Víkurfréttir - 16.01.2020, Side 2
Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 // Afgreiðsla og ritstjórn:
Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000 // Rit-
stjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is // Frétta-
stjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 898 2222, hilmar@vf.is
// Blaðamenn: Marta Eiríksdóttir, sími 857 8445, marta@vf.is // Sólborg
Guðbrandsdóttir, vf@vf.is // Auglýsingastjóri: Andrea Vigdís Theo-
dórsdóttir, sími 421 0001, andrea@vf.is // Útlit & umbrot: Jóhann Páll
Kristbjörnsson, johann@vf.is // Afgreiðsla: Aldís Jónsdóttir, sími 421
0000, aldis@vf.is, Dóróthea Jónsdóttir, dora@vf.is // Prentun: Landsprent
// Upplag: 9000 eintök // Dreifing: Íslandspóstur // Dagleg stafræn
útgáfa: vf.is og kylfingur.is
Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið andrea@vf.is. Auglýsingar berist
fyrir kl. 17:00 á mánudegi fyrir útgáfudag, sem er almennt á fimmtu-
dögum. Móttaka smáauglýsinga er á vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir
kl. 15:00 á mánudögum. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á
miðvikudögum. Dreifing blaðsins tekur að jafnaði tvo daga og er dreift
inn á öll heimili á Suðurnesjum.
Efni til Víkurfrétta skal berast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar
birtast á vef Víkur frétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða greinar birtast
í prentaðri útgáfu Víkurfrétta. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða
myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta.
FINNDU OKKUR Á FACEBOOK
DAGLEGAR FERÐIR ALLA VIRKA DAGA
S U Ð U R N E S - R E Y K J A V Í K
845 0900
FERÐIR Á DAG
ALLTAF PLÁSS
Í BÍLNUM
HREINSUM
RIMLAGARDÍNUR OG
MYRKVUNARGARDÍNUR
NÁNARI UPPLÝSINGAR Á ALLTHREINT.IS
Afturganga olli usla á útnesjum
Óveðurslægð sem kom með látum
síðasta föstudag gekk aftur á sunnu-
dagskvöld og olli talsverðum usla í
Reykjanesbæ og Suðurnesjabæ. Sam-
göngur fóru úr skorðum og þúsundir
urðu strandaglópar.
Afturgengnu óveðurslægðinni fylgdi
talsverð snjókoma og mikill skafrenn-
ingur. Reykjanesbraut lokaðist milli
Þjóðbrautar í Reykjanesbæ og Flug-
stöðvar Leifs Eiríkssonar. Þriggja kíló-
metra bílalest myndaðist þegar ástandið
varð blint í skafrenningi og bílar tóku að
festast og aka út af. Fjöldi flugvéla lenti
á Keflavíkurflugvelli þar sem farþegar
þurftu að bíða klukkustundum saman
eftir því að komast frá borði. Þá gátu
aðrir farþegar ekki yfirgefið landið.
Nokkrir höfðu fest sig á Reykjanes-
brautinni í nágrenni flugstöðvarinnar
og tóku þá röngu ákvörðun að ætla að
reyna að ganga í hríðinni í flugstöðina
til að ná flugi sem hafði verið aflýst
vegna veðurs.
Allar björgunarsveitir á Suðurnesjum
voru kallaðar út til aðstoðar í veðrinu og
fjöldahjálparstöð var opnuð í íþrótta-
húsi Keflavíkur þar sem um 180 manns
gistu aðfararnótt mánudags.
Þar sem ógreiðfært var í Flugstöð
Leifs Eiríkssonar (FLE) þurfti sjúkra-
bíll frá Brunavörnum Suðurnesja að
fara óhefðbundna leið þegar farþegi
í flugstöðinni fékk hjartaáfall. Sjúkra-
bíllinn fór í gegnum hlið á Ásbrú og
þaðan var rudd leið eftir þjónustu-
vegi að FLE. Starfsfólk í FLE notaði
hjartastuðtæki og kom lífi í farþegann.
Hann var svo fluttur með sjúkrabíl til
Reykjavíkur og fór snjóplógur á undan
sjúkrabílnum til að tryggja að hann
kæmist um Reykjanesbrautina sem var
lokuð vegna bæði ófærðar og banaslyss
sem varð við Straumsvík.
