Víkurfréttir - 23.01.2020, Side 8
Tillögur að bættu starfi
í leikskólum Reykjanesbæjar
– Aðeins þriðjungur starfsfólks með leikskólakennaramenntun
Reykjanesbær, líkt og fjöldi annarra sveitarfélaga, hefur í mörg ár verið
töluvert frá því að uppfylla lágmarksviðmið um mönnun leikskóla með
fagmenntuðum einstaklingum. Í leikskólum bæjarins er um 33% hlutfall
starfsfólks með leikskólakennaramenntun. Fræðsluráð telur að til þess að
leikskólar bæjarins verði áfram eftirsóknarverðir vinnustaðir sé fullt tilefni
til að grípa til aðgerða í samræmi við tillögur starfshóps sem gerði skýrslu um
bættar starfsaðstæður í leikskólum bæjarins. Þetta kemur fram í fundargerð
fræðsluráðs frá fundi þess 6. desember en þar segir að í skýrslu starfshóps séu
margar gagnlegar tillögur til að styrkja starf í leikskólum bæjarins.
Umbætur í leikskólastarfinu
Þau umbótatækifæri sem greind eru
í skýrslu starfshópsins snúa að um-
hverfi leikskólakennara, leiðbeinenda,
stjórnenda í leikskólum sem og þeirra
barna sem sækja leikskóla. Fræðsluráð
mun fylgja því eftir að unnið verði að
umbótum í leikskólastarfi á grunni
skýrslunnar, ráðið leggur einnig áherslu
á að skýrslan sem slík sé ekki enda-
punktur í því verkefni að betrumbæta
starfsaðstæður nemenda og starfsfólks
í leikskólum heldur upphafspunktur.
Lög um menntun og ráðningu kennara
og skólastjórnenda við leik-, grunn-
og framhaldsskóla kveða á um að 2/3
hlutar stöðugilda við kennslu, um-
önnun og uppeldi barna í leikskóla
skulu teljast til stöðugilda leikskóla-
kennara. Reykjanesbær á langt í land
til þess að uppfylla þær kröfur, auk þess
sem meðalaldur leikskólakennarahóps-
ins sé hár og nýliðun lítil. Reykjanesbær
styður nú þegar við starfsmenn sem
eru í námi í leikskólakennarafræðum
með því að greiða þeim laun á meðan
þeir fara í staðlotur og vettvangsnám,
fjarvera kennaranemana getur þó verið
áskorun fyrir leikskólana á meðan á
námi stendur.
Leikskólar lokaðir
milli jóla og nýárs
Fræðsluráð felur sviðsstjóra fræðslu-
sviðs að útfæra tillögu varðandi starfs-
tíma leikskóla þ.e. að stefnt sé að því
að vinnufyrirkomulag í leikskólum
verði sambærilegra öðrum skólastigum,
þá sérstaklega í grunnskólum. Fyrsta
skrefið í því er að leikskólar bæjarins
verða lokaðir á milli jóla og nýárs frá
og með árinu 2020. Lokunin skuli ekki
hafa áhrif á launakjör starfsfólks leik-
skólanna. Ekki skal innheimta leik-
skólagjöld þá daga sem leikskólar eru
lokaðir.
Fræðslusviði/sviðsstjóra fræðslu-
sviðs er falið að greina kosti og galla
þess að loka leikskólum í dymbilviku
líkt og gert er á öðrum skólastigum.
Greiningin skal meðal annars ná utan
um nýtingu á leikskólaplássum þessa
daga, viðhorfi foreldra til þess að leik-
skólastarf sé skert að hluta eða öllu
leyti í dymbilviku, viðhorf starfsfólks til
lokunar að hluta eða öllu leyti í dymbil-
viku sem og kostnaðargreining.
Undirbúningstímar
starfsfólks leikskóla
Í skýrslunni segir að frá upphafi starfs-
árs 2020 skuli undirbúningstími leik-
skólakennara og deildarstjóra vera
aukinn frá því sem hann er í dag. Þessu
til viðbótar skal vera búið að rýmka
heimildir leikskólastjóra vegna yfir-
vinnugreiðslna fyrir undirbúning frá
upphafi starfsárs 2020.
Barnagildisviðmið
Þá felur Fræðsluráð sviðsstjóra fræðslu-
sviðs að kostnaðarmeta þær breytingar
sem lagðar eru til í barnagildisvið-
miðum í samræmi við tillögu starfs-
hópsins. Að auki skuli framkvæma
úttekt á hljóðvist hvers leikskóla, gefi
úttekt tilefni til framkvæmda skulu
þær kostnaðarmetnar og lögð fram
umbótaáætlun.
