Víkurfréttir - 16.01.2020, Page 14
Tími breytinga
Um leið og ég óska öllum gleðilegs árs og þakka kærlega fyrir þau
liðnu þá staldra ég við í janúarbyrjun, lít yfir nýliðið ár og þá vakna
vonir um árið sem framundan er.
Árið 2020 verður ár gagnsæis og aðdrag-
anda umfangsmikilla kerfisbreytinga sem
eru löngu timabærar. Stjórnmálamenn
svara loksins ákalli almennings um breyt-
ingar á auðlindaákvæðum stjórnarskrár,
auðlindastjórnun þjóðarinnar og þá sér-
staklega löngu tímabærum breytingum
á fiskveiðistjórnun þjóðarinnar.
Það er augljóst að úthlutun aflaheim-
ilda verður að breytast. Aflaheimildir
eiga að vera tímabundnar, aðgengi-
legar fleirum og greitt fullt verð fyrir
þær til eigandans. Við erum eigandinn,
almenningur í þessu landi. Nú eru afla-
heimildir varanlegar og greiddir smá-
peningar fyrir, farið með þær eins og
hverja aðra fasteign, veðsettar og ganga í
erfðir. Enda hefur erfðafjárskattur verið
lækkaður svo handhöfum kvótans reynist
auðveldara að koma auðlind þjóðar-
innar til eigin erfingja. Þetta verður
að lagfæra og þjóðin á heimtingu á að
ráðstafa fiskveiðiheimildum sínum í
stað fámennrar stórútgerðastéttar sem
sölsað hefur undir sig verðmætustu auð-
lind þjóðarinnar. Allur fiskur á að fara
á markað svo verðmyndun á fiski sé
gagnsæ og trúverðug. Það myndi einnig
rjúfa virðiskeðju fákeppninnar, þennan
möguleika útgerðarvinnsla til að flytja
út gróðann af sjávarútveginum og taka
hann út erlendis. Þann möguleika þarf
að útiloka til að meðferð auðlindarinnar
sé hafin yfir allan vafa og arður af henni
skili sér til sem flestra byggða.
Það er ekki skrýtið að landsmenn séu
tortryggnir þegar fáir útvaldir maka
krókinn á kostnað ríkisins,
fjármála- og skattakerfið er
notað til undanskota í skatta-
skjól án þess að nokkuð sé að
gert, á sama tíma og öryrkjar og eldri
borgarar lepja dauðann úr skel og heil-
brigðis-, samgöngu- og menntakerfið
svelt. Og endalaust eru haldnar ræður
um ríkidæmi Íslendinga, meðaltalsvel-
megun og heppni okkar í samanburði við
aðrar þjóðir. Augun virðast lokuð fyrir
þeirri skyldu yfirvalda að sjá öllum, ekki
sumum, öllum fyrir grunnframfærslu
og þjónustu.
Þó gert sé endalaust grín að löngum
umræðum um Orkupakka III, þá
kristallaðist óánægja þjóðarinnar og
þó aðallega óöryggi með ráðstöfun og
eignarhald á orkuauðlindum þjóðar-
innar í þeim umræðum. Hvort sem orku-
pakkinn sjálfur snerist um eignarhald á
auðlind eða ekki, þá skiptir það í sjálfu
sér ekki höfuðmáli. Umræðan sjálf sýndi
fram á nauðsyn þjóðarsáttar í stjórnar-
skrá um fyrirkomulag auðlindamála.
Orkumál þurfa að vera hafin yfir alla
tortryggni.
Eina leiðin til að löggjafinn og fram-
kvæmdavaldið geti unnið sér inn traust
almennings, er að tryggja að öll gögn
og upplýsingar séu á reiðum höndum
og að hagsmunatengsl séu alltaf túlkuð
almenningi í vil, ekki viðkomandi ein-
staklingi. Allar embættisfærslur verða
um leið betur rökstuddar, rekjanlegar og
hafnar yfir grun um misbeitingu valds og
geðþóttaákvarðanir. Gagnsæið er enn-
fremur ein öflugasta leiðin til
að koma í veg fyrir spillingu.
