Víkurfréttir - 09.01.2020, Page 19
Ragnar og Rakel aksturs-
íþróttafólk Suðurnesja
Akstursíþróttafélag Suðurnesja hélt sína uppskeruhátíð á dögunum og
valdi íþróttakonu og íþróttakarl ársins 2019. Fyrir valinu urðu þau Rakel
Ósk Árnadóttir og Ragnar Magnússon.
Rakel Ósk er að keppa í unglinga-
flokki í rallycross sem að er ætlaður
krökkum á aldrinum fimmtán til
sautján ára. „Þessi flokkur hefur
gefið okkur reynslumeiri ökumenn
út í umferðina og einnig inn í okkar
sport en þarna eru unglingar að aka
á bílum á lokaðir braut sem að gefur
þeim reynslu áður en þau koma út í
umferðina,“ segir í tilkynningu frá
AÍFS.
Ragnar Magnússon var kosinn
akstursíþróttamaður AÍFS eftir gott
gengi í sumar en hann háði harða
baráttu í sínum flokki og sýndi það
og sannaði það það þarf ekki alltaf
öflugasta bílinn til að sigra heldur
þann áreiðanlegsta og með góðum
akstri í sumar skilaði Ragnar sér bæði
Íslands- og bikarmeistararatitli í
2000cc flokk í rallycrossi í sumar.
AÍFS heiðraði einnig þá sem að end-
uðu á „toppnum“ þetta sumarið en
þeir voru þó nokkrir. Stjórn AÍFS
vill þakka öllum þeim sem að komu
að keppnishaldi og sjálfboðaliðum í
sumar kærlega fyrir allt og sjáumst
á næsta keppnisári, segir í tilkynn-
ingu frá stjórn Akstursíþróttafélags
Suðurnesja.
Íþróttafólk Grindavíkur
Körfuknattleiksfólkið Hrund Skúladóttir og Jón Axel
Guðmundsson voru á gamlársdag útnefnd íþróttafólk
Grindavíkur árið 2019 við hátíðlega athöfn í Gjánni.
Hrund Skúladóttir er lykilleikmaður með meistaraflokki
kvenna í körfuknattleik. Á árinu átti hún stóran þátt í því
að koma liðinu upp í Domino’s-deildina auk þess að vera
lykilleikmaður með unglingaflokki. Hrund lék á árinu með
U20 ára landsliði Íslands í Kosovó.
Jón Axel Guðmundsson spilar með Davidson-háskólanum
í Bandaríkjunum og er á sínu síðasta ári þar. Hann gaf á
árinu kost á sér í nýliðaval NBA og var boðið á æfingar með
Sacramento Kings og Utah Jazz. Jón Axel lék með íslenska
landsliðinu á árinu og fékk mikið lof fyrir leik sinn. Nafnið
hans er á á The Naismith Trophy Top 50 watch list sem er
mjög mikill heiður.
Allar deildir UMFG, Golfklúbbur Grindavíkur, Brimfaxi,
GG og ÍG áttu kost á því að tilnefna íþróttamenn og íþrótta-
konur úr sínum röðum. Kjörið fór þannig fram að valnefnd
sem samanstendur af tíu einstaklingum, þ.e. aðalstjórn UMFG
og frístunda- og menningarnefnd Grindavíkurbæjar fær
kjörseðla í hendur. Hver fulltrúi í valnefnd greiddi þremur
konum og þremur körlum atkvæði sitt með þeim hætti að
sá sem settur var í efsta sæti fékk tíu stig, sá sem settur var
í annað sæti sjö stig og sá í þriðja sæti fimm stig. Allir tíu
greiddu atkvæði og mest var því hægt að fá 100 stig.
Frá verðlaunaafhendingunni. Guðmundur Bragason,
faðir Jóns Axels, tók við verðlaununum fyrir hönd
sonar síns. Hann er ekki óvanur að taka við þessari
viðurkenningu en Guðmundur hefur sjálfur fjórum
sinnum verið valinn Íþróttamaður Grindavíkur.
