Víkurfréttir - 09.01.2020, Page 10
Hver man ekki eftir Aðalveri, salnum uppi fyrir ofan Aðalstöðina í Keflavík, sem
var leigubílastöð á árum áður? Undirrituð man eftir að hafa labbað upp tröpp-
urnar og inn í sal, til þess að fara í djassballett í Aðalveri hjá Iben Sonne sem var
dönsk. Fleiri af eldri kynslóðinni muna sjálfsagt einnig eftir jólaböllunum sem
haldin voru í Aðalveri, þegar börnin dönsuðu þar í kringum jólatréð og sungu
hástöfum til að jólasveinninn mætti á svæðið með ávexti í poka og fengu örlítinn
sælgætispoka einnig ef þau voru heppin. Þarna var dansað og haldnar árshátíðir.
Fíni, stóri barinn var vinstra megin við dyrnar þegar komið var inn.
Allt rifjast þetta upp þegar blaðakona
Víkurfrétta gekk upp tröppurnar um
daginn og átti stefnumót við Díönu
Karen Rúnarsdóttur, 27 ára gamla fram-
kvæmdastýru Eiríkssalar og Orange
Streetfood. Díana ólst upp í Keflavík
og er elsta dóttir Rúnars Eiríkssonar,
fiskverkanda í Garði, og Heiðbráar
Steinþórsdóttur sem eiga reksturinn.
Fullt af hugmyndum í gangi
„Pabbi minn hefur alltaf verið rosalega
duglegur að koma hlutum í framkvæmd
og fær trilljón hugmyndir á dag um
hvað væri hægt að gera skemmtilegt.
Pabbi vissi alltaf af mér á hliðarlínunni
ef hann skyldi fara út í rekstur sem ég
gæti hjálpað honum eitthvað með. Í
sumar ákvað hann svo að kaupa rekstur
Orange Streetfood á Hafnargötu 86
og bauð mér að sjá alfarið um dag-
legan rekstur. Ég ákvað að slá til og
sagði upp þáverandi starfi mínu sem
forstöðumaður á frístundaheimili. Ég
hef alltaf litið upp til pabba og ég fæ
það frá honum að elska að takast á við
krefjandi verkefni,“ segir Díana.
Girnilegur matseðill
„Í júní fengum við staðinn afhentan
og breyttum við áherslum í rekstri
hans strax í upphafi, einfölduðum
matseðilinn, breyttum ásýndinni á
veitingasalnum ásamt því að skipta út
vörumerkinu. Við leggjum upp úr því
að hafa staðinn lítinn og kósý og veita
góða, vingjarnlega þjónustu. Svínarifin
hjá okkur eru reykt á staðnum og eru
með vinsælli réttum en við erum með
sérstakan reykofn sem við notum við
matreiðslu þeirra, sem gefur mjög gott
bragð. Við erum einnig með sérstakan
hamborgara sem heitir „Orange Special“
ásamt fullt af öðrum gómsætum ham-
borgurum. Þetta eru einstaklega djúsí
borgarar. Einn þeirra er til að mynda
með Camembert, piparosti og rifs-
berjasultu en hann er gríðarlega vin-
sæll. Við viljum bjóða upp á girnilegan
matseðil sem er öðruvísi en þú færð
annars staðar og erum einnig
með vegan-borgara sem er mjög
vinsæll. Við erum mjög ánægð
með matseðilinn okkar því við
sjáum að fólki líkar hann vel.
Bílalúgan okkar er líka hentug
fyrir þá sem eru á ferðinni en
það er hægt að gera boð á undan
sér með því að hringja og panta
mat þannig hann sé klár þegar
þú kemur og sækir í lúguna,“
segir Díana.
Frábærar móttökur
„Við erum mjög þakklát fyrir mót-
tökurnar á Orange Streetfood. Þetta
er búið að vera ótrúlega krefjandi og
skemmtilegt og ég er búin að læra heil-
mikið frá því við tókum við staðnum í
sumar. Ég hugsa alltaf út frá því hvernig
ég myndi sjálf vilja upplifa svona veit-
ingastað. Framúrskarandi þjónusta er
góður grunnur til að byggja á. Daníel,
maðurinn minn, hefur verið mér til að-
stoðar en hann til dæmis bjó til heima-
síðuna og sá um allt þetta tæknilega í
kringum reksturinn, þar er hann góður
þannig við smellum ágætlega saman.
Ég hafði ofboðslega gaman af að hanna
útlit staðarins og hugsa út í hvernig
viðskiptavinirnir upplifa hann.“
Marta Eiríksdóttir
marta@vf.is
Ég hugsa alltaf
út frá því hvernig ég
myndi sjálf vilja upplifa
svona veitingastað.
Framúrskarandi þjónusta
er góður grunnur til
að byggja á ...
Pabbi fær
trilljón
hugmyndir
á dag
– og þorir að
framkvæma þær
Aðalstöðin um 1950–1960.
Teikning af Aðalstöðinni gömlu.
Rúnar, Díana, Daníel og Heiðbrá.
10 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR fimmtudagur 9. janúar 2020 // 2. tbl. // 41. árg.