Til að lýðræðið virki
þurfum við að hafa áreiðan-
legar upplýsingar og gögn
á reiðum höndum. Traust
kjósenda byggir á að öll
stjórnsýsla sé hafin yfir allan
vafa. Landsréttarmálið, Sam-
herjamálið og fleiri mál sem
skekið hafa samfélagið á liðnu ári sýna
svo ekki verður um villst að gagnsæi
vinnur gegn spillingu, stuðlar að upp-
lýstri umræðu, vekur öryggi almennings
um að verið sé að vinna í okkar þágu og
að vönduð ákvarðanataka sé í hávegum
höfð. Leyndarhyggjan þýðir ekki endi-
lega að verið sé að brjóta lög – en vekur
tortryggni sem þarf að fyrirbyggja.
Ég held að kjósendur séu að vakna til
vitundar um þessi mál og komi okkur Pí-
rötum til hjálpar með að hrinda þessum
nauðsynlegu umbótum í framkvæmd
með nýrri stjórnarskrá, nýju verklagi og
nýjum kerfum tengdum atvinnuvegum
og velferð. Það er ekki nóg að stagbæta
úrelt kerfi erfðaveldisins. Hefjum stjórn-
málin yfir tortryggni, einblínum á vel-
sældarhagkerfi fyrir alla, í stað meðal-
talsvelmegunar peningahagkerfis sem
vinnur að hag örfárra. Búum til samfélag
sem við getum öll verið stolt af.
Álfheiður Eymarsdóttir,
varaþingmaður Pírata
í Suðurkjördæmi.
Ellen Lind
íþróttamaður Voga
– Aron fékk hvatningarverðlaunin
Ellen Lind Ísaksdóttir var
útnefndur íþróttamaður
ársins og Aron Kristinsson
fékk hvatningarverðlaun
Sveitarfélagsins Voga á
Vatnsleysuströnd. Verðlaun
voru afhent á gamlársdag.
Ellen Lind er handhafi tit-
ilsins sterkasta kona Íslands
árið 2019 og tók að auki þátt
í öðrum mótum á síðastliðnu
ári með góðum árangri. Hún
segist vera rétt að byrja. Að auki kom
fram í rökstuðningi með tilnefningu
að Ellen er sönn fyrirmynd í öllu sem
hún tekur sér fyrir hendur, gríðarlega
framtakssöm og dugleg. Einnig er hún
lítillát og kurteis í framkomu, hjálpsöm
og hlý við alla sem hún umgengst.
Hvatningarverðlaun sveitarfélags-
ins hlaut að þessu sinni Aron Krist-
insson. Aron er tólf ára og hefur æft
dans síðustu þrjú ár í Danskompaní.
Hann æfir djassballett, nútímadans,
hip-hop, klassískan ballett og leiklist
ásamt því að vera í ýmsum liðleika- og
tæknitímum. Aron er mjög metnaðar-
fullur, leggur sig alltaf allan fram, tekur
dansæfingar fram yfir allt annað og
þykir mjög efnilegur dansari, segir á
heimasíðu Voga.
Ellen og Aron ásamt formanni
frístunda- og menningarnefndar og
íþrótta- og tómstundafulltrúa.
Langar þig að vera rekstrarstjóri
fimleikadeildar Keflavíkur?
Fimleikadeild Keflavíkur óskar eftir að ráða
rekstrarstjóra til að annast daglegan rekstur
félagsins. Hlutastarf kemur til greina.
Í fimleikadeildinni eru um 400 iðkendur á aldrinum 2–18 ára. Mikil uppbygging
hefur verið í starfi deildarinnar og leitar stjórn nú að metnaðarfullum einstakl-
ingi sem hefur brennandi áhuga á því að leiða deildina og taka þátt í krefjandi
og skemmtilegum verkefnum framundan.
