Víkurfréttir


Víkurfréttir - 09.01.2020, Page 11

Víkurfréttir - 09.01.2020, Page 11
Gamli tíminn og nýi tíminn „Efri hæðin, sem hýsti áður skrifstofur Aðalstöðvarinnar, hafði staðið að mestu auð í tuttugu ár. Við pabbi höfðum auga með henni og þegar við lukum við framkvæmdirnar á veitingastaðnum í sumar ákváðum við að ræða við eig- endur hússins. Við náðum samkomu- lagi um leiguna og þeir afhentu okkur lyklana og sögðu okkur að við mættum gera það sem við vildum. Það þurfti heilmikið að gera, skipta um rafmagn, gólfefni og fleira. Það tók okkur sex vikur að rífa niður veggi og endurnýja efri hæðina því við vildum búa til eitt stórt rými eins og áður var. Það hafa margir bent okkur á að þessi salur hafi einu sinni heitið Aðalver og við kynntum okkur söguna. Við vorum að spá í það nafn en svo var ákveðið að heiðra minningu afa míns sem hét Eiríkur og þaðan er nafnið Eiríkssalur komið. Þegar við vorum að gera upp efri hæðina ákváðum við að halda í gamla stílinn þar sem hægt var, eins og stigagangurinn sem er alveg eins og fólk man eftir honum. Gamlar ljósmyndir úr Aðalveri eiga eftir að prýða salinn en við erum að vinna í því núna að útvega þessar gömlu myndir sem eru til,“ segir Díana og brosir. Eiríkssalur nýtist í svo margt „Við erum búin að endurnýja salinn en það hefði aldrei verið hægt hægt án pabba og hans teymis. Hann vann nótt sem nýtan dag við það að koma salnum í stand og fengum við einnig ómetan- lega hjálp frá mörgum góðum aðilum. Eiríkssalur er veislusalur sem hægt er að leigja fyrir ýmis konar viðburði ásamt því að hægt er að kaupa veitingar frá Orange Streetfood í veisluna. Við getum að auki útvegað þjónustufólk í veisluna ef þarf. Við erum búin að bóka töluvert inn í nýja árið 2020, meðal annars fyrir fermingarveislur, og erum einnig að fá fyrirspurnir um bókanir árið 2021. Við getum boðið félagasam- tökum og klúbbum að halda fundi sína hér í Eiríkssal. Við komum síðan sjálf til með að bjóða upp á viðburði sem lífga upp á bæjarstemninguna. Við viljum að Eiríks salur verði fjölnota menningarsalur fyrir bæjarbúa sem langar að gera eitthvað skemmtilegt og skapa líf í bænum á sama tíma. Fleiri hugmyndir eru að spretta fram núna og svo þróast þetta smátt og smátt. Við erum rosa spennt að byrja nýtt ár og sjá hvernig fólkið á Suðurnesjum ætlar að nýta Eiríkssal, sér og öðrum til skemmtunar,“ segir Díana að lokum kampakát. Við viljum að Eiríks salur verði fjölnota menn- ingarsalur fyrir bæjar- búa sem langar að gera eitthvað skemmtilegt og skapa líf í bænum á sama tíma ... Veisla í Aðalveri 1963. Díana er kampakát með nýja staðinn. Eiríkssalur lítur vel út. ATVINNA Kjörbúðin í Sandgerði leitar að jákvæðum, ábyrgðarfullum og kraftmiklum verslunarstjóra sem hefur gaman af mannlegum samskiptum. Starfssvið: • Ábyrgð á rekstri verslunar. • Samskipti við viðskiptavini og birgja. • Umsjón með ráðningu starfsmanna og almennri starfsmannastjórnun í verslun. • Ábyrgð á vöruframsetningu og áfyllingum. • Ábyrgð á birgðahaldi í verslun. • Önnur tilfallandi störf. Hæfniskröfur: • Gott er að hafa reynslu af stjórnun og starfsmannahaldi hjá verslunar- og/eða þjónustufyrirtækjum. • Styrkleiki í mannlegum samskiptum, sjálfstæð vinnubrögð, skipulagshæfni, reglusemi og árvekni í hvívetna. Allar nánari upplýsingar veitir Heiðar Róbert, rekstrarstjóri Kjörbúða – heidar@samkaup.is Umsóknir skulu berast í gegnum heimasíðu Samkaupa – www.samkaup.is (Atvinnuumsóknir). Umsóknarfrestur er til 14. janúar 2020. Störf í boði hjá Reykjanesbæ Umhverfissvið – starfsmaður í eignaumsýsludeild Fræðslusvið – sálfræðingur Akurskóli – umsjónarkennari (tímabundin ráðning) Velferðarsvið – starf við liðveislu Umsóknir í auglýst störf skulu berast rafrænt gegnum vef Reykjanesbæjar, Stjórnsýsla: Laus störf. Þar eru jafnframt nánari upplýsingar um auglýst störf. Hægt er að leggja inn almenna umsókn á sama stað. Þeim er komið til stofnana sem eru í leit að starfsfólki. Almennar umsóknir fyrnast að sex mánuðum liðnum. Viðburðir í Reykjanesbæ Bókasafn Reykjanesbæjar - Heilakúnstir fyrir 4. - 10. bekk Heimanámsaðstoð þriðudaga og fimmtudaga kl. 14:30-16:00. Homework assistance every Tuesday and Thursday from 2.30pm-4pm. Pomoc w odrabianiu prac domowych jest każdy wtorek i czwartek od godziny 14:30 do 16:00. Listasafn - leiðsögn og síðasta sýningarhelgi Laugardaginn 11. janúar. Elva Hreiðarsdóttir í Bíósal kl. 14:30 og Aðalsteinn Ingólfsson í listasal kl. 15:00. Síðasta sýningar- helgi í listasal. Ókeypis aðgangur og allir velkomnir. Nýtt leiðarkerfi innanbæjarstrætó - tók gildi 6. janúar Kynnið ykkur nýtt leiðarkerfi innanbæjarstrætó á vef Reykjanesbæjar, www.reykjanesbaer.is 11 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR fimmtudagur 9. janúar 2020 // 2. tbl. // 41. árg. 10 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.