Þrjár efstu í kjöri á íþróttakonu ársins
1. Hrund Skúladóttir, körfuknattleikur 83 stig
2. Sylvía Sól Magnúsdóttir, hesta íþróttir 65 stig
3. Guðný Eva Birgisdóttir, knattspyrna 50 stig
Þrír efstu í kjöri á íþróttamanni ársins
1. Jón Axel Guðmundsson, körfuknattleikur 77 stig
2. Matthías Örn Friðriksson, pílukast 72 stig
3. Jóhann Dagur Bjarnason, hjólreiðar 25 stig
Tilnefningar til íþróttamanns Grindavíkur 2019
Jóhann Dagur Bjarnason, hjólreiðar
Jón Axel Guðmundsson, körfuknattleikur
Jón Ásgeir Helgason, hestaíþróttir
Jón Júlíus Karlsson, golf
Marínó Axel Helgason, knattspyrna
Matthías Örn Friðriksson, pílukast
Róbert Örn Latkowski, júdó
Tilnefningar til íþróttakonu Grindavíkur 2019
Guðný Eva Birgisdóttir, knattspyrna
Hrund Skúladóttir, körfuknattleikur
Svanhvít Helga Hammer, golf
Sylvía Sól Magnúsdóttir, hestaíþróttir
AUGLÝSINGASÍMI
VÍKURFRÉTTA ER 421 0001
dagurinn fer í þetta. Maður
er kominn heim um svona þrjú, fjögur
og þá er hvíld og slökun.
Ertu búinn að vera einn í Osló?
Já, ég var einn í Osló og er enn.
Ertu að hugsa eitthvað um menntun
á meðan þú ert að þessu?
Algjörlega. Ég var í fjarnámi þegar ég
fór út fyrst og kláraði eitthvað þar. En
síðan hef ég ekki verið nógu duglegur
í því en ég hef verið að skoða þjálfun.
Ég hef áhuga á að geta klárað það á
meðan ég er úti. En maður getur alltaf
gert meira.
Þurfa menn að hugsa um þessa hlið?
Ferillinn getur farið út um gluggann
í einum leik ef menn meiðast.
Jú og ég kynntist því þegar ég meiddist.
Þá sér maður aðra hlið af lífinu. Það
eru margir leikmenn sem eru með
menntun eftir fótboltann og það er
mjög mikilvægt.
Tekur það mikið á taugarnar að vera
meiddur lengi?
Það gerir það, aðallega því maður getur
ekki spilað fótboltann sem maður er
vanur að gera alla daga. En að lokum
þjálfar þetta hausinn og andlega þáttinn
mikið þannig að það er margt sem þú
lærir líka á bak við tjöldin.
Hvað ertu að gera mikið í líkamsþjálfun
og í andlega þættinum í dag?
Þegar það er „Off Season“ vinn ég mikið
með Gunnari Má sem ég hef alltaf gert.
Hann sér algjörlega um það. Síðan hef
ég líka verið hjá sálfræðingum, ekki
vegna þess að það sé eitthvað að, líka
vegna þess að það er bara gott fyrir
mann að vera með einhvern til að tala
við annan en fjölskylduna. Þú getur
talað við hann um allt og séð lífið á
annan hátt. Ég tel það mjög mikilvægt
og það hefur hjálpað mér mjög mikið.
Hvað með hluti eins og matarræði,
hvað ertu að pæla mikið í því?
Ég pæli mjög mikið í því þó ég fari ekki
út í öfgar. Maður brennir náttúrlega
rosa miklu á æfingum og í leikjum
og það þarf að hugsa um mataræðið.
En það er hugsað út í það líka fyrir
okkur. Við erum með menn í vinnu hjá
klúbbnum sem sjá um það. Við fáum
matarprógrömm og það hefur hjálpað
mikið. Það er mjög þægileg.
Peningar eru stór þáttur í atvinnu-
mennsku. Hvað hugsarðu mikið út
í það?
Að sjálfsögðu hefur það áhrif, peningar
og þessi glans sem fólk tekur eftir. En
fyrir mig snýst þetta um að spila fót-
bolta. Auðvitað þarf maður að hugsa
um að fá eitthvað út úr því til þess að
geta lifað lífinu eins og annað fólk í
vinnu. Ég vil geta spilað fótbolta eins
lengi og ég get og verið heill. Það er
númer eitt, tvö og þrjú. Hitt kemur
svo að sjálfu sér.
Áttu kærustu?
Ég á ekki kærustu eins og er, ekki enn.
Aftur til Keflavíkur. Félagar þínir í
Keflavík eru að æfa hérna á bak við
þig. Við getum ekki sagt að það sé
glæsileg staða í knattspyrnu í Keflavík
né á Suðurnesjum. Það er ekkert lið í
efstu deild, hvorki í karla né kvenna.
Út af hverju er þessi staða?
Maður veit náttúrlega aldrei ástæðuna
fyrir því en það voru mikil kynslóða-
skipti hjá strákunum í meistaraflokki.