Í Suðurnesjabæ var einnig mikil
ófærð. Rúta með farþegum sem voru
á listahátíðinni Ferskum vindum festist
og leituðu farþegarnir skjóls í sam-
komuhúsinu í Sandgerði. Víða í Sand-
gerði voru mannhæðarháir skaflar eftir
óveðrið og í Garði var líka þung færð.
Veðrið setti svip sinn á listahátíðna
Ferska vinda og þannig varð ekkert af
lokaatriði hátíðarinnar þar sem kveikja
átti í listaverki á Garðskaga. Þar blésu
vindar upp á 26 m/s af norðaustan og
hviðurnar voru gríðarsterkar þannig
að alls ekki var stætt.
Lentirðu í vandræðum í óveðrinu?
Harpa Jóhannsdóttir:
„Nei, ég hafði vit á því að vera
heima hjá mér og prjóna. Ég
fór ekki út í dag mánudag
fyrr en búið var að skafa allar
götur.“
Linda Kristín Pálsdóttir
og Vignir Páll Sigfússon:
„Ég var heima að hafa það
kósí með börnunum. Við
horfðum á myndir og vorum
að leira. Í morgun þurfti ég
að hjálpa dóttur minni sem
sat pikkföst í bílnum sínum.“
Tony Kristinn Vantonder:
„Bíllinn hans pabba festist í
snjónum fyrir utan heima í
morgun. Í gær komst ég ekki
út vegna veðurs en mér finnst
gott að fara út á hverjum degi
og hafa val um það.“
Guðmundur Einarsson:
„Nei, ég lá undir sæng í vonda
veðrinu og fannst æðislegt að
vera inni vegna þess, það er svo
langt síðan síðasta vonda veður
var. Í morgun lenti ég í því að
hjálpa einum sem sat fastur í
bílnum sínum. Ég get ekki neitað
því að hafa gaman af vondu veðri
þegar maður er öruggur.“
Samgöngur fóru úr skorðum á Reykjanesbrautinni
ofan byggðarinnar í Reykjanesbæ. VF-mynd: Páll Ketilsson
SPURNING VIKUNNAR
Líkaði greinilega vel móttökur
viðbragðsaðila í Reykjanesbæ
„Í nótt var ekki rétti tíminn til að spyrja ferðalangana How do you like
Iceland? en þeim líkaði greinilega vel móttökur viðbragðsaðila í Reykja-
nesbæ,“ skrifaði Hannes Friðriksson, formaður Rauða krossins á Suður-
nesjum, á fésbókina eftir að síðustu ferðamennirnir yfirgáfu íþróttahúsið í
Keflavík á mánudagsmorgun. Um 180 ferðamenn gistu í fjöldahjálparstöð
í íþróttahúsinu um nóttina vegna ófærðar og röskunar á samgöngum.
Í færslunni þakkar hann bæjarstjóra Reykjanesbæjar, lögreglu, björgunar-
sveitum, sjálfboðaliðum og starfsmönnum flugþjónustufyrirtækja fyrir
sitt framlag „sem er jú grunnurinn að því að þrátt fyrir erfiða stöðu fara
ferðalangarnir þokkalega ánægðir frá Reykjanesbæ,“ skrifar Hannes.
Úr fjöldahjálparstöðinni í íþróttahúsinu í Keflavík
á mánudagsmorgun. VF-mynd: Páll Ketilsson
Nafn nýja áhugahópsins um örugga Reykjanesbraut,
Stopp hingað og ekki lengra, hefur sjaldan átt betur
við en núna í vikunni þegar Reykjanesbraut lokaðist á
sama tíma á tveimur stöðum vegna óhappa í umferðinni
þar sem einn maður lét lífið og þúsundir lentu í vand-
ræðum og töfum.
„Í gær gerðist allt sem við höfum
undanfarið hræðst, rúmlega 10.000
manns urðu innlyksa vegna lokunar
Reykjanesbrautar. Engin virðist hafa
áhuga og allir aðilar málsins benda
hver á annan. Í gær varð hræðilegt
banaslys vegna framanáaksturs á
hættulegasta vegakafla landsins frá
Hvassahrauni til Krísuvíkurafleggjara.