Starfssvið
• Daglegur rekstur félagsins
• Fjármála- og starfsmannastjórnun
• Undirbúningur og framkvæmd
ýmissa viðburða á vegum félagsins
• Samskipti við félagsmenn, foreldra
og iðkendur
• Önnur tilfallandi verkefni
Hæfniskröfur
• Þekking og reynsla af rekstri
• Góðir skipulags- og stjórnunar-
hæfileikar
• Hæfni í mannlegum samskiptum
• Sjálfstæð vinnubrögð og hæfileika
til þess að vinna með öðrum
• Drifkraftur og frumkvæði
Við bjóðum
• Áhugavert starf hjá góðu íþrótta-
félagi
• Stjórn sem fundar með rekstrar-
stjóra einu sinni í mánuði
Umsóknir skal senda á tölvupóstfangið fimleikar@keflavik.is fyrir 15. febrúar
2020 og nánari upplýsingar veitir María Jóna Jónsdóttir, stjórnarkona fimleika-
deildar Keflavíkur í gegnum sama netfang.
Heyrnarmælingar, ráðgjöf og heyrnartækjaþjónusta
Bókaðu tíma í síma 568 6880 eða á www.heyrnartaekni.is
Vantar þig heyrnartæki?
Opn S eru ný tegund heyrnartækja frá Oticon sem hjálpa þér að
heyra margfalt betur í fjölmenni og klið. Þú getur fengið Opn S
með endurhlaðanlegum rafhlöðum. Árni Hafstað heyrnarfræðingur
verður í Reykjanesbæ í janúar.
Reykjanesbær
29. janúar 2020
Heyrnartækni | Glæsibæ | Álfheimum 74 | 104 Reykjavík | Landsbyggðaþjónusta | Sími 568 6880
Þroskaþjálfi eða
iðjuþjálfi óskast
Stapaskóli Reykjanesbæ leitar að áhugasömum og
metnaðarfullum einstaklingi í 100% starf þroskaþjálfa eða
iðjuþjálfa.
Stapaskóli er heildstæður skóli fyrir börn á aldrinum
2 - 16 ára sem er að rísa í Dalshverfi í Reykjanesbæ. Fjöldi
nemenda við fullsetinn skóla er um 500 á grunnskólaaldri
og 120 á leikskólaaldri.
Í skólastarfi verður sérstök áhersla á sköpun og listir,
verklegt nám og tækninám. Í Stapaskóla fer fram
metnaðarfullt skólastarf þar sem gleði, vinátta, samvinna
og virðing eru þau gildi sem höfð eru að leiðarljósi.
Helstu verkefni og ábyrgð
• Ábyrgð á umgjörð náms- og einstaklingsáætlunar í
samvinnu við stjórnendur
• Ábyrgð á kennslu, þjálfun og umönnun nemenda
• Þátttaka í þverfaglegu teymi fagaðila og annarra sem
koma að hverjum nemanda
• Ábyrgð á markvissum samskiptum við foreldra og
aðra fagaðila
• Að taka þátt í öðum verkefnum innan skólans eftir
þörfum
Menntunar- og hæfniskröfur
• Leyfisbréf sem iðjuþjálfi eða þroskaþjálfi
• Leiðtogahæfni, metnaður og áhugi
• Reynsla af skipulagi og teymisstjórnun
• Áhersla er lögð á lipurð í samstarfi og mannlegum
samskiptum
• Stundvísi og samviskusemi
• Góð íslenskukunnátta
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands
íslenskra sveitarfélaga og Iðjuþjálfafélags Íslands eða
Þroskaþjálfafélags Íslands. Einstaklingar óháð kyni eru
hvattir til að sækja um.
Nánari upplýsingar veitir Gróa Axelsdóttir, skólastjóri
Stapaskóla í síma 420-1600/824-1069 eða á netfangið,
groa.axelsdottir@stapaskoli.is
Sótt er um starfið á vef Reykjanesbæjar,
www.reykjanesbaer.is undir Laus störf.
14 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR fimmtudagur 16. janúar 2020 // 3. tbl. // 41. árg.