En svo gáfu þau út að þau ætli að byggja
grunninn með unga leikmenn. Mér
persónulega finnst það mjög fínt en
að sjálfsögðu þarf líka reynsluríka leik-
menn inn. Ég þekki strákana hérna og
þeir eru mjög góðir. Mér lýst bara mjög
vel á það hvað Keflavík er að gera núna
og held þetta muni ganga vel. Eysteinn
Hauksson og Siggi Raggi eru að gera
mjög gott mót og Ómar Jóhannsson.
Ég er bara jákvæður fyrir þessu. Það
sama á við um stelpurnar með Hauk
og Gunna. Þær voru náttúrlega í efstu
deild síðasta sumar en því miður gekk
það ekki.
Þú hefur leikið gegn stórliðum.
Hvernig var það?
Það hefur verið árlegt hjá Vålerenga um
mitt sumar, þegar þessi stóru lið eru á
undirbúningstímabili, að við spiluðum
á móti stórliðum; Real Madrid, Barce-
lona og svo núna fyrir tveimur árum
á móti Manchester United. Það var
bara æðislegt, fjörutíu þúsund manns
á vellinum og þeir með sitt besta lið.
Það var mjög gaman að kljást við þá.
Hvernig berðu þig saman við þá?
Hversu mikið betri er Lukaku heldur
en þú, eða öfugt? (VF birti mynd af
Samúel að kljást við belgíska framherj-
ann Lukaku hjá Manchester United)
Ég myndi segja Pogba frekar því við
erum báðir miðjumenn. Það er ekk-
ert hægt að bera okkur saman. Hann
er náttúrlega stórstjarna og búinn að
vera lengi í þessu. Eina sem ég get sagt
við því er að ég horfi á hann og læri af
honum, reyni að gera eins vel og hann
hefur gert. Það er bara partur af þessum
stiga sem ég er að ganga.
Er eitthvað eitt sem þú þarft að ná,
sem þú ert ekki með í dag, til þess
hreinlega að stórlið vilji kaupa þig?
Hvað vantar þig í dag?
Það er margt sem mig vantar. Ég get
alltaf bætt mig enn meira. Það er ekkert
eitthvað eitt sérstaklega. Þegar ég fer
á aukaæfingar þá æfi ég það sem ég
er bæði lélegur og góður í. Ég ætla að
halda því áfram. Margir þurfa að fara
lengri leið, sumir fara styttri leið. Það
er bara eitthvað sem gerist, maður þarf
bara að halda áfram að gera sitt besta
og sjá hvað kemur á endanum.
Eins og staðan er núna, 3. janúar, þá
ertu með samning við Vålerenga en
ert að tala við önnur lið. Það er líklegt
að þú sért að fara einhvert annað?
Það kemur í ljós. Glugginn var að opna
núna og ég get ekki sagt margt um það
en það eru alltaf einhverjar hreyfingar.
Það verður bara spennandi að sjá hvað
gerist.
Hver er þín stærsta fyrirmynd í fót-
boltanum eða uppáhaldsfótbolta-
maður?
Uppáhaldsleikmaðurinn minn hefur
alltaf verið Ronaldinho. Hann er náttúr-
lega hættur núna en hann hefur alltaf
verið svona efst í minningunni. Hann
er mín fyrirmynd. Annars eru fyrir-
myndirnar mínar bara fjölskyldan mín.
Þau hafa kennt mér margt ásamt öllum
þeim sem ég lærði af hér í Keflavík,
Jóhanni Birni, Gumma Steinars, Magga
Þorsteins og öllum þessum strákum.
Þeir hjálpuðu mér fyrstu skrefin í
meistaraflokknum, Zoran og allir þeir
hjá Keflavík. Ég á þeim margt að þakka.
Ég er mjög stoltur af því.
Heldurðu að þú eigir eftir að spila
aftur með Keflavík?
Það er góð spurning. Við sjáum hvað
setur. Ég hef alltaf sagt það að ég ætli
að enda ferilinn erlendis en maður veit
aldrei hvað gerist.
Annars eru fyrirmynd-
irnar mínar bara fjöl-
skyldan mín. Þau hafa
kennt mér margt ásamt
öllum þeim sem ég lærði
af hér í Keflavík ...
Samúel varð bikarmeistari
með Víkingi í Noregi á síðustu leiktíð. Hér fagnar
hann þeim áfanga. Samúel í baráttu við
Lukaku, þáverandi leikmann
Manchester United.
19 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR fimmtudagur 9. janúar 2020 // 2. tbl. // 41. árg. 18 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR