Víkurfréttir - 16.01.2020, Page 12
Unga fólkið um nýja áratuginn
Nú þegar nýr áratugur er genginn í garð setjast mörg hver niður og velta fyrir sér hver næstu skref verða. Nóg er af markmiðasetningum
og lífsstílsbreytingum allt um kring, hvers kyns sem þær eru, og flestir leggja sig fram við að komast smám saman nær draumum sínum.
Víkurfréttir heyrðu í ungu fólki frá Suðurnesjum og fengu að vita hver plön þeirra fyrir 2020 væru.
Guðrún Pálína Karlsdóttir:
„Ég ætla að ala upp fallegu tvíbura stelpurnar mínar, Öldu Rós og Birtu Von. Þær eru búnar að vera á vökudeild frá því þær komu í flýti í heiminn og fæddust 8. nóvember. Ég var þá gengin 28 vikur og við erum ennþá þar. Við förum vonandi heim um mánaðamótin.“
Thelma Dís Ágústsdóttir:
„Árið 2020 klára ég annað árið mitt í
Ball
State-háskólanum í Bandaríkjunum þar s
em
ég læri og spila körfubolta. Okkur er búið
að
ganga vel á þessu tímabili og ég vona
að
við náum að enda það með einum titli
eða
svo. Ég ætla að nýta allan þann tíma sem
ég
fæ með fjölskyldu og vinum í sumar þe
gar
ég kem heim til Íslands og gera eitth
vað
skemmtilegt. Mig langar að ferðast m
eira
og þá sérstaklega innanlands. Held reyn
dar
að ég sé búin að segja þetta nokkur ár í
röð
en ég ætla að láta verða af því þetta ár
ið.“
Jóhanna Jeanna Caudron:
„Ég verð danshöfundur í verkinu Benedikt búálfur sem Leikfélag Keflavíkur er að setja upp. Svo er ég að vinna hjá Skólamat og Sam-bíóunum þannig það er alveg nóg að gera. Ég er aðallega að reyna að safna pening svo ég geti farið í leiklistarskóla. Ég ætla að reyna að gefa mér meiri tíma með vinum og fjölskyldu en það er örlítið erfitt með þann litla frítíma sem ég hef. Svo ætla ég að hekla meira og reyna að vera jákvæðari og þakklátari á árinu.“
PÁSKA- OG SUMARÚTHLUTUN
Starfsmannafélag Suðurnesja auglýsir orlofshús félagsins laus til umsóknar.
Umsóknarfrestur vegna páska er til 16. febrúar 2020 úthlutað 17. febrúar 2020.
Umsóknarfrestur vegna sumars er til 20. mars 2020 úthlutað 23. mars 2020.
Páskaúthlutun er frá 8. til 15. apríl 2020.
Sumarúthlutun er frá 6. júní til 14. ágúst 2020 (vikuleiga).
Búið er að opna fyrir umsóknir.
Hægt er að sækja um orlofshús á vef félagsins stfs.is
eða vera í sambandi við starfsfólk á skrifstofu félagsins að Krossmóa 4, 260 Reykjanesbæ. Sími 421 2390.
Orlofsnefnd STFS
Um er að ræða eftirtalin orlofshús:
Munaðarnes
Þrjú hús með heitum potti
Verð kr: 30.000–35.000
Reykjaskógur
Eitt hús með heitum potti
Verð kr: 35.000
Akureyri
Tvær íbúðir
Verð kr: 30.000
Auglýsingin er einnig á
vefsíðu okkar www.stfs.is
HÖ
NN
UN
: V
ÍK
UR
FR
ÉT
TIR
S K R I F S T O F U S T A R F
Ice-Group ehf óskar eftir að ráða starfskraft á skrifstofu
sína í fullt starf. Vinnutími frá kl. 9 til 17 virka daga.
Hann skal vera vanur allri almennri skrifstofuvinnu
og hafa góða kunnáttu á Excel og Word, vera fljótur
að tileinka sér nýja hluti og geta unnið sjálfstætt.
Enskukunnátta er nauðsynleg.
Ice-Group ehf er útflutningsfyrirtæki á fiskafurðum.
Á skrifstofu félagsins, sem er að Iðavöllum 7a í Keflavík,
vinna fimm starfsmenn. Hjá félaginu og skyldum félögum
starfa yfir 100 starfsmenn á Íslandi, í Noregi, Marokkó
og á Bretlandseyjum.
Umsóknarfrestur er til 20. janúar 2020.
Umsóknir skulu sendar til jong@icegroup.is, fyrir þann tíma.
Frekari upplýsingar veitir Jón Gunnarsson
í síma 8925857 eða jong@icegroup.is
Sólborg Guðbrandsdóttir
vf@vf.is
12 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR