Víkurfréttir - 16.01.2020, Qupperneq 16
Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbær Sími: 421 0000 Póstur: vf@vf.is Auglýsingasími: 421 0001 Afgreiðslan er opin virka daga frá kl. 09:00 til 17:00
facebook.com/vikurfrettirehf
twitter.com/vikurfrettir
instagram.com/vikurfrettir
Mundi
S t æ r s t a f r é t t a - o g a u g l ý s i n g a b l a ð i ð á S u ð u r n e s j u m
Samfélagsmiðlar fyrr og nú
Fjórða iðnbyltingin er á leiðinni. Þær virðast koma í hrönnum þessar iðn-
byltingar. Mér finnst eins og sú þriðja hafi bara komið í gær. Tækninni fleygir
fram á ógnarhraða og miðaldra manneskja þarf að hafa sig alla við til að vera
„up to date“ þótt sumum finnist þetta gerast allt of hægt. Okkur fullorðna
fólkinu finnst líka oft nóg um hraðann í þróun samfélagsmiðla og með hvaða
hætti samskipti eru að þróast og hafa þróast undanfarin ár. Erum við að missa
hæfileikann til að tala saman í eigin persónu? Erum við líka hætt að lesa?
Er prentað mál og bækur að deyja drottni sínum?
Við þekkjum öll hvernig yngra fólkið
hagar sínum samskiptum í dag, hvernig
samskipti fara eingöngu fram í gegnum
Messenger, Instagram, Snapchat,
Whats app, Twitter, SMS og Wechat
svo eitthvað sé nefnt. Börnin okkar
eyða sífellt meiri tíma í síma og tölvu
svo sumum finnst nóg um. Mörgum
finnst þetta eflaust farið að líkjast þrá-
hyggju að þurfa endalaust að vera að
fylgjast með lífi annars fólks. En er þessi
þráhyggja alveg ný af nálinni?
Ég hlustaði á áhugavert viðtal við
Berg Ebba Benediktsson lögfræðing,
rithöfund og uppistandara í byrjun
nýs árs. Þar var hann að tala um tækni-
framfarir, snjallsímavæðingu, fjórðu
iðnbyltinguna o.fl. Bergur Ebbi hefur
skrifað mikið um áhrif tækniframfara
á samskipti og tækniframfarir almennt
og gaf einmitt út bókina Skjáskot síð-
astliðið haust. Það sem vakti áhuga
minn í þessu viðtali við Berg Ebba var
þegar hann fór yfir og lýsti því hvernig
ömmur okkar og afar og foreldrar okkar
voru þegar við vorum að alast upp. Þá
voru að sjálfsögðu engir snjallsímar
til, engar tölvur og ekkert sjónvarp á
fimmtudögum og í júlí. Hins vegar voru
allir fréttatímar þá heilagir, öll dagblöð
lesin upp til agna og útvarpshlustun
sömuleiðis ansi heilög. Hver man ekki
eftir að vera sussaður til þagnar þegar
útvarpsfréttir eða veðurfréttir voru
að hefjast?
Í dag er öldin önnur, við lesum jú
ennþá blöðin en umræðan undanfarin
ár hefur verið í þá átt að prentið sé að
deyja. Þó að bóksala hafi dregist saman
um 36% undanfarin tíu ár þá er þó
langur vegur frá því að prentið sé á
útleið. Önnur form fyrir ritað mál hafa
rutt sér til rúms og fólk notar lesbretti
eins og Kindle og iPad til lestrar í æ
frekari mæli og sprenging hefur orðið
í hlustun á hljóðbækur og hlaðvörp
(e. podcasts).
Tímarnir breytast og mennirnir með.
Tæknin þróast og fleygir fram hraðar
nú en nokkru sinni. Þrátt fyrir það þá
höfum við mannfólkið alltaf verið for-
vitin um fréttir, fréttir af veðri og fréttir
af náunganum. Það var líka þannig í
gamla daga. Upplýsingarnar komu bara
til okkar eftir öðrum leiðum.
LOKAORÐ
Ingu Birnu Ragnarsdóttur
Er ekki nóg
af karlskörfum
í Keflavík?
VW Toureg
árg. 2005, ekinn 93 þús. km
Verð 870.000 kr.
Toppeintak
Bens GLK 220
árg. 2012, ekinn 125 þús. km
Verð 2.950.000 kr.
Toppeintak
Ford Transit Bus
árg. 2008, ekinn 278 þús.
Verð 590.000 kr.
LÆKKAÐ VERÐ
Nizzan Xtrail
árg. 2005, ekinn 125 þús.
Verð 390.000 kr.
LÆKKAÐ VERÐ
Toyota Yaris
árg. 2016, ekinn 132 þús.
Verð 740.000 kr.
LÆKKAÐ VERÐ
við gamla aðalhliðið á Ásbrú Sími 421 5444
Vantar þig sendibíl? sendibillinn.is
Skarfar í skjóli
Brimið lamdi klettaströndina neðan við Bakkastíg í Reykjanesbæ í vikunni. Dílaskarfar í hundruðavís leituðu á sama tíma skjóls við Keflavíkurhöfn.
Þar röðuðu þeir sér á bryggjukanta og -polla. Stórir hópar voru einnig í sjónum innan hafnarinnar. Skarfarnir kipptu sér lítið upp við nærveru
ljósmyndarans en það er ekki algeng sjón að sjá svona fjölda af skarfi í höfninni. VF-mynd: pket