Víkurfréttir - 09.01.2020, Qupperneq 8
NFS mótmælir breytingum
á leiðarkerfi strætó í Reykjanesbæ
Nemendafélag Fjölbrautaskóla Suðurnesja hefur sent frá sér ályktun
varðandi tilætlaðar breytingar á leiðarkerfi strætó í Reykjanesbæ. Þar segir:
„Í nýjum breytingum á leiðarkerfi Strætó mun strætó hætta að stoppa við
FS kl. 08:01, eins og hann hefur ávallt gert en mun þess í stað stoppa við
Holtaskóla kl. 08:05, en það er nákvæmlega á sama tíma og kennslustund
hefst í FS. Þessar breytingar eru ekki gerðar í samráði við þá nemendur
sem nýta sér þessa þjónustu og því eigum við erfitt með að sjá það hvernig
þessar breytingar eiga að þjóna heildinni og þá sérstaklega námsmönnum.
Þessar breytingar muna hafa það með sér í för að margir nemendur munu
ekki geta nýtt sér þjónustu vagnanna sem er mjög slæmt.
NFS mótmælir þessum breytingum og hvetur bæjarstjórn til þess að
enduríhuga þessar breytingar og fá alla hagsmunaaðila að borðinu,“ segir
í ályktuninni frá aðalstjórn Nemendafélags Fjölbrautaskóla Suðurnesja.
Átta húsfélög á Ásbrú í
Reykjanesbæ í þjónustu
Eignaumsjónar
Umsvif Eignaumsjónar hafa aukist
umtalsvert á Ásbrú í Reykjanesbæ
með samningi við Ásbrú íbúðir ehf.
um húsfélagaþjónustu.
Ásbrú íbúðir, sem er bæði leigu- og
fasteignaþróunarfélag, hefur á undan-
förnum árum unnið að endurbótum
á um 500 íbúðum sem félagið keypti
á Ásbrú á sínum tíma. Þær hafa síðan
verið leigðar út eða settar í almenna
sölu eftir því sem framkvæmdum
hefur miðað áfram. Til að uppfylla
ákvæði laga um stofnun húsfélaga í
fjöleignarhúsum samdi félagið við
Húsastoð um að annast þau mál og
yfirtók Eignaumsjón þann samning í
vor, þegar félagið keypti allan rekstur
Húsastoðar.
Þrjú félög stofnuð á árinu
– tvö á döfinni á næsta ári
Þrjú húsfélög hafa í framhaldinu
verið stofnuð í sumar og haust á
Ásbrú á vegum Eignaumsjónar. Áður
var búið að stofna fimm húsfélög
fyrir Ásbrú íbúðir og eru nú samtals
átta húsfélög á svæðinu í þjónustu
hjá Eignaumsjón. Þeim mun svo að
óbreyttu fjölga í að minnsta kosti
tíu á næsta ári en þá er fyrirhuguð
stofnun tveggja nýrra húsfélaga á
svæðinu fyrir Ásbrú íbúðir.
Ný gjaldskrá hefur tekið gildi fyrir íþróttamiðstöðina í Sveitarfélaginu
Vogum. Þar ber helst til tíðinda að allir þeir sem eiga lögheimili í sveita-
félaginu fá núna frítt í sund.
Börn að 18 ára aldri, elli- og örorkulífeyrisþegar sem ekki eiga lögheimili
í Sveitarfélaginu Vogum greiða nú kr. 200 fyrir stakt skipti í laugina og
aðrir þurfa að greiða kr. 650.
Frítt í sund í Vogum
Siggi Bjarna GK grátlega nálægt því að vera aflahæstur
Þá er árið 2020 gengið í garð og þar með er vetrarvertíðin árið 2020 líka byrjuð.
Ekki er nú þar með sagt að árið byrji
með látum því þegar þetta er skrifað þá
hefur svo til enginn bátur frá Suður-
nesjunum, nema stóru línubátarnir frá
Grindavík og netabátarnir Grímsnes
GK og Erling KE, komist á veiðar.
Aflatölur því núna snemma í janúar
eru mjög litlar eða engar.
Snúum okkur þá aðeins að öðru.
Núna liggur dragnótabáturinn Siggi
Bjarna GK í slippnum í Njarðvík.
Báturinn er einn af svokölluðum
Kínabátum sem komu hingað til
lands rétt eftir aldamótin, eða um
árið 2001. Fyrst hét báturinn Ýmir
BA og var gerður út frá Bíldudal.
Hann var þar reyndar ekki lengi því
árið 2003 keypti Nesfiskur bátinn og
hét hann þá Siggi Bjarna GK. Siggi
Bjarna GK var fyrst mun styttri en
hann er í dag en allir þessi Kínabátar
voru lengdir og byggt var yfir suma
þeirra. Í það minnsta þá báta sem
ennþá eru til á landinu.
Þeir eru nokkrir þessi Kínabátar. Á
Snæfellsnesi eru Gunnar Bjarnason SH
og Matthías SH sem báðir eru drag-
nótabátar og búið að lengja þá báða.
Nesfiskur á tvo báta, Sigga Bjarna GK
og Benna Sæm GK, síðan eru tveir
aðrir bátar sem hafa stundað línu-
veiðar en báðum þeim bátum hefur
verið lagt. Á Rifi er Faxaborg SH sem
lengi vel hét Sólborg RE og í Grindavík
er Guðbjörg GK sem Stakkavík ehf. á
og gerir út.