Hversu mörg banaslys verða þangað
til einhver ráðamaður vaknar, tekur
raunverulegar ákvarðanir og lætur
verkin tala?,“ skrifar Guðbergur
Reynisson, einn af talsmönnum
„Stopp hingað og ekki lengra“, bar-
áttuhóps um aukið umferðaröryggi
á Reykjanesbraut.
Það er óþægilegt og erfitt að
horfa upp á þessa döpru stöðu árið
2020, að það sem gerðist þarna geti
gerst, og muni líklega gerast, aftur.
Á þessum tveimur vegaköflum er
beðið eftir tvöföldun og henni hefur
verið seinkað um nokkur ár þó svo
þrýstingur á ráðamenn og Alþingi
hafi verið mikill. Það vita allir að þetta
banaslys, og þessi óhöpp og lokun
á brautinni, hefði aldrei komið til ef
þessir vegakaflar væru tvöfaldir en
það hefur sýnt sig þar sem Reykjanes-
brautin er tvöföld. Þar er fólk nánast
öruggt – þó svo það sé kannski ekki
hægt að segja að neinn sé öruggur
neins staðar.
Árið 2000 fengu Suðurnesjamenn
nóg og hreinlega lokuðu Reykjanes-
brautinni við þáverandi Grindavíkuraf-
leggjara. Héldu síðan eitt þúsund
manna borgarafund þar sem ástand-
inu var mótmælt. Áhugahópur um
örugga Reykjanesbraut var stofnaður
og hann hélt uppi þrýstingi á stjórn-
völd sem hafði þau áhrif að ákveðið
var að fara í tvöföldun Reykjanes-
brautar. Var hún síðan tvöfölduð í
tveimur lotum á nokkrum árum frá
Hafnarfirði að Fitjum. Það er deginum
ljósara að þrýstingur fólks í þessu máli
hafði langmest áhrif því þingmenn
og ráðamenn höfðu rætt um að það
þyrfti að tvöfalda brautina í mörg ár,
án árangurs.
Lokun brautarinnar er ekki raunhæf
í dag. Staðan er einfaldlega miklu
flóknari og því þarf að finna aðrar
leiðir til að koma þessu máli í gegn.
Með góðu eða illu.
Hvað hefði t.d. gerst ef rúta hefði
oltið á sama tíma með 50 manns.
Hvernig hefði því fólki verið komið á
sjúkrahús og bráðamótttöku í Reykja-
vík þegar brautin er lokuð vegna um-
ferðarslyss og ófærðar? Hvar hefðu
sjúkrabílar átt að fara? Ekki hefði verið
hægt að taka við nema hluta hópsins
á Heilbrigðistofnun Suðurnesja og
ekki væri hægt að nota lokaðar skurð-
stofur þar.
Þetta mál varðar ekki bara Suður-
nesjamenn. Það eiga allir undir í
þessu máli. Við erum að taka á móti
milljónum ferðamanna og þurfum að
gera okkur betur grein fyrir því. Þegar
þessi vandræði komu upp í óveðr-
inu í vikunni sáum við samtakamátt
Suðurnesjamanna þegar sett var upp
í snarhasti stærsta fjöldahjálparstöð
í íþróttahúsi Keflavíkur og það hefur
ekki gerst síðan í Vestmannaeyja-
gosinu. Starfsmenn Rauða krossins,
Icelandair, björgunarsveitarfólk og
fleiri lögðu hönd á plóginn svo hægt
væri að hýsa fólkið sem komst ekki í
flug sem það átti pantað.
Það eru til leiðir til að leysa þennan
vanda sem er stór eins og kom ber-
lega í ljós í þessu óveðri. Við munum
áfram fá óveður og þess vegna þarf
að gera eitthvað róttækt og koma
þessum samgöngubótum í gegn
– ekki seinna en strax! Um það eru allir
sammála nema kannski þingheimur
Íslands sem hefur tafið þetta mál.
Páll Ketilsson,
ritstjóri Víkurfrétta.
Stopp hingað og ekki lengra.
Það er komið nóg!
2 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR fimmtudagur 16. janúar 2020 // 3. tbl. // 41. árg.