Víkurfréttir - 16.01.2020, Qupperneq 4
Frétt úr Víkurfréttum
fimmtudaginn 6. janúar 1983
Í Suðurnesjatíðindum og síðar hér
í Víkurfréttum hefur sá siður verið
viðhafður að birta myndir af jóla- og
áramótabörnum, fæddum á Sjúkra-
húsinu í Keflavík. Því þóttu okkur það
mikil tíðindi nú, er taka átti mynd af
jólabarninu, að ekki var um eitt barn
að ræða, heldur voru þau alls 13 - eða
sama tala og jólasveinarnir!!
Af þessu tilefni ræddum við við Sól-
veigu Þórðardóttur, deildarstjóra fæð-
ingardeildarinnar. Sagði hún að þetta
væri mjög óvanalegt hjá þeim . „Þannig
er,“ sagði Sólveig, „að fæðingar koma
yfirleitt svona í toppum, það virðist vera
eitthvert lögmál, en við ljósmæðurnar
hér, sem flestar erum nýmenntaðar og
lítum bæði á nýtt og gamalt, litum á
tunglið og sáum að það var ekki fullt,
en höfum ekki haft tíma til að líta í
bók til að athuga straumana til að sjá
hvort þar sé skýringin á þessum toppi.“
Þá spurðum við Sólveigu hvort
deildin væri þá ekki fullnýtt núna
og meira til? „Deildin er gerð fyrir 8
sængurkonur og sérstaka móttöku fyrir
mæðraskoðun. Allt þetta pláss er full-
nýtt og vel það, en við urðum að bæta
aukarúmi í hverja stofu. Við myndum
ekki fyrr en i fulla hnefana vísa sængur-
konum frá okkur þar sem séð yrði að
um eðlilega fæðingu yrði að ræða. Við
höfum haft það þannig, að þær konur
sem af einhverjum ástæðum hafa þurft
að fæða innfrá, hafa verið teknar hér
í sængurlegu um leið og þær losna af
gjörgæsludeild innfrá.“
Um aðra þjónustu sem fæðingar-
deildin veitir, sagði hún: „Árni Ingólfs-
son fæðingarlæknir, er hér með aðstöðu
2 daga í viku og þegar hér er ekki yfir-
fullt, nýtir hann þessa aðstöðu fyrir
kvensjúkdóma. Hér er aðstaða fyrir
ófrjósemisaðgerðir og fóstureyðingar,
og eru þær framkvæmdar þurfi á því
að halda. Þá veitir hann aðstoð við
fæðingar þurfi þess með. Þá er senni-
lega hér einhver besta mæðraskoðun á
landinu. Prófessor Sigurður Magnússon
hefur verið hér en er nýhættur eftir
margra ára starf, en eftirmaður hans
er Jón Stefánsson og mun hann vinna
í hans anda.“
Áður en við skildum við fæðingar-
deildina spurðum við Sólveigu um það
hvort það hefði aukist að feður væru
viðstaddir fæðingu barna sinna. Hún
sagði að þessi æskilega þróun væri orðin
mjög algeng. Gætu feður ekki verið við-
staddir þá einhver annar aðstandandi,
því það hefði róandi áhrif á móðurina.
Þá sagðist Sólveig vilja koma því að áður
en við kveddum þennan þátt viðtalsins,
að nú fyrir jól hefði einn velunnari
fæðingardeildarinnar saumað jólapoka
undir jólabörnin, að vísu voru þeir
ekki nema 8 talsins, því ekki var von á
fleiri, en 8 fyrstu börnin fóru því heim
í þessum jólapokum.
Þegar umræða um sjúkrahúsið hefur
farið fram í fjölmiðlum hefur mikið
borið á gagnrýni varðandi vannýtingu
á fæðingardeildinni og í því sambandi
hafa sumir rætt um að taka hluta hennar
undir langlegudeild. Við spurðum Sól-
veigu um hennar álit á þessum málum?
Hún sagðist bera tvennt sér fyrir brjósti,
þ.e. gamla fólkið og þá nýfæddu, hinir
ættu betra með að sjá um sig sjálfir.
„Okkur bráðvantar legurými fyrir þetta
gamla fólk, ekki endilega þá þjónustu
sem spítalarnir veita, heldur ýmsa aðra
sjúkraþjónustu við þetta fólk. Hjá okkar
starfsfólki sjúkrahússins er sameigin-
legur vilji fyrir því að reist yrði hér í
tengslum við spítalann sérstök deild
fyrir gamla fólkið. Það myndi auðvelda
alla þjónustu við þessa deild, t.d. gæti
starfsfólkið héðan skipt á sig þjónustu á
þessari deild sem myndi þar með leysa
þau vandkvæði sem ávallt eru fyrir
hendi varðandi sérmönnun starfsfólks
við slíkar hjúkrunardeildir. Það er orðið
lífsspursmál að veita þessu fólki úti í
bæ þá þjónustu sem hægt er að veita,
við höfum hér á að skipa mjög færu
starfsfólki með mjög góð tæki og næga
þekkingu,“ sagði Sólveig Þórðardóttir
að lokum.