Stuðningur við starfsfólk
í leikskólakennaranámi
Fræðsluráð leggur til að Reykjanesbær
endurgreiði starfsfólki sínu sem stundar
nám samhliða vinnu í leikskólakennara-
fræðum aðstöðu- og próftökugjald hjá
Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum.
Fræðsluráð felur sviðsstjóra fræðslu-
sviðs að leita samstarfs við fræðslu-
stofnanir í Reykjanesbæ (Keili og/eða
MSS) með það að markmiði að bjóða
upp á leikskólakennaranám í mennta-
stofnunum bæjarins, eða aðstöðu til
hópfjarnáms. Fræðsluráð skal upplýst
um framgang í maí 2020.
Fræðsluráð felur leikskólafulltrúa
að framkvæma viðhorfskönnun hjá
ófaglærðu starfsfólki leikskóla, til þess
að komast að því hvaða atriði yrðu
hvatning fyrir því að hefja nám í leik-
skólakennarafræðum.
Leikskólavist fyrir börn
yngri en tveggja ára
Fræðsluráð vill að fjármagn (fyrir
húsnæði og rekstur) verði tryggt til
stækkunar Hjallatúns auk eins leikskóla
í Keflavíkurhverfinu, sem fræðslusvið
gerir tillögu um, fyrir fjárhagsáætlunar-
gerð ársins 2021. Einnig er lagt til að
leikskólinn Völlur á Ásbrú nýti allt sitt
húsnæði og að fjármagn verði tryggt í
endurbætur á húsnæðinu ef þörf er á.
Í tengslum við minnisblað hagdeildar
Reykjanesbæjar um ungbarnaleikskóla
í Reykjanesbæ felur fræðsluráð leik-
skólafulltrúa að undirbúa erindisbréf
fyrir faghóp sem hefur það að mark-
miði að greina ítarlega kosti og galla
annars vegar ungbarnaleikskóla og hins
vegar að setja á stofn ungbarnadeildir
í núverandi leikskólum. Erindisbréfið
skal lagt fyrir næsta fund fræðsluráðs.
Raunhæfar tillögur til úrbóta
Hópurinn leggur fram í skýrslunni
raunhæfar tillögur til að bæta starfs-
umhverfi í leikskólum, börnum, leik-
skólakennurum og öðru starfsfólki til
heilla. „Það hefur komið í ljós á síðustu
misserum að leikskólastigið er í vanda
sem verður að leysa eigi þetta fyrsta
skólastig barna að skila því hlutverki
sem því er ætlað. Vöxtur leikskólans
hefur verið mikill undanfarin ár. Sífellt
yngri börnum er boðin leikskóladvöl
án þess að faglærðum kennurum fjölgi
um leið og kröfur um öflugt og faglegt
leikskólastarf hefur aukist. Forsenda
þess að vel takist til er að hlúa að mann-
auði hvers leikskóla, því er mikilvægt
að starfsaðstæður í leikskólum bæjarins
verði með því besta sem gerist. Þann-
ig mun leikskólastigið í Reykjanesbæ
halda áfram að vaxa og dafna,“ segir
í lokaorðum skýrslu starfshópsins um
bættar aðstæður í leikskólum bæjarins.
Bæjarstjórinn Kjartan Már bregður
ásamt leikskólabörnum af leikskólanum
Tjarnarseli við afhjúpun söguskilta við
Strandleið fyrir nokkrum árum.
FIMMTUDAG KL. 20:30
HRINGBRAUT OG VF.IS
GEFÐU GÓÐ RÁÐ
Umsóknir merktar „Keflavík“ ásamt ferilskrá
sendist á starf@apotekarinn.is fyrir 15. febrúar.
Í APÓTEKARANUM KEFLAVÍK
- lægra verð
Við erum í næsta nágrenni! www.apotekarinn.is
APÓTEKARINN ÓSKAR EFTIR LYFJAFRÆÐINGI
TIL STARFA Í APÓTEKI OKKAR Í KEFLAVÍK.
Í starfinu felst fagleg ábyrgð á afgreiðslu lyfja samkvæmt lögum
og reglugerðum um lyfsölu.
Ef þú hefur háskólapróf í lyfjafræði og gilt starfsleyfi, brennandi
áhuga á þjónustu, ert jákvæður og opinn einstaklingur, þá gætum
við verið að leita að þér.
Upplýsingar um starfið veitir Guðbjörg Stefánsdóttir,
rekstrar- og mannauðsstjóri, gudbjorg@apotekarinn.is
STARFSSVIÐ
UPPLÝSINGAR
8 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR fimmtudagur 23. janúar 2020 // 4. tbl. // 41. árg.