Siggi Bjarna GK átti feikilega gott
ár árið 2019, reyndar það gott ár að
báturinn hefur aldrei landað jafn
miklum afla á einu ári og hann gerði
2019. Samtals landaði Siggi Bjarna
GK 1862 tonnum í 159 róðrum, eða
11,7 tonn í róðri.
Öllum þessum afla var landað í
Sandgerði að undanskildum 200
tonnum í Þorlákshöfn í júní en þá var
báturinn að veiðum meðfram Suður-
ströndinni og var á útilegu eins og
það er kallað. Þá kom báturinn með
í land 41,1 tonn sem reyndist vera
stærsta löndun bátsins árið 2019, auk
þess landaði hann 31 tonni í Keflavík.
Í byrjun desember bilaði gírinn í
Sigga Bjarna GK var því báturinn frá
veiðum mest allan desember, var að-
eins með tvær landanir í desember.
Þetta var dálítið grátlegt vegna þess
að aflahæsti dragnótabáturinn árið
2019 réri ekkert í desember. Hásteinn
ÁR var aflahæstur en hann var aðeins
með fimmtán tonnum meiri afla en
Siggi Bjarna GK.
Ótrúlega gott ár hjá þeim á Sigga
Bjarna GK árið 2019 en grátlegt að bila
rétt í blálokin, báturinn hefði hæglega
getað orðið aflahæstur allra dragnóta-
báta á landinu árið 2019 hefði hann
ekki bilað.
AFLAFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM
Gísli Reynisson
gisli@aflafrettir.is
Köstuðu flugeldum inn
í anddyri fjölbýlishúss
Nokkrar tilkynningar bárust lög-
reglunni á Suðurnesjum um ára-
mótin vegna óæskilegrar meðferðar
á flugeldum.
Í Sandgerði var tilkynnt um ungl-
inga sem voru að kasta flugeldum
inn í anddyri fjölbýlishúss. Lögregla
fór á staðinn en þá voru þeir á bak
og burt.
Í Njarðvík voru unglingar staðnir
að því að sprengja flugelda inni í
nýbyggingu. Þeir ætluðu að forða
sér þegar þeir urðu lögreglu varir
en það tókst ekki. Lögreglumenn
ræddu við þá um atvikið og höfðu
jafnframt tal af forráðamönnum
þeirra.
Þá var tilkynnt um pilta að kasta
flugeldum í íþróttahús. Þeir náðu að
komast undan á hlaupum.
Eldur kom svo upp í bílskúr í
Keflavík. Grunur leikur á að hann
hafi kviknað út frá flugeldi sem lenti
á skúrnum.
Auk þessa kviknaði í pítsukassa
sem skilinn hafði verið eftir á eldavél
í íbúðarhúsnæði í Keflavík. Einhverjar
skemmdir urðu af völdum reyks.
Stálu sjónvarpi úr verslun
Tilkynnt var um þjófnað úr ný-
byggingu þar sem stolið hafði
verið höggborvél, heftibyssu og
hamri. Þá var óskað eftir aðstoð
lögreglunnar á Suðurnesjum eftir
að tveir menn höfðu stolið sjónvarpi
úr verslun í Njarðvík.
Þegar lögreglumenn komu á
staðinn hafði starfsfólk verslunar-
innar fundið sjónvarpið við ruslagám
í nágrenni hennar.
Ekið undarlega í leit
að norðurljósum
Talsverðar annir hafa verið hjá lög-
reglunni á Suðurnesjum á undan-
förnum dögum vegna umferðar-
eftirlits. Bifreið sem ekið var afar
hægt eftir Hringbraut og stigið ótt
og títt á bremsuna vakti til dæmis
athygli lögreglumanna. Þegar öku-
maðurinn nam svo skyndilega staðar
á miðjum vegi var ákveðið að kanna
með ástand hans. Hann reyndist í
fullkomnu lagi og voru þarna á ferð
erlendir ferðamenn sem voru að
leita að norðurljósum.
Þá voru nokkrir ökumenn stöðv-
aðir vegna gruns um vímuefna-
neyslu. Einn þeirra hafði áður verið
sviptur ökuréttindum.
Nokkrir voru svo kærðir fyrir hrað-
akstur. Sá sem hraðast ók mældist
á 125 km hraða á Reykjanesbraut
þar sem hámarkshraði er 90 km á
klukkustund.
DAGBÓK LÖGREGLUNNAR
Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir
og amma,
ÁGÚSTA HANSDÓTTIR
sem lést á Heilbrigðistofnun Suðurnesja þann 1. janúar verður
jarðsungin frá Útskálakirkju föstudaginn 10. janúar kl 15.
Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir en þeir sem vildu
minnast hennar er bent á Krabbameinsfélag Suðurnesja.
Halldór Pétursson og fjölskylda
Ástkær sambýlismaður minn og besti vinur,
faðir okkar, tengdafaðir, stjúpfaðir, afi og langafi,
RICHARD DAWSON WOODHEAD
Útfararstjóri,
Kirkjuteigi 1, Keflavík,
lést á gjörgæslu Hospiten á Tenerife föstudaginn 27. desember.
Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju fimmtudaginn 16. janúar kl. 13.
Margrét Pétursdóttir
Kristín Richardsdóttir Aðalsteinn H. Jónatansson
Agnes Ásta Woodhead Einar Gunnar Einarssson
Frank Dawson Woodhead Bennie May Wright
Lára Gestrún Woodhead Ólafur Tryggvi Eggertsson
stjúpbörn, afabörn og langafabörn.
8 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR fimmtudagur 9. janúar 2020 // 2. tbl. // 41. árg.