi
Hannesson, píanóleikari,
Steinar Kristinsson, trompet-
leikari, stúlknakór Tónlistarskól-
ans í Grindavík og Elsa Waage,
kynnir.
Þetta er í annað sinn sem þau
efna til þessa tónleika og eins
og fyrra þá heppnuðust þeir
með afburðum vel og vöktu
mikla lukku meðal gesta. Laga-
val var fjölbreytt og skemmti-
legt, allt frá óperu- og óper-
ettutónlist yfir í söngleikja- og
dægurlög.
Söngvurum og tónlistarfólki
var vel fagnað í lokin.
Ljósmynd: Jón Rúnar Hilmars
son
VR • Krossmói 4a • 260 Reykjanesbær • Sími: 510 1700 • vr@vr.is • vr.is
Við erum
að
flytjaSkrifstofa VR í Reykja nesbæ hefur flutt í annað húsnæði að Krossmóa 4aSkrifstofa VR flytur í nýtt húsnæði á Suðurnesjum
LJ
Ó
SM
Y
N
D
: F
ER
SK
IR
V
IN
D
A
R
LJÓSMYND: FERSKIR VINDAR
6 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR fimmtudagur 9. janúar 2020 // 2. tbl. // 41. árg.