„Við tökum aðeins á móti hraustum konum í dag sem eru í eðlilegu
fæðingarferli,“ segir Heiða B. Jóhannsdóttir ljósmóðir á Heil-
brigðisstofnun Suðurnesja og bendir á að lokun skurðstofunnar hafi
auðvitað haft mikið að segja í fjölda fæðinga. Fáar fæðingar voru í
kringum síðustu jól. Ein fæðing var 16. desember, ein 30. desember
og ein á gamlársdag. Fyrsta fæðing ársins 2020 var 6. janúar.
Deildin hefur breyst mikið
„Í dag höfum við á ljósmæðravaktinni, mjög breytt þjónustustig,
við sinnum konum á meðgöngu, í fæðingu og sængurlegu en að
sama skapi hefur fæðingum fækkað gríðarlega mikið í samfélaginu
öllu. Þar sem við erum ljósmæðrarekin eining verðum við að senda
allar konur til Reykjavíkur, sem ekki falla undir hraustar konur í eðli-
legu fæðingarferli. Það má segja að þær fæðingar sem við sinnum
hér þurfi að uppfylla sömu skilyrði og fæðing í heimahúsi. Þrátt
fyrir þetta er samt ekki minna að gera hjá ljósmæðrum en deildin
hefur breyst mikið eftir að konur hættu að liggja hér á sæng eftir
fæðingu en á þessum tíma árið 1983 voru starfandi sjúkraliðar við
fæðingardeildina ásamt mun fleira starfsfólki. Konur á meðgöngu
hafa mjög gott aðgengi að okkur og við sinnum þeim hvenær sem
er sólarhringsins ef á þarf að halda. Í dag
fara konur og börnin þeirra oftast heim
innan 48 klukkustunda legu á sæng og eru
þær almennt mjög ánægðar með það. Þær
fá ljósmóður heim til sín einu sinni á dag,
oftar ef þarf fyrstu vikuna. Þetta fyrirkomulag er mun skilvirkara
og hjálpar konum og foreldrum barnsins, mun meira þegar bæði
fræðsla og eftirlit kemur heim til þeirra,“ segir Heiða.
Heilsufar þjóðarinnar er lakara í dag
Heiða talaði einnig um heilsufar kvenna. „Í dag erum við að fá
fleiri konur en áður með undirliggjandi vandamál sem hafa áhrif
á meðgöngu og fæðingu auk þess sem meðal aldur kvenna sem
fæða sitt fyrsta barn fer hækkandi. Já, það verður að segjast eins
og er að heilsufarsleg vandamál þjóðfélagsins eru stærri í dag en
áður, ef við til dæmis bara horfum á vaxandi tíðni offitu, sykursýki
og hjarta og æðasjúkdóma. Við erum að sjá hærra hlutfall kvenna
með meðgöngusykursýki og háþrýsting sem krefst nánara eftirlits
á meðgöngu. Heilsufarsleg vandamál kvenna á meðgöngu eru því
mun stærri í dag en áður,“ segir Heiða ljósmóðir, alvarleg í bragði.
V Í K U R F R É T T I R Í 4 0 Á R • F I M M T U D A G U R I N N 6 . J A N Ú A R 1 9 8 3
Sjúkrahús Keflavíkurlæknishéraðs:
Jólabörnin þrettán árið 1982 ásamt mæðrum sínum.
13 börn fæddust um jólin
Sólveig Þórðardóttir við mónitorinn sem mælir hjartsláttinn allan tímann
meðan verkir eru. Auk þess heldur hún á gömlu góðu pípunni sem mælir
hjartsláttinn þegar engir verkir eru og er enn í fullu gildi.
Hér er aðstaða fyrir
ófrjósemisaðgerðir og
fóstureyðingar, og eru
þær framkvæmdar þurfi
á því að halda. Þá veitir
hann aðstoð við fæðingar
þurfi þess með. Þá er
sennilega hér einhver
besta mæðraskoðun á
landinu.
AÐEINS TEKIÐ Á MÓTI
HRAUSTUM KONUM Í DAG
Samtímasaga Suðurnesja
í fjóra áratugi
Á þessu ári fögnum við þeim
tímamótum að Víkurfréttir hafa
komið út í 40 ár. Frá fyrsta tölublaði
Víkurfrétta sem kom út 14. ágúst
1980 hafa komið út nærri 1900
tölublöð, síðurnar yfir 20.000 og
fréttirnar næstum óteljandi. Til að
fagna afmæli Víkurfrétta á þessu
ári ætlum við reglulega að glugga
í gömul blöð og rifja upp fréttir,
sýna ykkur gamlar myndir og jafnvel
að heyra í fólki og taka stöðuna
eins og hún er í dag. Við byrjum
þessa upprifjun úr samtímasögu
Suðurnesja á frétt úr Víkurfréttum
í janúar 1983 þar sem fjallað er um stóran
hóp barna sem fæddust á Sjúkrahúsi Keflavíkurlæknishéraðs,
eins og Heilbrigðisstofun Suðurnesja hét í þá daga.
Kl. 22.58 á nýársdag fæddist á Sjúkrahúsi Keflavíkur fyrsta barn
þessa árs. Var það drengur, 52 cm og 3700 grömm. Foreldrar
hans eru Salvör Gunnarsdóttir og Reynir Guðbergsson, Gerða-
vegi 14, Garði. Á myndinni er Salvör með nýfædda soninn sem
var skírður Jón Berg Reynisson.
4 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR fimmtudagur 16. janúar 2020 // 3. tbl. // 41. árg.